- Loftkæling
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Vinsælt íbúðahótel með frábæra staðsetningu, alveg við ströndina í Torremolinos.
Vel staðsett íbúðahótel alveg við Bajondillo-ströndina í Torremolinos. Hótelið er með fallegum garði og þar er að finna sundlaug, veitingastað og lítinn sundlaugarbar. Í garðinum eru sólbekkir sem hægt er að leigja á nokkrar evrur fyrir daginn.
Hér er ekki sérstök barnalaug heldur er grunnur endi í almennu sundlauginni hugsaður fyrir börnin. Þá er hér borðtennisborð og rétt við hótelið er lítið mini-tívolí fyrir börnin. Á háannatíma er létt kvölddagskrá fyrir börn, t.d. mini-diskó eða leikir ýmiss konar.
Á hótelinu eru bæði stúdíóíbúðir og íbúðir með 1 svefnherbergi, allar með baði, eldhúskrók, stofu, sjónvarpi, síma og svölum. Allar íbúðirnar eru með loftkælingu en vert er að taka fram að innréttingar eru í einfaldari kantinum og ekki alveg nýlegar. Það er samt óhætt að segja að íbúðirnar séu notalegar þótt þær séu í eldri kantinum.
Staðsetningin er einstök og þess vegna dvelja viðskiptavinir okkar hér aftur og aftur, ekki vegna íburðar, heldur vegna staðsetningar.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Nei |
Barnarúm | Já, gegn pöntun |
Bílastæði | Já, gegn gjaldi |
Byggingarár | 1979 |
Eldhús | Já |
Eldhúsaðstaða | Já |
Endurnýjað | 2016 |
Fjarlægð frá flugvelli | 7 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 500 m |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 200 m |
Fjarlægð frá strönd | 50 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 650 |
Fjöldi herbergja/íbúða | 650 |
Fjöldi hæða | 9 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 6 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Ísskápur | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Næsta metróstöð | 500 m |
Næsti hraðbanki | 200 m |
Næsti súpermarkaður | 50 m |
Næsti veitingastaður | 50 m |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Strandhandklæði | Nei |
Strætóstoppistöð | 100 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 6 |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
3 lyklar
Vefsíða
www.bajondillo.com