Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Benalmádena

Á Benalmádena á Costa del Sol vinsælasta sólarstað Evrópu er að finna fallegar strendur, litríkt mannlíf, úrval veitinga- og skemmtistaða.

Costa del Sol er tvímælalaust einn vinsælasti sólaráfangastaður Íslendinga, enda býður staðurinn upp á glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Strandbærinn Benalmádena á Costa del Sol liggur við hlið Torremolinos-bæjarins.

Hér á Benalmádena er að finna fallegar strendur, spennandi mannlíf, úrval veitinga- og skemmtistaða, tívolí og síðast en ekki síst glæsilegu snekkjubátahöfnina Puerto Marina. Þangað ættu allir að fara og upplifa einstaka stemningu, hvort sem það er að fara út að borða á frábærum veitingastöðum, kíkja á fjörugt næturlífið eða skoða heillandi mannlífið, glæsilegar snekkjur og margt annað sem snekkjubátahöfnin býður upp á.

Costa del Sol er tvímælalaust einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í sólinni, enda býður hann úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gíbraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz.

Hér er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Andalúsía ─ fegursti hluti Spánar

Heimsferðir bjóða farþegum sínum vinsælustu staðina við strönd Andalúsíu, Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos og Marbella & Estepone. Þessir strandbæir eiga það sameiginlegt að bjóða frábæra aðstöðu fyrir ferðamanninn, góða gistingu, hreinustu strendur Evrópu, glæsilegt úrval veitinga- og skemmtistaða og síðast en ekki síst einstakt andrúmsloft. Enginn hluti Spánar hefur jafn ríkt aðdráttarafl og Andalúsía, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. Héðan er flamengó-tónlistin, matargerðin, nautaatið og byggingarlistin. Hér finnur þú hvítu þorpin, fegurstu strendur Spánar, nokkra frægustu golfvelli Evrópu, klaustur, hallir og kastala.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 7
  • 14
  • 21
  • 28

Afþreying

Skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna
Mikið er um að vera fyrir alla fjölskylduna á svæðinu.

Tivoli World, tívolígarðurinn í Benalmadena
Selwo Marina sædýrasafnið í Benalmadena

Áhugaverðir staðir
Mikið er af áhugaverðum og fallegum stöðum út Costa del Sol strandlengjuna, en þar eru nokkrar snekkjubátahafnir, hallir, kirkjur og gamlir bæir sem er auðvelt að gleyma sér í að skoða.

Puerto Marina í Benalmadena 
Puerto Banus í Marbella 
Gíbraltar 
Bærinn Ronda 
Malaga borgin 
Alahamrahöllin í Granada 
Setenil de las bodegas í Cadiz

Kort

Click to view the location of the hotel