Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Hotel Club Jandía Princess

4
Uppselt
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Hotel Club Jandía Princess

  • Allt innifalið
  • Loftkæling
  • Strönd
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Wi-Fi

Þessi gististaður er á Esquinzo svæðinu á suðurhluta Fuerteventura og til Morro Jable bæjarins eru um 9 km. Bærinn er mjög lítill og var byggður með ferðamenn í huga en hér er ströndin falleg og þykir mjög fjölskylduvæn.

Hótelið samanstendur af einum 10 byggingum en hótelið stendur uppi á lágreistum kletti við ströndina og það er góð göngugata þangað niðureftir. Hér er stór, björt og fallega innréttuð móttaka með setusvæði og bar í enda svæðisins.

Hér er fallegur sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu, sólbekkjum og sólhlífum ásamt snarlbar. Þá er hér hægt að verja deginum á sérsvæði gegn gjaldi en þar er að finna notalega tvíbreiða sólbekki með himnasæng, svokallaða "bali-beds" með útsýni yfir ströndina.

Á hótelinu eru 2 hlaðborðsveitingastaðir en á þeim er ýmist borinn fram morgunverður, hádegisverður og/eða kvöldverður. Þá er hér einnig a la carte veitingastaður og barir - hér er hægt er að finna eitthvað fyrir alla.

Hér á Club Jandia Princess svæðinu sem er fyrir fullorðna eingöngu er miðað að því að fólk nái slökun. Þeir sem bóka þar hafa aðgang að 3 sundlaugum umfram þær á aðalsundlaugarsvæðinu. Við eina sundlaugina er góð sólbaðsaðstaða ásamt sundlaugarbar en þar geta gestir setið við barinn ofan í sundlauginni. Við aðra sundlaugina er svokallað "quiet area" þar sem unnt er að njóta sólarinnar og slappa af. Þá er hér einnig að finna sundlaug fyrir þá sem vilja sólbaða sig naktir. Loks er á svæðinu einnig líkamsræktaraðstaða, gufubað, tyrkneskt gufubað og unnt að bóka nudd gegn gjaldi. Þeir gestir sem hafa aldur til en dvelja á fjölskyldusvæðinu geta gegn gjaldi fengið aðgang að þessu vellíðunarsvæði.

Hér er hægt að spila borðtennis, billiard, pílukast og það er einnig verslun og minjagripaverslun hér á hótelinu. Skemmtidagskrá í boði á kvöldin og daginn, 6 daga vikunnar.

Þá má finna hér á Hotel Jandia Princess hlutanum skemmtilegan „mini“ sveitabæ með geitum, kanínum, kindum og kjúklingum, þar sem börnin geta gefið dýrunum og einnig fengið að gróðursetja á meðan þau eru í barnaklúbbnum.

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.

Herbergin á báðum svæðum eru innréttuð á svipaðan máta. Herbergin eru tiltölulega nýlega endurinnréttuð í léttum og björtum litum og öll búin svölum/verönd, loftkælingu, sjónvarpi, litlum kæliskáp og öryggishólfi gegn gjaldi og á baðherbergi er hárþurrka.

Þjónusta þar sem allt er innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir), og gjarnan létt snarl á milli mála. Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást við komu.

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Um gistinguna
Aðeins fyrir fullorðna
Bar
Byggingarár 1996
Fjarlægð frá miðbæ 9 km
Fjarlægð frá strönd 0 m
Fjöldi herbergja/íbúða 512
Fjöldi hæða 3
Handklæðaskipti, oft í viku 7
Ísskápur Nei
Loftkæling
Lyfta
Minibar Já, gegn gjaldi
Sjónvarp í herb/íbúð
Skipt á rúmum, oft í viku 2
Strandhandklæði
Sundlaug
Veitingastaður
WiFi Já, gegn gjaldi
Þrif, oft í viku 7
Öryggishólf Já, gegn gjaldi

Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur

Vefsíða
www.princess-hotels.com/hotels-fuerteventura-hotel-jandia-princess

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti