Við notum kökur
Við vekjum athygli á því að þegar farið er inn á vefsíðu Heimsferða vistast kökur (e. cookies) í tölvu notandans. Lesa meira
Á Benalmádena á Costa del Sol vinsælasta sólarstað Evrópu er að finna fallegar strendur, litríkt mannlíf, úrval veitinga- og skemmtistaða.
Costa del Sol er tvímælalaust einn vinsælasti sólaráfangastaður Íslendinga, enda býður staðurinn upp á glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Strandbærinn Benalmádena á Costa del Sol liggur við hlið Torremolinos-bæjarins.
Hér á Benalmádena er að finna fallegar strendur, spennandi mannlíf, úrval veitinga- og skemmtistaða, tívolí og síðast en ekki síst glæsilegu snekkjubátahöfnina Puerto Marina. Þangað ættu allir að fara og upplifa einstaka stemningu, hvort sem það er að fara út að borða á frábærum veitingastöðum, kíkja á fjörugt næturlífið eða skoða heillandi mannlífið, glæsilegar snekkjur og margt annað sem snekkjubátahöfnin býður upp á.
Costa del Sol er tvímælalaust einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í sólinni, enda býður hann úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gíbraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz.
Hér er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.
Andalúsía ─ fegursti hluti Spánar
Heimsferðir bjóða farþegum sínum vinsælustu staðina við strönd Andalúsíu, Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos og Marbella & Estepone. Þessir strandbæir eiga það sameiginlegt að bjóða frábæra aðstöðu fyrir ferðamanninn, góða gistingu, hreinustu strendur Evrópu, glæsilegt úrval veitinga- og skemmtistaða og síðast en ekki síst einstakt andrúmsloft. Enginn hluti Spánar hefur jafn ríkt aðdráttarafl og Andalúsía, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. Héðan er flamengó-tónlistin, matargerðin, nautaatið og byggingarlistin. Hér finnur þú hvítu þorpin, fegurstu strendur Spánar, nokkra frægustu golfvelli Evrópu, klaustur, hallir og kastala.
Vinsælt íbúðahótel með frábæra staðsetningu, alveg við ströndina í Torremolinos. Vel staðsett íbúðahótel alveg við Bajondillo-ströndina í Torremolinos. Hótelið er með fallegum garði og þa...
Vinsælt íbúðahótel með frábæra staðsetningu, alveg við ströndina í Torremolinos. Vel staðsett íbúðahótel alveg við Bajondillo-ströndina í Torremolinos. Hótelið er með fallegum garði og þa...
Vinsælt hótel í líflegu umhverfi með frábæra staðsetningu, í göngufæri við snekkjubátahöfnina! Sol Timor hefur lengi verið einn vinsælasti gististaður Heimsferða, sökum staðsetningar sinn...
Vinsælt hótel í líflegu umhverfi með frábæra staðsetningu, í göngufæri við snekkjubátahöfnina! Sol Timor hefur lengi verið einn vinsælasti gististaður Heimsferða, sökum staðsetningar sinn...
Einfaldur en vinsæll gistivalkostur með allt innifalið og frábæra staðsetningu í Torremolinos. Roc Flamingo er gott hótel rétt við miðbæ Torremolinos. Heimsferðir hafa verið með þetta hót...
Einfaldur en vinsæll gistivalkostur með allt innifalið og frábæra staðsetningu í Torremolinos. Roc Flamingo er gott hótel rétt við miðbæ Torremolinos. Heimsferðir hafa verið með þetta hót...
Um er að ræða góðan gistivalkost í Benalmadena í um einungis 15 mínútna göngufjarlægð frá snekkjubátahöfninni. Að ströndinni er um 5 mínútna gangur (um 200 metrar) og á strandgötunni Pase...
Um er að ræða góðan gistivalkost í Benalmadena í um einungis 15 mínútna göngufjarlægð frá snekkjubátahöfninni. Að ströndinni er um 5 mínútna gangur (um 200 metrar) og á strandgötunni Pase...
Blue Sea Gran Hotel Cervanters er er afar vel staðsett í hjarta Torremolinos, með Bajondillo ströndina í aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Móttakan er stór, björt og opin al...
Blue Sea Gran Hotel Cervanters er er afar vel staðsett í hjarta Torremolinos, með Bajondillo ströndina í aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Móttakan er stór, björt og opin al...
Best Benalmádena hótelið er staðsett í strandbænum Benalmádena, alveg við strönd og rétt hjá hótelinu Sunset Beach Club sem margir Íslendingar þekkja. Það væsir ekki um gesti þessa hótels...
Best Benalmádena hótelið er staðsett í strandbænum Benalmádena, alveg við strönd og rétt hjá hótelinu Sunset Beach Club sem margir Íslendingar þekkja. Það væsir ekki um gesti þessa hótels...
Afar skemmtilegur og vel staðsettur valkostur fyrir fjölskylduna með nýlegum og flottum garði. Globales Los Patos er líflegt og bjart hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og góða staðsetn...
Afar skemmtilegur og vel staðsettur valkostur fyrir fjölskylduna með nýlegum og flottum garði. Globales Los Patos er líflegt og bjart hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og góða staðsetn...
Afar vinsæll og einkar vel staðsettur gistivalkostur í Torremolinos, stutt í allt! Aguamarina er eitt vinsælasta hótel Heimsferða á Torremolinos og býður mjög góða sameiginlega aðstöðu se...
Afar vinsæll og einkar vel staðsettur gistivalkostur í Torremolinos, stutt í allt! Aguamarina er eitt vinsælasta hótel Heimsferða á Torremolinos og býður mjög góða sameiginlega aðstöðu se...
Hagkvæmur valkostur með flottum sundlaugargarði og fjölbreyttri þjónustu, einfaldlega frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk. Hotel Roc Costa Park er gott hótel með þjónustu þar sem allt e...
Hagkvæmur valkostur með flottum sundlaugargarði og fjölbreyttri þjónustu, einfaldlega frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk. Hotel Roc Costa Park er gott hótel með þjónustu þar sem allt e...
Frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel, alveg við ströndina! Þetta er afar vel staðsett hótel á Carhuela-ströndinni í Torremolinos, alveg við ströndina. Hótelið er hlýlegt, smekkl...
Frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel, alveg við ströndina! Þetta er afar vel staðsett hótel á Carhuela-ströndinni í Torremolinos, alveg við ströndina. Hótelið er hlýlegt, smekkl...
Ákaflega góður gistivalkostur í Benalmadena, rétt við snekkjubátahöfnina sem er þekkt fyrir sína frábæru veitingastaði, bari og ekki má gleyma stórkostlegum snekkjum. Þá er hótelið við st...
Ákaflega góður gistivalkostur í Benalmadena, rétt við snekkjubátahöfnina sem er þekkt fyrir sína frábæru veitingastaði, bari og ekki má gleyma stórkostlegum snekkjum. Þá er hótelið við st...
Mjög vel staðsett hótel með afar fallegu útsýni yfir hafið sem býður upp á mjög líflega og fjölbreytta þjónustu. Þetta glæsilega hótel er staðsett á Carihuela ströndinni á Costa del Sol s...
Mjög vel staðsett hótel með afar fallegu útsýni yfir hafið sem býður upp á mjög líflega og fjölbreytta þjónustu. Þetta glæsilega hótel er staðsett á Carihuela ströndinni á Costa del Sol s...
Flugfélag: Neos
Flugvöllur: Malaga Airport
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 30 mín.
Flugtími: 4 klst. & 45 mín.
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1 klst. á veturna
Fjöldi íbúa: um 1,7 milljónir
Vegabréf: Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf
Gjaldmiðill: Evra (EUR)
Þjórfé: Ekki innifalið, tíðkast að gefa um 10%
Veðurfar: Meðalhiti í maí-september er um 20-30 gráður
Sími, rafmagn og tölvur
Á Spáni er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi.
Sætabókanir: Frekari upplýsingar er að finna hér https://www.heimsferdir.is/skoda/gott-ad-vita/satabokanir/
Farangursheimild
Farangur er innifalinn í öllum okkar ferðum, farþegum er heimilt að taka með sér eina tösku til innritunar og eina tösku sem handfarangur á mann. Frekari upplýsingar um þyngd á farangri o.fl. er að finna hér: https://www.heimsferdir.is/skoda/gott-ad-vita/farangursheimild/
Ferðamannaskattur
Ekki þarf að greiða ferðamannaskatt á Costa del Sol svæðinu, þetta gæti þó breyst í náinni framtíð.
Drykkjarvatn
Á Spáni er almennt gott vatn, en í öryggisskyni er farþegum ráðlagt að kaupa drykkjarvatn á flöskum. Í miklum hita er ekki gott að drekka ískalt vatn, betra er fyrir magann að fá vatnið í volgara lagi.
Hagnýtar upplýsingar fyrir farþega
Farþegar geta nálgast hagnýtar upplýsingar um ferðina sína með því að smella á hlekkinn hér að neðan:
https://www.heimsferdir.is/hu/benidorm/
Skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna
Mikið er um að vera fyrir alla fjölskylduna á svæðinu.
Tivoli World, tívolígarðurinn í Benalmadena
Selwo Marina sædýrasafnið í Benalmadena
Áhugaverðir staðir
Mikið er af áhugaverðum og fallegum stöðum út Costa del Sol strandlengjuna, en þar eru nokkrar snekkjubátahafnir, hallir, kirkjur og gamlir bæir sem er auðvelt að gleyma sér í að skoða.
Puerto Marina í Benalmadena
Puerto Banus í Marbella
Gíbraltar
Bærinn Ronda
Malaga borgin
Alahamrahöllin í Granada
Setenil de las bodegas í Cadiz