Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Dóminíska lýðveldið

Heimsferðir bjóða sólarferðir til Dóminíska lýðveldisins í Karíbahafinu. Dóminíska lýðveldið er önnur stærsta eyja Karíbahafsins og býður stórkostlegar aðstæður fyrir ferðamanninn; fagrar strendur, einstaka tónlistarmenningu og góða gistivalkosti, þar sem þú getur valið um hvaða afþreyingu, íþróttir eða skemmtun sem hægt er að hugsa sér. 

Karíbahafið er staðurinn fyrir þá sem hafa unun af túrkíslituðu hafinu og endalausum ströndum. Hér finnur þú margar af fallegustu ströndum sem um getur, í stórbrotnu landslagi. Dóminíska lýðveldið býður upp á eitthvað fyrir alla, hvort sem þig þyrstir í að flatmaga á sólbekk, klífa fjallstinda eða þjóta um kristaltært hafið á hraðbát jafnt sem sjóskíðum.

Hér er veðurblíða allt árið um kring en hér er meðalhitinn um 25 gráður og eyjan tilvalin til að njóta sín í fríinu. Vinsældir eyjunnar eru ekki síst til komnar vegna suðræna veðurfarsins sem leikur við ferðalanginn.

Margir fallegir bæir eru á eyjunni en Heimsferðir hafa valið strandbæinn Puerto Plata á norðurhluta eyjunnar. Puerto Plata þýðir silfurhöfn og sagan segir að Kristófer Kólumbus hafi gefið bænum nafnið er hann sá pálmablöð í hlíðinni glitra sem silfur í sólskininu þegar hann sigldi inn í höfnina.

Playa Dorada er helsta dvalarsvæðið á Puerto Plata en þar hefur á undanförnum árum verið byggt upp eitt vinsælasta ferðamannasvæðið á eyjunni. Á svæðinu er hægt að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttir, versla, borða og spila golf á 18 holu golfvelli. Þá er Cabarete líflegur strandbær austan við Puerto Plata þar sem má finna fjölmarga afþreyingu.

Hvarvetna á eyjunni er stemmningin mikil en víða má heyra bumbuslátt og grípandi tónlist þar sem heimamenn una sér við dans. Hérna er því dásamlegt að gleyma sér og dansa Merengue þjóðdansinn við taktfastann sláttinn. Fyrir þá sem vilja vera á ferðinni í fríinu má skoða aldagamlar fornminjar eða fara í ævintýralegar ferðir í einn af þjóðgörðum eyjunnar.

Dóminíska lýðveldið er vel þekkt fyrir gestrisna heimamenn en hér er matargerðin undir spænskum og afrískum áhrifum.  Hér er verðlagið ennþá hagstætt og hægt að vera vel við sig í mat og drykk en eitt að því sem allir verða að prófa er „Sancocho“ en það er kjötréttur sem samanstendur af hvorki meira né minna en 7 kjöttegundum.

Athugið! Nauðsynlegt er fyrir íslenska ríkisborgara, að hafa svokallað „Tourist card“ eða ferðaheimild til þess að fá inngöngu inn til Dómíníska Lýðveldisins. Sjá nánari upplýsingar hér

Flogið er með Primera Air frá Keflavík til Puerto Plata á Dóminíska lýðveldinu með eldsneytistoppi í Kanada.

Flugtími: Um 10 klst. 35 mín. m/eldsneytisstoppi
Gjaldmiðill: Dóminískkur pesó
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: -4 klst.

Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegar strendur, frábæra afþreyingu og einstakt mannlíf. Njóttu lífsins í Karíbahafinu við ótrúlegar aðstæður á þessari fögru paradísareyju.

Kort

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7