- Loftkæling
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Mjög vel staðsett hótel með afar fallegu útsýni yfir hafið sem býður upp á mjög líflega og fjölbreytta þjónustu.
Þetta glæsilega hótel er staðsett á Carihuela ströndinni á Costa del Sol strandlengjunni, skammt frá snekkjubátahöfninni og við hlið Sol Timor sem svo margir þekkja.
Móttakan sem er stór, björt og nýtískuleg er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu eru hlaðborðsveitingastaðurinn Food Factory, smáréttastaðurinn Canalla sem býður mexíkóska rétti og barir, þannig að óhætt er að segja að hér sé í boði eitthvað fyrir alla.
Hér er glæsilegur sundlaugargarður sem er mjög fallega hannaður en þar er boðið upp á mjög góða sólbaðsaðstöðu með 3 sundlaugum og barnalaug, sólbekkjum og sólhlífum. Sundlaugarnar eru allar með útsýni út á hafið og í garðinum er sundlaugarbar ásamt snarlbar.
Daglega er boðið upp á ýmis konar skemmtanir, s.s. sundlaugarpartý, þar sem tónlist er í hávegum höfð, spiluð af plötusnúðum hótelsins. Hér er að finna líkamsræktaraðstöðu sem er vel tækjum búin og er opin allan sólarhringinn.
Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.
Hér eru 350 herbergi eru nútímaleg, björt og smekklega hönnuð með loftkælingu, sjónvarpi, minibar og öryggishólfi. Öll herbergin eru með svölum eða verönd og á baðherbergjunum er hárþurrka.
Hér er þvottaþjónusta. Strætisvagnar og leigubílar stoppa fyrir utan hótelið. Ýmis konar afþreying er í boði á ströndinni er þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en þar eru sólbekkir og sólhlífar.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Þetta er frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel sem býður upp á fjölbreytta þjónustu.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Alþjóðlegt |
Barnalaug | Já |
Barnarúm | Já |
Byggingarár | 1975 |
Endurnýjað | 2014 |
Fjarlægð frá flugvelli | 9,3 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 3 km, Torremolinos |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 500 m |
Fjarlægð frá strönd | 50 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 350 |
Fjöldi hæða | 9 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 6 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Herbergisþjónusta | Já |
Hjól | Til leigu |
Internetaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Ísskápur | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Næsta metróstöð | 1,5 km train |
Næsti hraðbanki | 100 m |
Næsti súpermarkaður | 60 m |
Næsti veitingastaður | 60 m |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 3 |
Strætóstoppistöð | 100 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Tennisvöllur | Já, gegn gjaldi |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 6 |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
www.melia.com/sol-house-aloha-costa-del-sol