Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Fuengirola

Fuengirola á Costa del Sol  vinsælasta sólarstað Evrópu skartar úrvali tapasbara, kaffihúsa, veitingastaða og verslana ásamt flottum ströndum.  

Fuengirola á Costa del Sol er meðal leiðandi ferðamannastaða á strandlengjunni en bærinn skartar breiðri strandlengju og göngugötu sem liggur með fram ströndinni og teygir sig inn í smærri þorp með fram henni.

Fuengirola var áður fyrr lítið sjávarþorp en hefur þróast í líflegan og skemmtilegan strandbæ með mikinn karakter. Hér er úrval tapasbara, kaffihúsa, veitingastaða og verslana ásamt flottum ströndum sem gerir Fuengirola að frábærum sumaráfangastað. Verslunarkjarninn Miramar státar af fjölmörgum þekktum verslunum, m.a. H&M, Primark, C&A, Benetton, Guess ásamt Desigual o.fl. Göngutúr niður mjóar göturnar út frá torginu í bænum er alveg einstök upplifun fyrir marga sem uppgötva falin leyndarmál og yndisleg skúmaskot þessa vinalega andalúsíska bæjar.

Costa del Sol er tvímælalaust einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í sólinni, enda býður hann úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gíbraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz.

Hér er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Andalúsía – fegursti hluti Spánar
Heimsferðir bjóða farþegum sínum vinsælustu staðina við strönd Andalúsíu, Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos og Marbella & Estepone. Þessir strandbæir eiga það sameiginlegt að bjóða frábæra aðstöðu fyrir ferðamanninn, góða gistingu, hreinustu strendur Evrópu, glæsilegt úrval veitinga- og skemmtistaða og síðast en ekki síst einstakt andrúmsloft. Enginn hluti Spánar hefur jafn ríkt aðdráttarafl og Andalúsía, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. Hér er flamengó-tónlistin upprunnin, matargerðin, nautaatið og byggingarlistin. Hér finnur þú hvítu þorpin, fegurstu strendur Spánar, nokkra frægustu golfvelli Evrópu, klaustur, hallir og kastala.

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti