- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel, alveg við ströndina!
Þetta er afar vel staðsett hótel á Carhuela-ströndinni í Torremolinos, alveg við ströndina. Hótelið er hlýlegt, smekklegt í eldri klassískum stíl og býður góða þjónustu.
Á hótelinu er bæði veitingastaður (hlaðborð) og snarlbar ásamt hótelbar. Hér er fallegur sundlaugargarður með sundlaug og barnalaug og er gengið beint út á strönd úr honum.
Þá er hér heilsulind með innisundlaug, nuddpotti, gufubaði, tyrknesku baði og hægt er að komast í líkamsræktartæki þar.
Á hótelinu eru 275 herbergi sem eru öll búin loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi (gegn gjaldi) og þráðlausri internettengingu (Wi-Fi). Athugið að ekki eru öll herbergi eins innréttuð.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel!
Um gistinguna
A la carte veitingastaður | Já |
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Bílastæði | Já, gegn gjaldi |
Fjarlægð frá flugvelli | 9 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 2 km Torremolinos |
Fjarlægð frá strönd | 10 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 275 |
Fjöldi hæða | 7-8 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 2 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já, gegn gjaldi |
Herbergisþjónusta | Já |
Hjól | Til leigu |
Innisundlaug | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já, gegn gjaldi |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Nuddpottur | Já, gegn gjaldi |
Næsti hraðbanki | 50 m |
Næsti súpermarkaður | 200 m |
Næsti veitingastaður | 500 m |
Ráðstefnusalir | Já |
Sauna | Já, gegn gjaldi |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Snarlbar | Já |
Snyrtistofa | Já, gegn gjaldi |
Strandhandklæði | Já, gegn tryggingu |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Þvottaaðstaða | Já |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
www.amaragua.com