Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Krít

Gríska eyjan Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu og yndislegum eyjaskeggjum!
Krít er stærsta gríska eyjan og hefur fengið gælunafnið þröskuldur Evrópu vegna einstakrar staðsetningar sinnar, en hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku. Hér skiptast á stórkostlegt fjalllendi með snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengjan sem ávallt heillar sólþyrstan ferðalanginn.

Ekta grísk menning
Þessi eyja grípur alla sem þangað koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjarskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir án þess þó að tapa sérkennum sínum. Hér er enn að finna ekta gríska menningu í þorpunum þar sem karlar og konur hittast undir húsvegg eða á kaffihúsum í lok dags og skrafa saman um daginn og veginn. Sagan drýpur hér af hverju strái og m.a. segir að Seifur sjálfur, æðstur grísku guðanna, hafi fæðst á eyjunni Krít. 

Þá töfra eyjarskeggjar fram það besta úr hráefni sínu og sameina gríska og Miðjarðarhafsmatarmenningu af stakri snilld. Ferskmeti, kjöt, fiskur og grænmeti bragðast einstaklega vel með góðu víni og ostum þeirra eyjarskeggja.

Chania

Veitingastaðir ─ verslun ─ næturlíf
Heimsferðir fljúga til Chania sem er önnur stærsta borg eyjunnar á norðurströnd Krítar. Þetta er lífleg borg með mikið úrval af veitingastöðum og fjörugt næturlíf. Þar er mjög fallegur „gamli bær“ sem setur sinn sjarma á borgina. Út frá borginni liggur löng og falleg sandströnd og þar liggja margir litlir strandbæir þar sem hótel Heimsferða eru staðsett, en þó er aldrei lengra til Chania en 10─11 km.

Allir bæirnir hafa sín einkenni og alls staðar eru veitingastaðir, barir og kaffihús og kjósi menn að sletta úr klaufunum er næturlífið fjörugt. Á Platanias og Agia Marina svæðinu er þó mest um fjörugt næturlíf en rólegra er á öðrum svæðum. Hvort sem við erum að tala um bari, næturklúbba eða rómantík ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Afþreying er af ýmsum toga, finna má go-kart brautir, hér er vatnsskemmtigarður og minigolfvellir svo fátt eitt sé talið.

Í borginni Chania eru sífellt að bætast við verslanir og nú er þar að finna H&M, Zara, Diesel, Strativarios, Pull&Bear og Oysho, og Jumbo og Sephora og Bershka, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að gera góð kaup í öðrum varningi eins og t.d. leðurvörum, matvörum, skartgripum og ýmiss konar minjagripum og svo er stór markaður opinn á hverjum degi í Chania – en hver þarf svo sem að versla þegar hægt er að sleikja sólina og veltast um í hlýjum sjónum alla daga?

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 11

Afþreying

Snorkla - Kafa
Krít er með afskaplega tæran og fallegan sjó þar sem er mikið af fallegu og skemmtilegu sædýralífi. Ekki missa af tækifærinu að snorkla, þeir sem vilja taka þetta enn lengra geta einnig kafað til að sjá sædýralífið enn betur. 

Aqua Plus - https://www.acquaplus.gr/
Aqua Plus er vinsælasti vatnsrennibruatagarður Krítar. Hér eru bæði leiksvæði fyrir börn með minni rennibrautum og barnalaugum og svæði fyrir fullorðna með stærri, adrenalín rennibrautum.
Aqua Plus er rétt hjá Heraklion, 166 km frá Chania, sem er um 2 klst og hálfs tíma akstur. 

Limnoupolis - https://www.limnoupolis.gr/
Þessi skemmtilegi vatnsrennibrautagarður er lítill og nettur, með 11 rennibrautum (þar á meðal svartholsrennibraut). Hann er einungis um 8 km frá Chania, sem er  ca. 17 mín í akstri.

Aquaworld - http://www.aquaworld-crete.com/
Í þessu sædýrasafni er að finna helstu verur hafsins í kringum Krít. Dýrunum hefur verið bjargað frá slæmum aðstæðum þar sem þau voru meidd og hafa fengið nýtt og ástríkt heimili í Aquaworld. 

Aquaworld er staðsett í Hersonisos sem er um 166 km frá Chania og er um 2 og hálfs tíma akstur þangað.

Cretaquarium
Cretaquarium er eitt stærsta og nútímalegasta sædýrasafn í Evrópu, það er staðsett í um 14 km fjarlægð frá Heraklion og er 158 km frá Chania sem er rúmlega 2 klukkustunda akstur.

Dinosauria Parkhttp://dinosauriapark.com/
Þessi skemmtilegi risaeðlugerður er um 157 km frá Chania, sem er rúmlega 2 klukkustunda akstur. Hér er hægt að skoða þessar mögnuðu verur sem meira að segja hreyfa sig og gefa frá sér hljóð.

Náttúruundur

Samaria gljúfrið
Þetta er lengsta gljúfur í Evrópu, tæpir 17 km að lengd. Samaria gljúfrið er eitt helsta náttúruundur Krítar og vinsæll áfangastaður fyrir ferða- og göngufólk. Gljúfrið er í Samaria þjóðgarðinum í Hvítufjöllunum á vesturhluta Krítar. Gljúfrið er í senn hrikalegt og ægifagurt en þar má finna margar sjaldgæfar jurtategundir og einnig eru þar dýrtategundir sem lítið sjást annars staðar. 

Balos Beach and Lagoon
Þessi undurfallega strönd er einungis 52 km frá Chania, 1 klst og 16 mín í akstri. Þetta er mest myndaða strönd Krítar, ströndin er með hvítum sandi og sterk bláum og túrkísbláum sjó og á köflum virðist sandurinn taka á sig bleikan lit. Sjórinn er grunnur og volgur og er þetta því einnig tilvalinn staður til að fara með börn á. 

Elafonisi Beach
Elafonisi Beach hefur verið tilnefnd ein af 25 bestu ströndum heims á TripAdvisor. Þessi strönd er mjög falleg og sérstök á því leitinu til að hún er í raun sér eyja. En þessi eyja er eingöngu aðskilin nokkra metra frá meginlandinu og er auðvelt að vaða sjóinn að eyjunni þar sem vatnshæðin er eingöngu um 1 meter þegar mest er í sjónum. Elafonisi Beach er um 73 km frá Chania og tekur 1 og hálfa klukkustund að keyra þangað. 

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á úrval kynnisferða á og við Krít í sumar og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði, bæði á komufundi sem og í upplýsingamöppum Heimsferða á gististöðum. Kynnisferðir eru bókaðar hjá fararstjóra þegar út er komið.

Möguleikarnir eru óþrjótandi hvort sem verið er að leita að afþreyingu eins og köfun, bátsferð eða ferðir á sögufræga staði eins og Knossos/Heraklion, eða eyjuna Santorini, bæjarferð um Chania, Balos og Elfonisi ströndina.

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Hjarta Chania

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Hálfsdagsferð

Þessi ferð er tilvalin til að kynnast aðeins gamla bænum í Chania, annarri stærstu borg Krítar og elstu borg í Evrópu, og fræðast um sögu og menningu hennar.
Í Chania hefur verið stöðug búseta í meira en 4000 ár og er stórkostleg saga sem fylgir þessari fyrrum höfuðborg Krítar og mjög fjölbreytt menning. Frá því að Rómverjar hertóku eyjuna árið 67 fyrir Krist, hafa margir verið hér við völd, og sameinaðist Krít ekki Grikklandi aftur fyrr en árið 1913. Hér lengst af voru Feneyjingarnir sem réðu ríkjum og byggðu þeir að mestu leyti upp borgina; nýja borgarvirkið, Firkas kastalann, Feneysku höfnina, skipasmíðsstöðvar, elsta vita í Evrópu og gamla bæinn. Tyrkirnir náðu síðar völdum af Feneyjingunum og má einnig gæta áhrifa frá þeim.
Í þessari hálfsdagsferð ætlum við að ganga saman um gamla bæinn í Chania og fræðast um sögu og menningu þessarar fallegu borgar sem oft er kölluð Litla Feneyjar.
Við byrjum göngutúrinn niður við gömlu höfnina þar sem við sjáum mikið af því sem Feneyjingarnir byggðu upp og göngum svo saman um fallegu þröngu göngugöturnar með stoppum víðsvegar um bæinn. Á leiðinn munum við einnig sjá hvar áður stóðu tyrknesk böð, moskur og kirkjur. Við munum ganga eftir aðalgötunni og fara svo í hnífagötuna, þar sem við sjáum gamla borgarvirkið, förum að gamla markaðnum og svo í gegnum leðurstrætið. Við endum svo göngutúrinn á krítverskum veitingastað sem staðsettur er í gamalli sápuverksmiðju en þessi veitingastaður var fyrsta opna tabernan í Chania. Þar fáum við að bragða á ekta grískri máltíð sem samanstendur af “meze” eða smárréttum, aðalrétti og eftrirétti.
Eftir kvöldmatinn göngum við eftir aðalgötunni til 1866 torgsins þar sem rútan kemur og sækir okkur og ekur aftur til baka upp á hótel.

Þríréttuð kvöldmáltíð er innifalin í verðinu. Með matnum er boðið upp á léttvín fyrir fullorðna og gosdrykki fyrir börnin.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Santorini

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Þetta er ómissandi ævintýraferð til einnar fallegustu eyju Grikklands. Santorini er sannkölluð paradís og býr hún yfir einstakri fegurð sem skilur engann eftir ósnortinn. Saga eldfjallaeyjunnar spannar mörg þúsund ár og er hún sögð geyma leyndarmálið um hið horfna Atlantis.
Við ökum til feneyska hafnarbæjarins Rethymno þaðan sem siglt er með hraðferju yfir til Santorini. Þegar við komum í höfn, þá byrjum við á að aka upp í höfuðstaðinn Fira. Við munum hafa frjálsan tíma í Fira til þess að skoða okkur um. Þar er gaman að ganga um allar þröngu göngugöturnar, kíkja í eitthvað af listagalleríum eða skoða dómkirkjuna.
Eftir að við höfum kvatt Fira, ökum við til bæjarins Oía (Ía). Þetta er einn fallegasti bærinn á eyjunni, með sín einkennandi hvítu hús sem hafa verið byggð inn í klettana, allar fallegu hvítu kirkjurnar með bláu þökunum, og stórkostlegu útsýni yfir gíginn. Það eru ófáir listamennirnir sem hafa heillast af þessum bæ og sest þar að. Einnig er hann mjög vinsæll á meðal verðandi brúðhjóna til þess að láta pússa sig saman. Í Oía gefst okkur frjáls tími til þess að ganga um götur bæjarins, virða fyrir okkur stórkostlegt útsýnið eða kíkja í einhverjar af þeim fallegu verslunum sem þar er að finna.
Við höldum svo aftur niður á höfn til þess að sigla til baka til Rethymnon. Ekki missa af hinu stórkostlega sólarlagi á meðan á siglingunni stendur.

 

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Samariagljúfrið

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð - Gönguferð

Þetta er ómissandi ferð fyrir alla göngugarpa. Þetta er lengsta gljúfur í Evrópu, tæpir 17 km að lengd. Gangan hefst í bænum Xyloskalo á Omalossléttuni, sem er í rúmlega 1200 metra hæð yfir sjávarmáli og er gengið í gegnum Lefka Ori fjallgarðinn niður að strandarbænum Agia Roumeli. Þar er hægt að baða sig í sjónum áður en siglt er með bátnum til Sougia þar sem rútan kemur og sækir gönguhópinn.

Samaria gljúfrið er eitt helst náttúruundur Krítar og vinsæll áfangastaður fyrir ferða- og göngufólk. Gljúfrið er í Samaria þjóðgarðinum í Hvítufjöllum á vesturhluta Krítar en þar hefur verið þjóðgarður síðan á miðjum sjötta áratug síðustu aldar.
Gljúfrið er í senn hrikalegt og ægifagurt en þar má finna margar sjaldgæfar jurtategundir og einnig eru þar dýrategundir sem lítið sjást annars staðar. Þar er frægust krítverska villigeitin (kri kri) en gljúfrið er hennar afdrep. Í eina tíð var hún vinsæl veiðibráð en er nú alfriðuð og sjaldséð nema í Samaria. Gljúfrið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í frelsisbaráttu eyjaskeggja og Sfakitos (gljúfrabúar) eru frægustu frelsishetjur Krítverja. Bærinn Xyloskalo hefur frá örófi alda gengt mikilvægu herfræðilegu hlutverki þegar kemur að yfirráðum yfir eyjunni.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Kafaðu í fríinu

Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfdagsferð

Ekið er til Nea Chora strandarinna í Chania þar sem “Diving Center” er staðsett.
Ef farþegar eru að prófa köfun í fyrsta skiptið þá fá þeir fyrst grunnfræðslu um köfun, köfunarbúnað og öryggi. Síðan er byrjað á því að fara í sundlaug til þess að læra á búnaðinn og farið yfir grunnatriði og öryggisatriði. Þá er farið út í sjó og kafað niður á u.þ.b. 7-8 metra dýpi.
Ef farþegar eru með kafararéttindi er farið út á spíttbát og kafað á 2 mismunandi stöðum þar sem yfirleitt eru skoðaðir stórkostlegir hellar.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Snorklaðu í fríinu

Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfdagsferð

Ekið er til Nea Chora strandarinnar í Chania þar sem “Diving Center” er staðsett. Farþegar fá stutta fræðslu um búnaðinn sem notaður er og það sem verður gert. Síðan er siglt út a spíttbát og stoppað á 2-3 stöðum til þess að snorkla og einnig gert stutt stopp á lítilli tabernu þar sem boðið er upp á hressingu.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Hin Leynda Krít

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð - Jeppaferð

Þetta er ekta sveitaferð sem er farin um norð-vestur hluta Krítar langt frá öllum ferðamannastöðum. Það er farið í ólífuolíuverksmiðju og fræðst um framleiðslu á olíunni og við fáum að prófa mismunandi tegundir. Það er haldið í vínsmökkun og fræðslu á vínrækt, ekið er í bæinn Vouves og elsta ólífutré í Evrópu skoðað, borðaður hádegisverður með Krítverskum hjónum og ekið í gegnum gljúfur á leiðinni til baka.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Ævintýri í fjöllunum

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð - Jeppaferð

Þetta er ekta sveitaferð en hún er farin upp í Hvítu fjöllin, annan hæsta fjallgarð á Krít. Það er farið í vínsmökkun og fengin fræðsla um vínrækt og svo er farið og fylgst með lífi smalanna sem eru uppi til fjalla og fræðst um líferni og búsetu þeirra. Stoppað er á nokkrum fallegum útsýnisstöðum í ferðinni. Krítverskur hádegisverður er borðaður í fjallabæ, hádegisverðurinn er innifalinn í verðinu.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Knossos & Heraklion

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Ferðinni er haldið til Knossos þar sem við fáum að kynnast Mínósarmenningunni sem er talin vera fyrsta hámenning Evrópu.
Við hverfum meira en 4.000 ár aftur í tímann þar sem við göngum um rústir einna hinna stórkostlegu halla þessarar gömlu borgar og fræðumst um sögu, menningu og lifnaðarhætti Mínósanna.

Það var árið 1900 sem fornleifafræðingurinn Arthur Evans festi kaup á svæðinu og hóf uppgröft og uppbyggingu á Knossos.
Stærsta höllin var byggð á tveimur hæðum og var hún með u.þ.b. 1500 herbergjum. Þar fundust miklir fjársjóðir, m.a. stórkostlegar freskur og mikið af fallegu keramiki.

Eftir að við höfum skoðað Knossos er svo ekið til höfuðborgar Krítar, Heraklion, þar sem gestir hafa frjálsan tíma til þess að ganga um borgina, kíkja í verslanir eða kynnast aðeins betur sögu Krítar með því að skoða einstaka muni á fornleifasafninu.

Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.

Kort

Click to view the location of the hotel

Gisting