Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
Helstu kostir
 • Fjölskylduvænt
 • Strandklúbbur
 • Resort hótel
 • Loftkæling
Helstu kostir
 • Fjölskylduvænt
 • Strandklúbbur
 • Resort hótel
 • Loftkæling
Tilbaka

GISTING & VERÐ

 • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Hotel BlueBay Banus

 • Barnalaug
 • Fjölskylduvænt
 • Loftkæling
 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Wi-Fi

Skemmtilegur valkostur á Marbella svæðinu með fjölbreyttri þjónustu.

Hotel BlueBay Banus er meðal gistivalkostanna okkar fyrir fjölskyldur 4+ en hér má bóka allt að 6 manns í gistingu.  

BlueBay Banus er skemmtilegt hótel, hannað eins og lítið þorp í andalúsískum stíl með lágreistum húsum og inni á milli þeirra eru lítil torg, eftirlíkingar eða smærri útgáfur af torgunum í gamla bænum í Marbella.

Garður eða garðar hótelsins eru stórir og þar er m.a. að finna 3 sundlaugar, 3 bari og veitingastaði, borðtennisborð, billiard og fleira skemmtilegt. Þá er hér blakvöllur, spilað vatnapóló og skemmtidagskrá er í boði flesta daga ársins. Þá er hér leiksvæði fyrir börnin og starfræktur er barnaklúbbur á vegum hótelsins. Hótelið er í um 5 mínútna gang frá stönd og býður þjónustu í „beach club“ eða strandklúbbi sínum við ströndina og upplagt að skreppa þangað dag og dag.

Eins og áður sagði eru herbergin í litlum húsum sem eru á 2-3 hæðum. Herbergin eru notaleg og vel búin, alls 315 talsins og öll með loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi og á baðherbergi er hárþurrka. Standard herbergin eru um 25 fm að stærð með svölum eða verönd og aðgangi að þráðlausu interneti (Wi-Fi) gegn aukagjaldi. Einnig er hægt er að fá lítinn ísskáp gegn aukagjaldi.

Hótelið er auðvitað allt hannað á þann hátt að maður þurfi ekki að sækja þjónustu út fyrir það, enda hannað svolítið eins og „resort“. Hótelið er þó staðsett í ekki meira en 20 mínútna göngufjarlægð frá Puerto Banus, einni af glæsilegustu snekkjubátahöfnum Spánar en einnig stoppar strætisvagn fyrir framan hótelið og vegalengdin niður í miðbæ Marbella er 7 km. Gamli bærinn í Marbella kemur mörgum á óvart með torgum sínum og kaffihúsum og óhætt að mæla með heimsókn þangað meðan á ferðinni stendur. Þá er verslunarmiðstöðin La Canada (t.d. H&M) í tæplega 20 mínútna akstursfjarlægð frá þessu hóteli.

Marbella er einnig þekkt fyrir golfvelli sína og hótelið aðstoðar og veitir jafnvel afslátt af einhverjum af golfvöllum svæðisins – fáið upplýsingar hjá starfsfólki hótels varðandi golfvelli.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Þetta hótel er skemmtilega og þjóðlega hannað, býður fjölbreytta þjónustu og er tilvalið fyrir þá sem langar að dvelja á Marbella-svæðinu, einum líflegasta bænum við Costa del Sol strandlengjuna.

Um gistinguna
A la carte veitingastaður
Bar
Barnaklúbbur
Barnalaug
Barnaleiksvæði
Barnarúm Já, gegn pöntun
Bílastæði Já, gegn gjaldi
Borðtennis
Fjarlægð frá flugvelli 65 km
Fjarlægð frá miðbæ 7 km Marbella
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna 1,5 km, Puerto Banus
Fjarlægð frá strönd 250 m
Fjöldi herbergja/íbúða 315
Fjöldi hæða 2
Garður
Handklæðaskipti, oft í viku 2
Hárblásari/Hárþurrka
Hjól Til leigu
Internetaðstaða Já, gegn gjaldi
Loftkæling
Lyfta Nei
Minibar Já, gegn gjaldi
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Næsta metróstöð 30 km
Næsti hraðbanki At hotel
Næsti súpermarkaður At hotel
Næsti veitingastaður 100 m
Sími
Sjónvarp í herb/íbúð
Skemmtidagskrá
Skipt á rúmum, oft í viku 2
Snarlbar
Strandhandklæði
Strandklúbbur
Strætóstoppistöð 20 m
Sundlaug
Sundlaugarbar
Veitingastaður
WiFi Já, gegn gjaldi
Þrif, oft í viku 2
Þvottaaðstaða Já, gegn gjaldi
Öryggishólf Já, gegn gjaldi

Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur

Vefsíða
www.bluebayresorts.com/hotel-bluebay-banus

Fæðisval

Hótel Heimsferða bjóða allt frá engu fæði upp í allt fæði innifalið.

Ekkert fæði - Þjónusta sem er merkt ekkert fæði er án alls fæðis og drykkja.

Morgunverður - Þjónusta sem er merkt morgunverður felur í sér morgunverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Hálft fæði - Þjónusta sem er merkt hálft fæði felur í sér morgun- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Fullt fæði - Þjónusta sem er merkt fullt fæði felur í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Allt innifalið - Þjónusta þar sem er allt innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir). Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást hjá ferðaráðgjöfum eða á hótelum við komu.

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti