Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Calpe

Calpe er án efa eitt fegursta strandsvæði Spánar. Ótrúlega gott og rólegt andrúmsloft fyllir hug og sál og gerir fríið að fallegri upplifun.
Þó bíður svæðið upp á fullt af afþreyingar möguleikum, mikið af frábærum veitingastöðum sem framreiða dýrindis sjávar rétti og iðandi mannlífi á kvöldin við ströndina og í bænum sjálfum. Strendur Calpe eru framúrskarandi, með mjúkum sandi og túrkísbláu Miðjarðarhafinu sem iljar yfir sumarmánuðina. Las Salinas er svo náttúrulegt vatnasvæði sem áður fyrr var notað við saltvinnslu en í dag er þar að finna villta flamingo fugla sem gera Calpe að suðrænum og exótískum ferðamannastað. 

Við mælum svo sannarlega með Calpe fyrir alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem sólaráfangastaðir bjóða upp á. Einnig er svæðið frábært fyrir göngur og hjólafólk. 

Ath. Ekki er fararstjórn á vegum Heimsferða á Calpe en í neyðartilfellum er hægt að ná í fararstjóra sem staðsettur er á Benidorm

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 12

Afþreying

Fjallaþorpin
Fjöldi fallegra smáþorpa er í nágrenni við Calpe og þangað er skemmtilegt að skreppa á kvöldin til að kynnast mannlífinu undir berum himni. Fyrst ber að nefna Altea, með sínum fallegu götum og kirkjutorginu og útsýni yfir Benidorm. Þar selja listamenn handverksmuni fram á rauða nótt. Alfas de Pi og Guadalest eru allt staðir sem ómissandi er að heimsækja í fríinu.

Skelltu þér í dagsferð til Alicante eða Valencia
Borgin Valencia er ein sú framsæknasta í Evrópu í dag og spennandi heim að sækja. Hún er þriðja stærsta borg Spánar með 800 þúsund íbúa, fræg fyrir sína paellu, gamla bæinn, Valencia-kokteilinn Aqua de Valencia, næturlíf, keramiklist, vefnaðarvöru og húsgagnagerð. Þar finnur þú heillandi gamlan borgarhluta, sem iðar af mannlífi, dómkirkjur, veitingastaði og frábæra strönd. Alicante þekkja fleiri en hún er höfuðborg héraðsins sem Benidorm tilheyrir. Gullfalleg gömul, spænsk borg, með heillandi miðbæ, veitingahúsum, verslunum og fallegri höfn. Alicante-svæðið er eitthvert vinsælasta orlofssvæði Íslendinga á erlendri grundu. Mikill fjöldi fólks á hér orlofshús og leggur leið sína hingað mjög reglulega.

Terra Mitica - https://www.terramiticapark.com/en/
Einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu er nú risinn fyrir ofan Benidorm. Garðurinn skiptist í 5 svæði, sem hvert og eitt tilheyrir sögu og menningarheimi ákveðins lands. Egyptaland og heimur faraóanna, Grikkland og hofin, Rómarveldi, eyjarnar og Iberia. Ómissandi er að njóta eins dags í þessum ævintýraheimi. Rútuferðir allan daginn frá Benidorm.

Kort

Click to view the location of the hotel