Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Gran Canaria

Gran Canaria er einn alvinsælasti áfangastaður Íslendinga og Evrópubúa yfir vetrarmánuðina!

Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20─25 stiga hiti á daginn.

Enska ströndin og Maspalomas

Á suðurhluta Gran Canaria er að finna vinsælustu staði eyjarinnar, Ensku ströndina og Maspalomas, en þar eru Heimsferðir að mestu með sína gististaði. Þar eru frábærar aðstæður fyrir ferðamenn og undanfarin ár hefur átt sér stað bylting í byggingu nýrra og glæsilegra hótela.

Enska ströndin er stærsti strandstaður Gran Canaria en þar er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu. Götulistamenn, tónlistarmenn, sölufólk, sólbrúnir ferðamenn og þéttsetin útikaffihúsin. Á daginn er strandlífið í algleymingi en þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandkletta Maspalomas, þá sýnir það sig að veitinga- og skemmtistaðir Ensku strandarinnar eru nánast jafnmargir stjörnunum á hinum kanaríska nátthimni.

Skammt frá Ensku ströndinni, við hina þekktu Maspalomas-eyðimörk, er Maspalomas. Þar er einstök upplifun að ganga í gylltum sandbylgjunum og á frábærri ströndinni. Maspalomas er rólegri staður en Enska ströndin og allar aðstæður fyrir fjölskyldur eru frábærar, auk þess sem Enska ströndin er örskammt undan. Í nágrenni við þessar strendur er einnig að finna, Meloneras, Puerto Rico, Taurito og San Agustin; sem allar hafa sinn sjarma. 

Á Ensku ströndinni og á Maspalomas er nóg að gera í fríinu, fjöldi góðra veitingastaða á hverju horni, skemmtistaðir, áhugaverðar kynnisferðir, góðir golfvellir, frábær íþróttaaðstaða og síðast en ekki síst er ótrúlega ódýrt að kaupa mat og drykk.

Það er engin furða að til Gran Canaria fari þúsundir ferðamanna í hverri viku til að njóta þessa og flýja veturinn á Íslandi.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 7
  • 14
  • 21

Fararstjórar

Heimsferðir leggja áherslu á að bjóða upp á vandaða íslenska fararstjórn af hálfu reynslumikilla og þjónustulundaðra fararstjóra ferðaskrifstofunnar.
Á Gran Canaria taka þau Anna Lea Björnsdóttir, Judit Esztergal og Guðmundur Brói Sigurðsson brosandi á móti farþegum Heimsferða með það að markmiði að sjá til þess að dvöl þeirra verði sem ánægjulegust á eyjunni fögru.

Anna Lea og Brói hafa undanfarin ár verið fararstjórar okkar á Gran Canaria og búið þar yfir veturinn á meðan ferðatímabilið hefur staðið yfir.

Nú njóta þau einnig krafta Judit Esztergal en Judit hefur einnig verið fararstjóri hjá okkur undanfarin ár og ættu farþegar okkar að kannast við hana í ferðum til Búdapest.

Þríeykið er vel að sér í alls kyns hreyfingu og sjá um m.a. um fróðlegar og skemmtilegar kynnisferðir, söngstund sem er alltaf mjög vel sótt og ýmislegt annað.

Fylgstu með fararstjórum okkar á Gran Canaria á Facebook!

Afþreying

Palmitos garðurinnhttps://www.palmitospark.es/en/
Palmitos Park dýragarðurinn er eitthvað sem enginn má missa af. Hér er hægt að skoða margs konar fuglategundir, s.s. pelikana, páfagauka, flamengóa, erni, fálka, uglur og margt fleira. Haldnar eru fuglasýningar nokkrum sinnum á dag þar sem hægt er að sjá fuglana leika listir sínar. Í garðinum eru einnig fiskar, eðlur, litlir birnir, apar, stærsti fiðrildagarður í Evrópu o.fl. Nýjasta viðbótin er höfrungar.

Aqualandhttps://www.aqualand.es/maspalomas/en/
Garðurinn er sannkallaður gleðigarður fyrir alla. Þarna má finna ýmsar rennibrautir og tæki og tól sem koma adrenalíninu á fullt. Sérstakur vatnagarður er fyrir börn, Mini Park, og er hann algjör paradís fyrir unga fólkið. Í garðinum er einnig laug með sæljónum, minigolfvöllur og veitingastaðir.

Holiday World Maspalomashttps://www.holidayworldmaspalomas.com/en/
Holiday World Maspalomas er eina tívolíið á svæðinu. Lítill skemmtigarður þar sem er margt um að vera. Hér geta börnin farið á bak smáhesta eða farið í 4D bíó, fjölskyldan getur svo farið saman í keilu eða í parísarhjólið sem er með útsýni yfir Maspalomas. Einnig er hér meðal annars að finna klessubíla, páfagaukasýningar, hringekkjur, boltaland, rússíbana og 20 metra háan "free fall" turn. Á svæðinu er meira að segja hægt að fara í heilsulind og líkamsrækt. 

Kúrekaþorpið Sioux City
Sioux City er gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir sem 20th Century Fox kvikmyndafyrirtækið lét reisa þar árið 1975. Þar er hægt að skoða krókódíla, slöngur, sléttuhunda, húsdýr og fl. Hestaleiga er í þorpinu og einnig eru frábærar sýningar af ýmsu tagi s.s. kúreka-, indíána-, dans-, söngsýningar og margt fleira sem byrja um kl. 11:00 og enda um kl. 15:30. Þetta er eins og að vera þáttakandi í kúrekamynd, alveg frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Poema del Mar í Las Palmashttps://www.poema-del-mar.com/en/
Þessi fallegi og spennandi sjávardýragarður opnaði vorið 2018. Ævintýra heimur neðansjávar fyrir alla, unga jafnt sem aldna.

Verslun
Gott er að versla á Gran Canaria en í höfuðborginni Las Palmas er að finna fjölda verslana ásamt Primark. Þá er einnig El Mirador verslunarmiðstöðin skammt frá Ensku ströndinni, eða í 35 mínútna akstursfjarlægð, en þar má m.a. finna verslanir H&M, Zara, Berska, Stradivarius, Mango, Pull & Bear, ásamt Primark.

Golf á Gran Canaria

Á Gran Canaria eru fimm 18 holu golfvellir sem eru opnir almenningi þannig að áhugasamir kylfingar geta haft nóg fyrir stafni. Þú færð frekari upplýsingar um það sem í boði er hjá fararstjórum Heimsferða.

Bandama Golf Club
Bandama-golfvöllurinn er fyrir ofan borgina Las Palmas. Elsti golfklúbbur Spánar – stofnaður 1891. Völlurinn er mun yngri.

Salober Golf
Salober-golfvöllurinn er á milli Ensku strandarinnar og Puerto Rico. Þar má aðeins fara um á golfbíl. Hæðóttur 18 holu völlur.

El Cortijo
El Cortijo völlurinn er við Telde, sem er rétt áður en komið er til Las Palmas. 18 holu golfperla. Þar er einnig að finna fallegan 18 holu, par 3 völl .

Maspalomas Golf
Þú finnur Maspalomas-golfvöllinn á Maspalomas-svæðinu. Sléttur 18 holu völlur. Hægt er að leika 9 holur á honum eftir kl. 16.00.

Meloneras Golf
Meloneras er nýjasti völlurinn, var opnaður sumarið 2003. 18 holur, par 72, hannaður af Ron Kirby. Staðsettur rétt hjá Maspalomas.

Heimsferðir bjóða einnig upp á sérstakar golfferðir, kynntu þér möguleikana - sjá golfferðir hér.Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á fjölbreytt úrval kynnisferða á Gran Canaria í vetur og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði, bæði á komufundi sem og í upplýsingamöppum Heimsferða á gististöðum. Kynnisferðir eru bókaðar hjá fararstjóra þegar út er komið.

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Las Palmas höfuðborgin og verslun

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Frábær ferð fyrir þá sem vilja kynnast hinni einstöku höfuðborg eyjarinnar og fyrir þá sem vilja kíkja í verslanir.

Við byrjum á því að fara í gamla bæinn, fararstjóri fer með þá sem vilja í létta göngu til að sjá dómkirkjuna Santa Ana, Kólumbusar safnið, gamla markaðinn og margt fleira.

Þaðan höldum við í gegnum höfuðborgina í verslunarmiðstöðina Las Arenas. Þar eru allar helstu verslanirnar eins og: H&M, Primark, Punto Roma, Zara, Pimkie, Promod, Bershka, Mango, Pull and Bear, Lacoste og fl. Í Las Arenas eru veitingastaðir og kaffihús til að fá sér hressingu.

Hjá Las Arenas er skemmtileg gönguleið meðfram Las Canteras ströndinni og fullt af litlum sætum veitingastöðum fyrir þá sem ekki vilja versla.

Við endum síðan ferðina á að fara í stóru sportvöruverslunina Decathlon, en þar fæst flest sem viðkemur sporti og útivist.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

Hellabyggðin og sveitin

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Við byrjum á því að heimsækja banana-bóndakonu, fáum fræðslu um starfsemi hennar og hún býður okkur upp á galdradrykk sem hún framleiðir sjálf.

Þaðan höldum við í Aloa Vera verksmiðju, ekki akur og fáum þar stutta fræðslu og að sjálfsögðu fáum við að versla á heildsöluverði vörur sem þeir framleiða fyrir apótek.

Eftir þetta heimsækjum við Neðri-hellabyggðina, þar sem hægt er að sjá bústaði fólks. Skoðum hellakirkjuna og bar, þar sem við fáum að smakka á ýmsu góðgæti og drykkjum sem er innifalið.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

Möndluhátíð í Tejeda

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Hátíð möndlutrésins í blóma er haldin á hverju ári í hálendisþorpinu Tejeda. Á þessum tíma iðar bærinn allur af lifi og fjöri. Þangað koma bændur með afurðir sínar s.s. möndlukökur, bakkelsi, sultur, hunang, vín, húsdýr og fleira til að kynna og selja. Á torgum og götum bæjarins eru listamenn að sýna listir sínar s.s. hljóðfæraleik, dans, söng og fornar íþróttir, söfn bæjarins eru öllum opin.

Farið er sem leið liggur upp Fataga dalinn, í gegnum San Bartolomé, La Plata og Ayacata. Á leiðinni sjáum við t.d. hinn fræga klett Roque Nublo. Í þorpinu er deginum eitt í glaum og gleði með bæjarbúum áður en haldið er heim aftur. Alveg sérstök ferð um dali og hálendi eyjarinnar upp í hálendisþorpið Tejeda.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

Bátsferð - Nýtt!

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Þessi skemmtilega ferð hefst í Puerto de Mogán og við siglum með ekta kanarískum bát sem er með mjög góð sæti fyrir alla. Siglt er meðfram suðvestur ströndinni og við setjum út akkeri við litla fallega vík þar sem hægt er að fara í sjóinn, snorkla fyrir þá sem vilja eða bara slaka á í sólbaði. Innifalið í verðinu eru léttar veitingar og drykkir.

Eftir eða fyrir siglinguna göngum við saman um hafnarbæinn Mogán, sem er einstaklega fallegur með smábátahöfn og sérstökum byggingarstíl. Við keyrum gamla strandveginn til baka og komum við á hinni dásamlegu strönd Amadores, þar verður gefin frjáls tími til að fara á ströndina eða bara slaka á og skoða mannlífið.
Nauðsynlegt að hafa með sundföt og handklæði.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

 

Afríka - Nýtt!

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Nýja Afríkuferðin okkar milli kl. 10:00-15:30 næsta dag, nánar hjá fararstjóra. Upplifið ógleymanlega daga í borginni Laayoune, sem er höfuðborg Vestur-Sahara, innan við eins klukkutíma fjarlægð frá eyjunni Gran Canaria.

Við komum til með að heimsækja spænska bæjarhlutann í Laayoune sem er frá spænska nýlendu tímabilinu, nýja bæjarhlutann, förum á hinn heillandi markað svæðisins þar sem hægt er að kaupa ýmislegt eins og krydd og aðrar markaðsvörur. Við förum út í eyðimörkina, þar sem landslagið er fjölbreytt, klettamyndanir og sandhólar. Við fáum kvöldverð á góðum stað, þar verða bornir fram sérstakir réttir að hætti innfæddra. Miðstöð efnahags í Llaayoune er að sjálfsögðu hafnarsvæðið sem við fáum að upplífa með innfæddum. Við kíkjum á silfursmiðina sem eru allir við sömu götu en þar er hægt að gera mjög góð kaup.

Innifalið í ferðinni er rúta til og frá flugvelli, flugmiðar báðar leiðir, Land Rover Safari, léttur hádegisverður, kvöldverður, morgunverður, gisting eina nótt á hóteli, ensku og íslenskumælandi fararstjórar.
Hitastigið þarna er svipað og á Gran Canaria, nauðsynlegt er að hafa með sér yfirhöfn, góða skó til að ganga í og vegabréf. Hafið ekki of stóra evru seðla í ferðinni.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

Kestrel gilið

Ferð m/enskri fararstjórn.

Létt ganga um Kestrel gilið en lengd göngu er 2,5 tímar, um kl. 09.00-15.30. Gönguferðin hefst í norðausturhlutanum á Gran Canaria. Krestel-gljúfrið er einstaklega fallegt og gróðursælt. Stígurinn liggur niður gljúfrið um fallegan dal og þetta svæði er einkennandi fyrir eldsumbrot. Í hrauninu eru sérstök steinefni sem hjálpa til við ræktun á sjaldgæfum gróðurtegundum. Allt árið rennur lækur niður dalinn og á rigningatímabilinu breytist landslagið og verður eins og frumskógur. Ferðin endar með heimsókn í fræga hellaþorpinu Guayadeque.
Lengd: 8 km Hæð: 150 m Erfiðleikastig: 1,5 skór af 4.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Garbo´s

Ferð m/íslenskri fararstjórn.

Frábært skemmtikvöld þar sem þjónustufólkið byrjar á að taka vel á móti gestum og vísar til sætis. Boðið er upp á þriggja rétta máltíð (drykkir innifaldir), þar sem þjónarnir eru stjörnur sýningarinnar og stjörnurnar bera fram matinn og þjóna þér til borðs. Sýningin er sannkölluð tónlistaferð með kabarettsýningu við allra hæfi þar sem þér er haldið föngnum yfir heillandi samsetning af tónlist, dansi, flottum búningum og loftfimleikum. Garbo´s er staðsett í Bahia Feliz.
Taka þarf leigubíl kl. 18:30 (gott að vera fleiri saman), vera komin ekki seinna en kl.18:50 á staðinn, sýningunni lýkur um kl. 23:15. Snyrtilegur klæðnaður.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.

Hjólaferð

Ferð m/enskri fararstjórn.

Frá Meloneras höldum við í rólegheitum á þessum frábæru rafmagnshjólum upp í gegnum Ayagaures-dalinn. Vegna gæða þessara hjóla verður leiðin upp að kirkjutorginu í Ayagaures-þorpið mjög auðveld. Þar tökum við hlé undir trjánum og fáum dæmigerðan kanarískan mat (tapas) og drykk, sem er innifalið. Héðan er aftur farin auðveld leið upp að útsýnisstaðnum Pedro Gonzalés í 490 metra hæð. Þaðan er svo haldið heim á leið. Í byrjun eða í lokin förum við smá bæjartúr á hjólunum um Meloneras-svæðið og að hinum fræga Maspalomas-vita.
Mjög létt, þægileg og skemmtileg ferð. Nauðsynlegt að vera í íþrótta-/gönguskóm.
Lengd: 31 km ─ hæð: 560 m.
Erfiðleikastig: 1 skór af 4.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Kafbátaferð

Ferð m/enskri fararstjórn.

Ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna. Puerto de Mogán er þekkt fyrir skrautlegar byggingar og blómadýrð sína. Umhverfið er skemmtilegt og aðlaðandi. Gengið er um hafnarsvæðið að kafbátnum, þar er farið um borð og undirdjúpin út af Mogán skoðuð. Kafað er niður á 20 m dýpi þar sem ýmislegt ber fyrir sjónir. Köfunin tekur u.þ.b. 30 mínútur. Gefin er frjáls tími til að skoða bæinn. Athugið að hægt er að komast í ýmsar aðrar göngu- og hjólreiðaferðir. Allar upplýsingar hjá fararstjórum.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Köfun fyrir alla

Ferð m/enskri fararstjórn.

Hér er einstakt tækifæri til að uppgötva sjávarlífið í kringum Kanarí eins og það gerist best. Kennt er hvernig nota á köfunarbúnaðinn og hver og einn hefur sérstakan kennara fyrir sig (maður á mann) sem fylgir honum eftir á meðan kafað er. Frábær ferð fyrir alla aldurshópa þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Myndataka neðansjávar fyrir þá sem vilja. Þeir sem ekki kafa geta skemmt sér á ströndinni á meðan eða farið í litla vatnagarðinn.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Palmitos garðurinn

Ferð m/enskri fararstjórn.

Heimsókn í Palmitos Park dýragarðurinn er eitthvað sem enginn má missa af meðan dvalið er á Gran Canaria. Hægt er að skoða margs konar fuglategundir, s.s. pelikana, páfagauka, flamengóa, erni, fálka, uglur og margar fleiri tegundir. Haldnar eru fuglasýningar nokkrum sinnum á dag þar sem hægt er að sjá fuglana leika listir sínar. Ekki er einungis hægt að skoða fugla í garðinum, þar eru einnig margs konar fiskar, eðlur, litlir birnir, apar, stærsti fiðrildagarður í Evrópu o.fl. Nýjasta viðbótin er höfrungarnir. Hægt er að fara á glæsilegar sýningar, læra um tegundina og tengsl höfrunganna við þjálfara sína ásamt fleiru. Palmitos Park er eini staðurinn á Gran Canaria þar sem hægt er að skoða höfrunga. Garðurinn er opnaður kl. 10.00 alla daga. Hægt er að taka leigubíl eða strætisvagn nr. 45 en í bæklingum garðsins má sjá upplýsingar um strætóstoppistöðvar. Hægt er að kaupa opinn miða hjá fararstjórum og sérstakt pakkatilboð fyrir Palmitos og Aqualand. Athugið að hafa þarf skilríki fyrir börnin til að staðfesta aldur.

Kynnisferðir á T eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Aqualand

Ferð m/enskri fararstjórn.

Þetta er sannkallaður gleðigarður fyrir alla. Þarna má finna ýmsar rennibrautir, tæki og tól sem koma adrenalíninu á fullt, eins og Boomerang, Tornado, Rapids, Adrenalina, Mamut Kamkaze, Aquamania, Crazy Race, Anaconda, Surf Beach, Congo River, Polynesia og sundlaug fyrir fullorðna. Sérstakur vatnagarður er fyrir börn, Mini Park, og er hann algjör paradís fyrir unga fólkið. Í garðinum er líka laug með sæljónum, minigolfvöllur, minjagripaverslun, búningsherbergi, leiga á sólbekkjum og skápum, skyndibitastaður og veitingastaður.
Garðurinn er opnaðurr kl. 10.00 alla daga. Hægt er að taka leigubíl eða strætisvagn nr. 45 en í bæklingum garðsins má sjá upplýsingar um strætóstoppistöðvar.
Hægt er að kaupa opinn miða hjá fararstjórum og sérstakt pakkatilboð fyrir Palmitos og Aqualand. Athugið að hafa þarf skilríki fyrir börnin til að staðfesta aldur.

Kynnisferðir á eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Jeppasafarí

Ferð m/enskri fararstjórn.

Skemmtileg ævintýraferð um hálendisvegi og fallegt landslag.
Haldið er af stað á vit ævintýranna þar sem ekið verður inn í landið, hin stórbrotna náttúra skoðuð, farið að stífluvötnunum og komið við í litlum sætum þorpum. Ekið verður um ýmsa vegi og vegaslóða sem erfitt er að heimsækja nema á jeppum. Í þessari ferð er hægt að sannreyna þá staðreynd að Gran Canaria sé litla heimsálfan. Nauðsynlegt er að hafa með sér sólaráburð, sundföt og hlýjan fatnað.
Hádegisverður er innifalinn.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

VIP hringferð

Ferð m/enskri fararstjórn.

Einstök hringferð sem seint gleymist. Dagsferð í 8 manna bílum. Við höldum í vestur og förum í gegnum bæinn Mogán (efri bæinn) og Veneguera, komum að dalnum San Nicolas de Tolentino, svæði þar sem flestir tómatabúgarðarnir á eyjunni eru. Við förum af standveginum aðeins inn í landið, í áttina að miðju eyjarinnar, förum framhjá djúpum dölum, stífluvötnum, pálmatrjám og litlum þorpum. Ferðin heldur áfram að hæsta punkti eyjarinnar, Pico de Las Nieves, sem er í 1.949 metra hæð. Þaðan höfum við stórfenglegt útsýni út á Roque Nublo sem er eitt af aðaltáknum eyjarinnar. Á björtum degi má sjá út á eyjuna Tenerife með sínu stórkostlega eldfjalli Teide sem er í 3.718 metra hæð. Á leið okkar aftur niður af hálendinu förum við í gegnum kanarískan furuskóg (sérstök kanarísk fura) í norður til þorpsins Valleseco þar sem snæddur er hádegisverður. Þaðan er farið um „Camino de Flores“ (blómaslóðina) til Teror, skoðum gamla bæinn, kirkjuna og húsin með kanarísku svölunum. Frá Teror er svo haldið til Ensku strandarinnar.
Ekki gleyma myndavélinni.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Markaðsferð

Ferð m/enskri fararstjórn.

Frábær markaðsferð um frjósöm héruð Gran Canaria, Teror, Santa Brigita og San Mateo. Við höldum í norður til bæjarins Santa Brigita. Heimsækjum markaðinn sem er þekktur fyrir landbúnaðarvörur eins og ávexti, grænmeti og handverk sem unnið er á eyjunni. Þaðan förum við til San Mateo og komum við á markaðnum sem er sérstaklega frægur fyrir ljúffenga osta eyjarinnar. Þá er haldið til Teror þar sem kirkja Furujómfrúarinnar, „Nuestra Senora del Pino“, aðaldýrlings Gran Canaria, er. Við ráðleggjum fólki að skoða kirkjuna og dýrgripasafn hennar. Í Teror skoðum við þriðja og síðasta markaðinn í ferðinni. Markaðurinn er frægur fyrir vörur sem framleiddar eru í bænum, s.s. ýmiss konar pylsur, kryddpylsur, sætar pylsur (morcilla dulce), brauð, osta, ólífur, ilmvötn o.fl. Þarna er líka að finna marga hluti trúarlegs eðlis. Teror er einnig þekkt fyrir kanarísku svalirnar sem prýða eina af aðalgötum bæjarins. Eftir viðkomuna í Teror er haldið aftur heim á Ensku ströndina. Ekki gleyma myndavélinni.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Jeppasafarí - Úlfaldareið

Ferð m/enskri fararstjórn.

Skemmtileg ævintýraferð um hálendisvegi og fallegt landslag. Haldið er af stað á vit ævintýranna þar sem ekið verður inn í landið, hin stórbrotna náttúra skoðuð, farið að stífluvötnunum og komið við í litlum sætum þorpum. Ekið verður um ýmsa vegi og vegaslóða sem erfitt er að heimsækja nema á jeppum. Við yfirgefum svo jeppana um stund og förum í um 30 mínútna úlfaldareið. Í þessari ferð er hægt að sannreyna þá staðreynd að Gran Canaria sé litla heimsálfan. Nauðsynlegt er að hafa með sér sólaráburð, sundföt og hlýjan fatnað.
Hádegisverður er innifalinn.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Tenerife - Loro Parque

Ferð m/enskri fararstjórn.

Það er mjög fróðlegt að sjá hversu ólíkar þessar nágrannaeyjar eru. Lagt er af stað snemma morguns áleiðis til Puerto de las Nieves á norðurströndinni. Þaðan er farið með stórri ferju, Fred Olsen, sem siglir yfir til Tenerife. Ferðin tekur rúmlega klukkustund. Skoðunarferðin um eyjuna hefst í höfuðborginni Santa Cruz. Ekið er í gegnum háskólabæinn La Laguna í áttina að ferðamannabænum Puerto de la Cruz í La Orotava dalnum sem er talinn fallegasti dalur eyjarinnar og er á norðurhluta eyjarinnar en þar er Loro Parque dýragarðurinn. Á leiðinni er farið um mörg falleg smáþorp og stórkostlegt er að sjá hversu græn eyjan er fyrir norðan þar sem ávaxtaræktunin er í hámarki. Í góðu skyggni sést til eldfjallsins Teide, sem er hæsta fjall Spánar, 3.718 metrar á hæð og er toppurinn oft þakinn snjó.
Mikill fjöldi fugla og dýra er í garðinum, m.a. eitt stærsta safn páfagauka í heiminum. Einnig má finna tígrisdýr, simpansa, górillur, krókódíla og margt fleira. Margar dýrasýningar eru í boði, s.s. páfagauka-, sæljóna-, höfrunga- og háhyrningasýningar.
Í garðinum eru tvær forvitnilegar byggingar. Önnur er heimur mörgæsanna og þar snjóar um 12 tonnum af snjó daglega. Hin er sædýrasafnið þar sem hákarlar og aðrir fiskar synda fyrir ofan okkur í glergöngum. Nýlega var opnaður frumskógagarður þar sem hægt er að ganga um og sjá margar tegundir af fuglum. Þar er hægt að gefa páfagaukum og vera í nálægð við þá. Hægt er að fá sér hádegisverð, skoða sig um og njóta dagsins í þessum fallega og fjölbreytta garði. Síðan liggur leiðin aftur til hafnarinnar í Santa Cruz og siglt er heim á leið kl. 19.00.
Frábær ferð fyrir alla fjölskylduna, munið eftir yfirhöfnum.

Kynnisferðir eru bókanlegar hjá fararstjóra á meðan dvöl stendur.
Nái þátttökufjöldi í þessar ferðir 20+ fer íslenskur fararstjóri með í ferðina.

Click to view the location of the hotel

Gisting