Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Costa del Sol

 Sólarströndin Costa del Sol bíður uppá 6 glæsilega áfangastaði fyrir alla fjölskylduna á Marbella, Estepona, Benalmádena, Torremolinos, Malaga og Fuengirola.

Costa del Sol er tvímælalaust einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í sólinni, enda býður Costa del Sol úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gíbraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast.

Á Costa del Sol er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, tónlist og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Malaga

Borgin Malaga er svo í næsta nágrenni - yndisleg og heillandi stórborg.
Hún er ein elsta borg spánar og uppfull af menningu og andrúmslofti stórborgar, en saga hennar spannar ótrúlega langt aftur í tímann. Listmálarinn Picasso fæddist í borginni og er nærveru hans alstaðar að finna í hverjum krók og kima.

Borgin er róleg og örugg, en mikið er af merkum mynjum eins og rómverskt hringleikahús í gamla bænum, márískur kastali sem trónir yfir borginni og Pompidou safnið auk 12 annarra listasafna einkenna þessa fallegu borg. Malaga er falinn gimsteinn Andalúsíu. Borgin er einnig þekkt fyrir lágt verðlag, frábærum verslunum auk þess sem þar er að finna aragrúa af gæða veitingastöðum og ekta Tapas börum. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 11

Afþreying

Skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna
Mikið er um að vera fyrir alla fjölskylduna því á svæðinu er meðal annars að finna skemmtilega vatnsrennibrautagarða, Tívolí og dýragarðinn í Fuengirola: 

Tivoli World, tívolígarðurinn í Benalmadena
Bioparc dýragarðurinn í Fuengirola
Vatnsleikjagarðarnir Agualand í Torremolinos
Sould Park í Fuengirola, tívolígaður fyrir yngri börnin

AguaMijas í Mijas Krókódílagarðurinn í Torremolinos
Selwo Marina sædýrasafnið í Benalmadena
Selwo Aventura dýragarðurinn í Estepona
Adventure Amazonia rétt hjá Marbella
Fun Beach Park í Estepona
Puerto deportivo de Estepona
Orquidario de Estepona

Áhugaverðir staðir
Mikið er af áhugaverðum og fallegum stöðum út Costa del Sol strandlengjuna, en þar eru nokkrar snekkjubátahafnir, hallir, kirkjur og gamlir bæir sem er auðvelt að gleyma sér í að skoða.

Puerto Marina í Benalmadena 
Puerto Banus í Marbella 
Gíbraltar 
Bærinn Ronda 
Malaga borgin 
Alahamrahöllin í Granada 
Setenil de las bodegas í Cadiz

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á úrval kynnisferða á Costa del Sol í sumar og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði, bæði á komufundi sem og í upplýsingamöppum Heimsferða á gististöðum. Kynnisferðir eru bókaðar hjá fararstjóra þegar út er komið.

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Tanger í Marokkó

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Þriðjudaga & Fimmtudaga

Einstakt tækifæri til að hverfa margar aldir aftur í tímann! Lagt er af stað snemma morguns og keyrt til borgarinnar Algeciras, þar sem við tökum ferjuna yfir Gíbraltarsundið til borgarinnar Tanger, í Marokkó. Þaðan er farið yfir landamærin og til borgarinnar Tanger. Vinsamlegast athugið að stranglega er bannað að taka myndir á landamærunum.

Þegar komið er til Tanger er keyrt að „Medina“, sem er elsti hluti borgarinnar. Þar er iðandi mannlíf, en gengið í gegnum matar-, fiski-, kjöt- og berbamarkað. Göturnar eru þröngar og við sjáum betlara, Berba, hlaupandi börn og konur með slæður.

Snæddur er dæmigerður marokkóskur hádegisverður í gamalli sumarhöll. Boðið er upp á salat, kjöt á teini, kjúkling og kús kús. Eftir matinn er borið fram piparmyntute og smákökur. Meðan á borðhaldi stendur er boðið upp á skemmtiatriði.
Markaður er stór hluti af menningu í Marokkó, en við fáum m.a. tækifæri til að fara á teppabasar og í jurtaapótek.

Marokkóbúar eru meðal bestu þjóða í heimi í vefnaði og í jurtaapótekinu sýna þeir okkur krem og jurtir við næstum öllum kvillum. Þarna gefst okkur tækifæri til að prútta.

Munið eftir að taka með ykkur vegabréf. Þeir sem ekki eru með íslenskt vegabréf, þurfa að skoða sinn rétt.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega en annars er um enska fararstjórn að ræða. 

Gíbraltar

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Miðvikudaga & Föstudaga

Lagt af stað semma morguns og keyrð hraðbrautin í vesturátt til Gíbraltar. Þegar komið yfir landamærin er farið í litlum rútum í skoðunarferð um klettinn. Fyrst er farið á útsýnisstaðinn “Svalir Evrópu”, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir til Afríku. Þá er skoðaður dropasteinshellir sem notaður er í dag sem tónleikasalur. Því næst heimsækjum við apana sem allir hafa gaman af að sjá, en þeir eru einu villtu aparnir sem lifa í Evrópu.

Eftir skoðunarferðina er gefinn frjáls tími í miðbæ Gíbraltar til fá sér að borða eða skoða í búðir. Það er alls ekki ódýrt að versla mat, föt og þess háttar varning, en áfengi, tóbak og raftæki er hægt að kaupa á sanngjörnu verði.
Samfélagið á Gíbraltar er mjög sérstakt, blanda af bresku sjávarþorpi og spænskum smábæ, enda er þetta bresk nýlenda og hefur svo verið síðan 1713. Íbúarnir tala tvö tungumál, bæði ensku og spænsku.

Munið að hafa með ykkur vegabréf. Þeir sem ekki hafa íslenskt vegabréf þurfa að skoða sinn rétt.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Verslað í Malaga

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Þriðjudaga - Annan hvern

Ferð fyrir alla og engin ætti að missa af. Lagt er af stað kl. 09.30 og keyrt um 14 km í austur til Malaga. Þar stoppum við í verslunarmiðstöð sem heitir Centro Larios og er ein af stærstu verslunarmiðstöðvum í Malaga. Þar má finna búðir eins og Primark, Bershka, Dunnes stores, Zara, Jack & Jones, Punto Roma og Disney stores. Síðan er verslunarmiðstöðin Vialia nánast beint á móti og þar finnum við búðir eins og H&M, Media mark, Sfera og Cortefiel. Þarna gefum við okkur u.þ.b. 3,5 klst.

Síðan höldum við af stað og stoppum á ekta spænskum tapas bar og fáum þar að smakka tapas rétti og drykk til að skola niður með áður en við höldum áfram að versla.

Höldum síðan áfram og stoppum um 1 klst. í stóru íþróttavöruversluninni Decathlon. Þar finnum við allt sem viðkemur sporti. Hvort sem þið leitið að hlutum fyrir veiði, ballet, fjallgöngu, sjósporti, golfi eða bara skokki.

Komið til baka um kl. 17.00.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Þorpið Ronda

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Þriðjudaga & Laugardaga

Farþegar eru sóttir á hótel eða nálægt þeim um kl.06:45, en það tekur rúman klukkutíma að keyra upp í fjöllin.

Ronda er eitt af elstu þorpum Spánar og jafnframt er staðsetningin mjög sérstök, en djúpt gljúfur, El Tajo, skiptir bænum í tvo hluta. Bærinn er eitt af svonefndum hvítum þorpum, „Pueblos Blancos“, í Andalúsíu. Hvítkölkuð hús og þröngar götur einkenna gamla bæinn.

Í bænum er einn elsti nautabanahringur á Spáni og þykir mikil virðing að fá að sýna þar. Ernest Hemingway var mikill aðdáandi nautaats, en hann bjó í Ronda um árabil og skrifaði þar margar af sínum frægustu bókum.

Ronda var aðal menningarborg múslíma í Andalúsíu og þar gefur að líta ýmsar minjar frá þeim tíma, einnig alla mögulega byggingarstíla í húsagerðarlist, fallegar kirkjur og hallir, söfn og margt fleira er þar að sjá og skoða.

Ronda & Nautabúgarður

Ferð m/enskri fararstjórn.
Heilsdagsferð

Farþegar eru sóttir á hótel eða nálægt þeim um kl.07:30, en það tekur rúman klukkutíma að keyra upp í fjöllin.

Byrjað er á því að stoppa á búgarði rétt fyrir utan Ronda þar sem farþegar fá að sjá naut sem alin eru til að taka þátt í nautaati. Þarna ganga naut, kálfar, beljur, hestar og folöld laus á stórum ökrum. Sagt er frá sögu nautaats á Spáni og farið inn á nautaatshring þar sem fólk fær að kynnast þeim áhöldum sem notuð eru til nautaats. Þessi nautabúgarður er í eigu frægs nautabana að nafni Rafael Tejada. Þarna er staldrað við í um 1,5 klst. og síðan er haldið til Ronda.

Ronda er eitt af elstu þorpum Spánar og jafnframt er staðsetningin mjög sérstök, en djúpt gljúfur, El Tajo, skiptir bænum í tvo hluta. Bærinn er eitt af svonefndum hvítum þorpum, „Pueblos Blancos“, í Andalúsíu. Hvítkölkuð hús og þröngar götur einkenna gamla bæinn. Í bænum er einn elsti nautabanahringur á Spáni og þykir mikil virðing að fá að sýna þar. Ernest Hemingway var mikill aðdáandi nautaats, en hann bjó í Ronda um árabil og skrifaði þar margar af sínum frægustu bókum.
Ronda var aðal menningarborg múslíma í Andalúsíu og þar gefur að líta ýmsar minjar frá þeim tíma, einnig alla mögulega byggingarstíla í húsagerðarlist, fallegar kirkjur og hallir, söfn og margt fleira er þar að sjá og skoða.

Granada & Alhambra

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Þriðjudaga & Miðvikudaga

Hægt er að kaupa miða hjá fararstjórum Heimsferða, sem sjá um að panta ferðina fyrir ykkur.

Farþegar eru sóttir á hótel eða nálægt þeim um kl.07:00, en það tekur um 2 klst. að keyra upp til Granada. Stoppað á leiðinni fyrir smá hressingu.
Megintilgangur ferðarinnar er að fara og skoða Alhambra höllina, frægustu márahöllina á Spáni.

Alhambra dregur nafn sitt af rauðleitum veggjum hallarinnar (á arabísku: Al Qua´lat al Hambra sem þýðir rauða virkið). Elsti hluti hallarinnar, Alcazaba, er frá því á 9.öld. Það tekur rúma 2 klst. að ganga í gegnum höllina og garðana í kring.

Frjáls tími í miðbænum áður en haldið er heim á leið.

Caminito del Rey göngustígurinn

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Fimmtudaga

Ný ferð sem við mælum með - einstök náttúrufegurð á nýenduropnaðri gönguleið.

Keyrt er inn í land fyrir ofan Malaga þar til komið er að uppistöðulónum Guadalhorce. Þar tekur við einstök náttúrufegurð fjalla, skóga og uppistöðulóna þar sem heimamenn koma saman um helgar til að njóta óspilltrar náttúru og synda í lónunum. Mikið klettabelti er þarna sem í gegnum árin hefur verið einn vinsælasti staður klifurfólks til að spreyta sig.

Um aldarmótin 1900 var hafist handa við að gera gönguleið og brú til að tengja tvö klettabelti saman svo verkamenn kæmu vistum, tækjum og tólum þarna á milli er verið var að leggja járnbrautateina um héraðið. Árið 1921 fór þáverandi konungur Spánar Alfonso XIII gangandi yfir brunna og vígði svæðið eftir það fékk þessi gönguleið nafnið Caminito del rey eða göngustígur konungs.
Gönguleiðinni var ekki haldið við og árið 2001 var leiðinni lokað þar sem mörg slys urðu á fólki. Árið 2014 hófust þeir handa við að byggja leiðina upp aftur og gera hana örugga fyrir ferðamenn og fór fyrsti hópurinn í gegn í mars 2015.
Leiðin er 8 km löng og er gengið með leiðsögumanni.

Eftir gönguna er keyrt að uppistöðulóni þar sem gefin er frjáls tími til að njóta náttúrufegurðar og taka myndir.

Aldurstakmark í þessa ferð er 8 ára.

Forna borgin Cordoba

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Miðvikudaga

Cordoba er um 180km frá Malága en borgin var upphaflega stofnuð af Rómverjum og var mjög mikilvæg á þeim tíma. Sennilega dytti fáum í hug að bera saman London í Englandi og Cordoba á Spáni. Önnur heimsklassa milljónaborg með allri mögulegri tækni og þjónustu og hin að mörgu leyti eins og gleymst hafi í tíma. Enn færri dytti í hug að fyrir rösklega tíu öldum síðan meðan stórborgin London var bara druslulegt þorp sem vart fannst á korti var Cordoba borg borganna og hér var komin götulýsing áður en nokkur kveikti á peru á hinni bresku eyju.

Cordoba var ein af mestu borgarperlum heims en hefur mikið til fallið í gleymsku og skuggann af vígalegri borgum Evrópu og heimsins. Engar aðrar borgir státa af því að hafa verið höfuðborg þriggja trúarhópa en á sínum tíma var Cordoba höfuðborg Rómarveldis, Hispana Ulterior, höfuðborg arabíska landsins El Andaluz og Kalífat eða allsherjarríki Íslam.

Ótrúlegt nokk þá hefur borgin náð að viðhalda nokkrum sérkennum sínum frá þessum tímum og er leitun að meiri menningarverðmætum á einum og sama blettinum. Enda er stór hluti hennar á Heimsminjaskrá sem arfur mannkyns.

Köfun

Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Alla daga

Köfunarskólinn SCUBA TOURS er staðsettur við ströndina í Benalmádena, við Hotel Sunset Beach Club.

Allir sem bóka köfunarferðina hjá Heimsferðum eru sóttir á hótel í loftkældum bíl.

Scuba Tours eru þekktir fyrir gæði, þar er opið allt árið. Það eru 15 mismunandi staðir þar sem farið er að kafa, þar á meðal eru rif, skipsfök og stórir neðansjávarhellar. Leiðbeinendur tala mörg tungumál. Athugið að öryggisins vegna er stranglega bannað að neita áfengis í heilan sólarhring áður en farið er í köfun.

Gætt er fyllstu varkárni og þess vegna eru hópar hafðir litlir. Börn geta einnig lært að kafa allt frá 8 ára aldri í sundlaug sem þeir hafa afnot af.
Köfun bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kafað er á 10-40m dýpi allt eftir getu og reynslu hvers og eins. PADI námskeið á tveimur dögum. Ef ykkur langar að læra að kafa, hafið þá samband við fararstjóra Heimsferða í viðtalstímum.

Nerja & Frigilana

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Mánudaga

Lagt er af stað snemma dags og keyrt eftir Costa del Sol strandlengjunni í átt að Nerja. Á leiðinni er keyrt í gegnum falleg sveitahéruð og landbúnaðarsvæðið Axarquia þar sem mikið er ræktað af avocado, korni og öðrum matjurtum.

Stoppað er í bænum Frigilana þar sem fólki ef gefin kostur á að skoða sig um. Síðan er haldið til Nerja og frægu dropasteinshellarnir skoðaðir en hellarnir fundust ekki fyrr en árið 1959. Hellarnir eru einstakt náttúrufyrirbrigði og sannarlega þess verðir að skoða þá. Þessir hellar eru taldir fallegustu hellar Evrópu en þeir eru mismunandi að stærð lögun. Meðal annars má sjá hellamyndir sem sanna tilvist manna í hellunum fyrir 20 til 30 þúsund ára.

Frjáls tími er í Nerja til að skoða sig um og fá sér í svanginn.

Borgin Sevilla

Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Fimmtudaga & Föstudaga

Í þessari ferð kynnist þið sögu þessarar merku borgar. Farþegar eru sóttir á hótel eða nálægt þeim um kl.07:00 að morgni og hraðbrautin keyrð til Sevilla, en þangað eru um 210 km.

Sevilla er höfðurborg Andalúsíuhéraðs og ein af fegurstu borgum Spánar. Saga hennar spannar meira en 2000 ár. Hún hefur verið byggð af Rómverjum, Föníkum, Vestgotum, múslímum og kristnum. Allir hafa skilið eftir ýmsar minjar sem setja svip sinn á borgina.

Arabakastalinn (Los Reales Alcázares) er meira en þúsund ára gömul konungshöll sem byggð var af múslímum, en er ennþá í notkun og þar hefur spænska konungsfjölskyldan viðdvöl þegar hún kemur til Sevilla.

Dómkirkjan er þriðja stærsta kirkja í heiminum og ein sú ríkasta, með gullsleginni altaristöflu sem er 28m á hæð. Í dómkirkjunni er hinsti hvílustaður Kristófers Kólumbusar.

Gamla gyðingahverfið er stutt frá dómkirkjunni, en þar bjuggu gyðingar á miðöldum. Hverfi með þröngum götum og skemmtilegum torgum, enda er þetta eitt vinsælasta hverfið í Sevilla.

Ýmis mannvirki frá heimssýningunni, EXPO 1992, standa ennþá.

Kort

Click to view the location of the hotel

Gisting