Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Fuerteventura

Fuerteventura býður ferðamenn velkomna með stórbrotinni fegurð og hreinum línum hinnu hvítu stranda, einstökum litbrigðum fagurra jarðlita og túrkisbláu hafinu.

Fuerteventura er næst stærst Kanaríeyjanna og liggur hún næst Afríku í eyjaklasanum. Í raun skilur aðeins mjótt sund eyjuna frá ströndum Marokkó og Sahara-eyðimörkinni. Eyðimörkin ásamt vestlægum vindum hefur í gegnum árþúsundir lagt Fuerteventura til sandstrendurnar sem eyjan er svo rík af. Sagt er að hver Kanaríeyjanna hafi sín sérkenni og á Fuerteventura eru það strendurnar. Þær teygja sig langar og breiðar í kílómetravís með fínum hvítum sandi og kristaltærum sjó og bjóða mann velkominn, stórkostlega fagrar. Fuerteventura er sannarlega paradís sóldýrkandans. 

Mikið og fjölbreytt úrval góðra veitingastaða er á eyjunni en heimamenn bjóða matargerðalist með bæði staðbundnum og alþjóðlegum áherslum. Næturlífið á Fuerteventura er einnig fjölbreytt þó það sé almennt með rólegra yfirbragði en víða þekkist. Mikill fjöldi bara og veitingastaða er á ferðamannastöðunum ásamt diskótekum sem jafnframt finnast á mörgum af stærri hótelunum.

Á Fuerteventura ríkir ströndin og hafið og á eyjunni er fjöldi öruggra sólarstunda einstaklega hár eða um 3000 stundir á ári. En eyjan hentar ekki síður öðrum en miklum sóldýrkendum því notalegt loftslagið gerir að hitinn er þægilegur og því réttu aðstæðurnar til staðar fyrir hvaða afþreyingu sem er – og af nógu er að taka á Fuerteventura.

Á eyjunni er Oasis Park dýragarðurinn en þar er frábært að verja degi í fríinu, Oasis Park er opinn allt árið. Þá er hér líka Baku vatnsleikja- og skemmtigarðurinn en það er frábær skemmtun fyrir alla að heimsækja garðinn. Þar eru endalausar rennibrautir, sundlaugar, frábært minigolf, sérstök aðstaða fyrir minnstu börnin auk fjölbreyttrar annarrar afþreyingar, fjölda veitingastaða og margs fleira. Vert er að geta þess að Baku garðurinn er ekki opinn í desember og janúar.

Á Fuerteventura bjóða Heimsferðir upp á dvalarsvæðin Caleta de Fuste á suðausturströndinni og Costa Calma á suðurströndinni og Jandía á suðuroddanum. Allt eru þetta frábær dvalarsvæði með örlítið mismunandi áherslum.

Caleta de Fuste svæðið státar af fallegri sandströnd og hér er hægt að vera í friði og ró í fríiu ásamt því að sækja í lífið á veitingastöðum, kaffihúsum, börum og næturlífinu. Costa de Fuste dvalarsvæðið er ekki svo stórt og má segja að hér sé allt í göngufæri en með fram ströndinni allri liggur falleg göngugatan og með fram strandlengjunni, alla leið að Hondura ströndinni.  

Costa Calma svæðið er tiltölulega rólegt svæði eins og nafnið gefur til kynna en hér ríkir afslappað andrúmsloft. Strandsvæðið teygir sig langt eftir ströndinni og því er hér ekki um eiginlegan miðbæ að ræða og því takmarkaður fjöldi veitingastaða og bara en hér er unnt að vera í fæði á hótelum.  

Jandia liggur á suðurodda eyjarinnar og þar er að finna stórkostlega fallegar strendur sem teygja sig um 30 km  eftir suðurhluta eyjunnar. Strendurnar eru víða mjög aðgrunnar og því einstaklega barnvænar en hér liggur stórkostlega falleg ströndin, beint fyrir neðan hótel Heimsferða og með fram strandlengjunni er falleg göngugata með verslunum, veitingastöðum og skemmtistöðum.

Lengd flugs: 5 klst. 50 mín. 
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: +1 klst. á sumrin, sami tími á veturna.

Fuerteventura býður allt það sem unnt er að óska sér í sumarfríinu; einstakar strendur og frábært loftslag, góða og vel búna gististaði og afþreyingarmöguleika. 

Fararstjórar

Heimsferðir leggja áherslu á að bjóða upp á vandaða íslenska fararstjórn af hálfu reynslumikilla og þjónustulundaðra fararstjóra ferðaskrifstofunnar.

Á Fuerteventura taka þeir Jóhann Freyr Björgvinsson og Fjalar Ólafsson brosandi á móti farþegum Heimsferða með það að markmiði að sjá til þess að dvöl þeirra verði sem ánægjulegust á eyjunni fögru.

Jóhann Freyr sem kýs að láta kalla sig Jói og Fjalar hafa undanfarin ár verið fararstjórar á Kanaríeyjunum og búið þar undanfarið.

Jói og Fjalar eru spenntir að hitta þig á Fuerteventura, kynna eyjuna fyrir þér og þínum og vera þér innan handar svo þú getir notið frísins sem best ásamt því að þeir munu fara í kynnisferðir með farþegana.

Fylgstu með fararstjórum okkar á Fuerteventura á Facebook!

Kort

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7