Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
Helstu kostir
  • Miðsvæðis
  • Við ströndina
  • Loftkæling

Eken Resort Hotel

3
Helstu kostir
  • Miðsvæðis
  • Við ströndina
  • Loftkæling

Eken Resort Hotel

  • Loftkæling
  • Strönd

Hotel Eken Resort er vel staðsett við ströndina í Gumbet og örstutt frá miðbænum, þar sem lífið og fjörið er á hverju götuhorni. Þá eru aðeins um þrír kílómetrar til miðbæjar Bodrum og auðvelt að taka "Dolmus" (strætisvagn) á næsta horni.

Hótelið var byggt árið 2004 og býður gestum góða þjónustu og þægilegan aðbúnað í fríinu. Athugið að nokkuð brött brekka er að innganginum á hótelinu, sem stórar rútur komast ekki niður að - starfsfólk hótelsins aðstoðar þó gesti með töskur og annað, sé þess óskað.

Á hótelinu eru 101 herbergi, innréttuð á einfaldan máta og ekki alveg nýleg en tveggja manna herbergin eru rúmgóð og þægileg. Í herbergjum er loftkæling, baðherbergi með hárþurrku, sjónvarp, öryggishólf, sími og litlar franskar svalir eða verönd. ATH. að herbergi fyrir þrjá og fjóra eru frekar lítil.

Aðeins eru um 30 metrar á ströndina og þar er miðstöð vatnasports í Gumbet og því svolítið rót í sjónum við hótelið, en ef gengið er í 5-10 mín meðfram ströndinni frá hótelinu kemst maður í tæran og hreinan sjóinn, sem Tyrkland er svo þekkt fyrir.

Í sundlaugargarðinum er ágætis sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar. Athugið að áfengu drykkirnir og gosið er afgreitt á svalabarnum fyrir ofan sundlaugabarinn, fyrir gesti í öllu inniföldu. En á sundlaugarbarnum er hægt að fá vatn, djús, kaffi og te.

Lítil sundlaug og lítil barnalaug eru í garðinum. Á hótelinu er veitingasalur og tveir barir.

Skemmtidagskrá er í boði á kvöldin, þó ekki alla daga vikunnar. Athugið að engin dagskrá er í gangi yfir daginn, nema tónlist er spiluð í sundlaugargarðinum.

Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, sauna, lítil verslun, internetaðstaða í móttöku, billiard og bortennisborð.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Um gistinguna
Bar
Barnalaug
Byggingarár 2004
Fjarlægð frá strönd Við strönd
Fjöldi herbergja/íbúða 101
Fjöldi hæða 3
Garður
Hárblásari/Hárþurrka
Internetaðstaða
Loftkæling
Lyfta Nei
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Sauna
Sími í herberginu
Sjónvarp í herb/íbúð
Snarlbar
Sundlaug
Sundlaugarbar
Veitingastaður
Öryggishólf Já, gegn gjaldi

Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur

Vefsíða
http://ekenhotels.com/

Fæðisval

Hótel Heimsferða bjóða allt frá engu fæði upp í allt fæði innifalið.

Ekkert fæði - Þjónusta sem er merkt ekkert fæði er án alls fæðis og drykkja.

Morgunverður - Þjónusta sem er merkt morgunverður felur í sér morgunverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Hálft fæði - Þjónusta sem er merkt hálft fæði felur í sér morgun- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Fullt fæði - Þjónusta sem er merkt fullt fæði felur í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Allt innifalið - Þjónusta þar sem er allt innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir). Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást hjá ferðaráðgjöfum eða á hótelum við komu.

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti