- Allt innifalið fæst
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Blue Sea Gran Hotel Cervanters er er afar vel staðsett í hjarta Torremolinos, með Bajondillo ströndina í aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Móttakan er stór, björt og opin allan sólarhringinn en þar er að finna bar með lifandi tónlist.
Hér er góður sundlaugargarður með stórri sundlaug sem frábært er að dýfa sér í eftir sólbað. Sólbaðsaðstaða er góð með sólbekkjum og sólhlífum.
Á hótelinu eru 3 barir en þar er hægt að versla ýmiss konar drykki, áfenga og óáfenga, auk léttra veitinga og ávaxta. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð, ásamt alþjóðlegum, heitum og köldum hlaðborðsveitingum, með Miðjarðarhafsstíl og fjölbreyttu úrvali af réttum.
Barnaklúbburinn „Bee Club“, er starfræktur fyrir yngstu gestina en þar er að finna ýmsa afþreyingu fyrir börnin á meðan foreldrarnir slaka á við laugina. Barnaklúbburinn er opinn frá 15. júní til 20. sept., um páska og á helgidögum.
Á efstu hæð hótelsins er að finna yfirbyggða sundlaug en laugin býður upp á frábært útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þá er hér heilsulind en þar er hægt að fara í líkamsrækt, nudd og gufubað. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á hótelinu, s.s. borðtennis, billjard og keila.
Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins að kostnaðarlausu og í herbergjum gegn gjaldi.
Herbergin eru 398 talsins af mismunandi stærð og tegund, en herbergin geta rúmað allt að 4 aðila. Herbergin eru látlaus í klassískum eldri hótelstíl, björt, loftkæld og hljóðeinangruð, með verönd eða svölum. Á baðherberginu er hárblásari og baðvörur. Þá er hægt að leigja öryggishólf gegn gjaldi.
Hér á Torremolinos er að finna glæsilegar strendur, vatnsrennibrautagarð, spennandi og fjörugt mannlíf, úrval veitingastaða, þar sem má m.a. nefna vinsælu sjávarréttastaðina í La Carihuela og fjörugt skemmtanalíf, bæði við ströndina og í gamla bænum. Hægt er að leigja bíl á hótelinu og strætisvagna- og lestarstöð er í um 300 metra fjarlægð frá hótelinu.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Alþjóðlegt |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Nei |
Barnarúm | Já, gegn pöntun |
Billiardborð | Já |
Bílastæði | Já, gegn gjaldi |
Borðtennis | Já |
Byggingarár | 1973 |
Endurnýjað | 2007 |
Fjarlægð frá flugvelli | 6,4 km |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 100 m |
Fjarlægð frá strönd | 700 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 398 |
Fjöldi hæða | 12 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 7 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Nei |
Herbergisþjónusta | Já |
Innisundlaug | Já |
Internetaðstaða | Já |
Ísskápur | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Næsta metróstöð | 300 m, train |
Næsti súpermarkaður | 50 m |
Næsti veitingastaður | 50 m |
Sauna | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Strandhandklæði | Já |
Strætóstoppistöð | 100 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur