Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Marbella

Heimsferðir bjóða upp á ævintýralegt sumarfrí á Marbella svæðinu sem er suður af Malaga.

Marbella er einn þekktasti lúxusdvalarstaður Evrópu, enda er hér að finna frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Marbella er þekkt fyrir gamla bæinn, sem er heillandi sambland gamalla húsa, þröngra andalúsískra stræta, veitingastaða, verslana og mannlífs sem er einstakt í Evrópu, og hina frægu snekkjubátahöfn Puerto Banús, þar sem glæsilegustu snekkjur heimsins liggja við akkeri yfir sumartímann.

Hér finnur þú glæsilega veitingastaði, hátískubúðir, fallegar strendur, stærstu snekkjur heimsins og spennandi samansafn af heimsborgurum sem skapar andrúmsloft sem er bæði sérstætt og heillandi. Þá er Estepone-bærinn skammt frá og býður úrval glæsilegra gististaða.

Hér er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 12
  • 19
  • 42

Kort

Click to view the location of the hotel