- Miðsvæðis
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Melia Costa del Sol er mjög vel staðsett hótel í miðbæ Torremolinos með fallegu útsýni yfir hafið. Bajondillo ströndin er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Móttakan sem er stór og björt en hún er opin allan sólarhringinn og í móttökunni er bar.
Sundlaugargarðurinn er fallegur og í kringum sundlaugina eru sólbekkir og sólhlífar. Einnig eru hér tvíbreiðir sólbekkir með himnasæng. Sundlaugarbarinn býður upp á hressandi drykki og léttar veitingar. Boðið er upp á útlán á handklæðum frá maí – október, gegn gjaldi.
Veitingastaðirnir eru 2 á hótelinu en boðið er annars vegar upp á hlaðborðsveitingar en þar er hægt að velja um Miðjarðarhafs rétti í bland við innlenda- og alþjóðlega rétti. Á Proa veitingastaðnum er boðið upp á a la carte matseðil og þar er hægt er að njóta matar og drykkja á veröndinni ásamt því að njóta fallegs útsýnis út á haf. Hótelbarinn Barlovento býður upp á lifandi tónlist en þar er hægt að velja úr fjölmörgum tegundum af kokteilum, ásamt öðrum drykkjum.
Hér er líkamsræktaraðstaða og Thalasso heilsulind en þar er hægt að fara í nudd, tyrkneskt gufubað og sauna. Einnig er þar lítil og notalega innilaug.
Herbergin eru björt og rúmgóð með svölum eða verönd. Herbergi með sjávarsýn bjóða útsýni út á Miðjarðarhafið. Öll herbergi eru með loftkælingu, öryggishólf, LCD sjónvarp, öryggishólf og minibar. Standard herbergin eru staðsett á 1.-4. hæð hótelsins, þau eru rúmgóð með 1 tvíbreiðu rúmi eða 2 einbreiðum rúmum. Delux herbergin eru á efstu hæðum hótelsins og eru rúmgóð með 2 einbreiðum rúmum með "Dreammaker" svefnkerfi Melia hótelkeðjunnar. Á baðherberginu er bað eða sturta, hárblásari og baðvörur.
Ýmis þjónusta er á hótelinu en hér er m.a. hárgreiðslustofa, læknaþjónusta og þvottahús, einnig er hægt að leigja bíl og hjól.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Um gistinguna
A la carte veitingastaður | Já |
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Barnarúm | Já |
Bílastæði | Já |
Byggingarár | 1976 |
Endurnýjað | 2008 |
Fjarlægð frá flugvelli | 7 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 100 m |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 100 m |
Fjarlægð frá strönd | 50 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 540 |
Fjöldi hæða | 9 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já, gegn gjaldi |
Herbergisþjónusta | Já |
Innisundlaug | Já |
Internetaðstaða | Já |
Ísskápur | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Nuddpottur | Já, gegn gjaldi |
Næsti hraðbanki | 0 m |
Næsti súpermarkaður | 50 m |
Næsti veitingastaður | 15 m |
Ráðstefnusalir | Já |
Sauna | Já, gegn gjaldi |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Snarlbar | Já |
Snyrtistofa | Já, gegn gjaldi |
Strandhandklæði | Já, gegn tryggingu |
Strætóstoppistöð | 100 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur