- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Suitopia Sol y Mar Suites Hotel er splunkunýtt og glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett á besta stað rétt við ströndina á Calpe.
Hótelið er mjög fallega hannað í nútíma stíl og að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Allt frá gestamóttökunni og allri sameiginlegri aðstöðu er vart að finna vankanta. Herbergin eru mjög fallega hönnuð í nútíma stíl og hvert smáatriði er úthugsað. Allt til alls í fallegum litum og smekklegum húsgögnum. Baðherbergin eru glæsileg og svalirnar rúmgóðar.
Sundlaugasvæðið er hannað með fjölskylduna í huga því þar eru 3 sundlaugar fyrir allan aldur ásamt leiktækjum fyrir börnin. Á fyrstu hæð hótelsins eru einnig leikherbergi og barnaklúbbur fyrir yngstu kynslóðina ástam tækjum fyrir unglingana.
Veitingastaður hótelsins er mjög flottur og settur upp eins og „food-court“ þar sem allt er til alls frá öllum heimshornum. Hér er falleg hönnun eins og í öllum öðrum rýmum hótelsins til fyrirmyndar. Heilsulind hótelsins er glæsileg og á efstu hæð byggingarinnar er að finna mjög flottan „rooftop bar“
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Þetta hótel er með því flottara sem svæðið hefur uppá að bjóða og hentar öllum aldri – fjölskyldum og pörum.
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Billiardborð | Já |
Fjölskylduvænt | Já |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Móttaka | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Upphituð sundlaug | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Já |
Opinber stjörnugjöf:
4 stjörnur
Heimasíða:
https://suitopiahotel.com/en/