Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Önnur svæði

Heimsferðir bjóða einnig upp á dvöl á Marbella svæðinu sem er suður af Malaga og Granada svæðinu sem er norður af Malaga.

Marbella er einn þekktasti lúxusdvalarstaður Evrópu, enda er hér að finna frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Marbella er þekkt fyrir gamla bæinn, sem er heillandi sambland gamalla húsa, þröngra andalúsískra stræta, veitingastaða, verslana og mannlífs sem er einstakt í Evrópu, og hina frægu snekkjubátahöfn Puerto Banús, þar sem glæsilegustu snekkjur heimsins liggja við akkeri yfir sumartímann.

Hér finnur þú glæsilega veitingastaði, hátískubúðir, fallegar strendur, stærstu snekkjur heimsins og spennandi samansafn af heimsborgurum sem skapar andrúmsloft sem er bæði sérstætt og heillandi. Þá er Estepone-bærinn skammt frá og býður úrval glæsilegra gististaða.

Hér er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Granada er með fallegri borgum á Spáni en innan borgarmarkanna er að finna hina heimsþekktu Alhambrahöll ásamt fjölmörgu öðru. Alhambra dregur nafn sitt af rauðleitum veggjum hallarinnar á arabísku: „Al Qua‘lat al Hambra“, sem þýðir rauða virkið. Elsti hluti hallarinnar Alcazaba er frá því á 9. öld. Það er stórkostleg upplifun að ganga þarna um hallarsvæðið og garðana í Generalife sem erfitt er að lýsa nema að upplifa það sjálfur.

Í Granada er vert að skoða þar dómkirkjuna sem er með fallega gyllta altaristöflu, en áður en kirkjan var byggð var hún þar fyrir. Mikið er af skemmtilegum torgum miðsvæðis í Granada og allt fullt af tapasstöðum og kaffihúsum. Einnig er þar verslunargata með mikið af góðum verslunum.

Það sem Granada hefur fram yfir aðrar borgir á Spáni er sú hefð að á flestum ekta tapasstöðum fylgir ein „montadita“, sem er lítil samloka/brauðsneið með mismunandi áleggi eða tapasréttur með hverjum drykk.

Athugið! Heimsferðir bjóða ekki akstur til og frá flugvelli á þessi svæði og ekki þjónustu fararstjóra á staðnum en hægt verður að ná í fararstjóra á Costa del Sol í gegnum þjónustusíma ef á þarf að halda – en annars má segja að þeir sem dvelja hér séu meira og minna á eigin vegum.

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti