Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Bodrum

Hin fullkomna umgjörð fyrir ævintýralegt sumarfrí, frábæran mat og afar hagstætt verðlag. Hér er allt til staðar sem hugurinn girnist – fullkominn áfangastaður sem „tikkar“ í öll boxin!

Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Gestrisni tyrkja er með einsdæmum og ró og friður einkenna þetta fallega svæði.

Heimsferðir bjóða Íslendingum í sólarferðir til Bodrum í Tyrklandi sumarið 2019, á einn eftirsóttasta áfangastað Tyrklands. Bodrum er einstaklega fallegur hafnarbær sem stendur á samnefndum skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands. Bærinn skartar fallegum hvítum húsum sem eru víða skrýdd blómum og þröngum heillandi götum sem bera fortíðinni vitni. Í bænum er endalaust úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur- og skemmtanalíf í boði. Bodrum er ekki síst upp á sitt besta á kvöldin og margir telja þessa fallegu tyrknesku borg koma þétt á hæla sjálfrar Istanbul hvað varðar fjölbreytileika skemmtunar og næturlífs!

Tyrkland er sannarlega stórbrotið land. Hér mætir austrið vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast. Hér var eitt elsta menningarstórveldi heimsins og sagan drýpur af hverju strái. Í nágrenni Bodrum eru frægar fornminjar á heimsminjaskrá UNESCO, og Halikarnassos, eins og Bodrum hét til forna, tengist náið sögu landsins og hinna fornra stórvelda.

Tyrkland býður upp á svo fjöldamargt; eina óspilltustu strandlengju í Evrópu, víða eru fallegar strendur. Víkur og klettar mæta túrkisbláum sjónum. Í Bodrum og nágrenni eru víða merkar fornminjar og yfir þessum fallega bæ vakir einstaklega tignarlegur miðaldakastali, kenndur við heilagan Pétur, en kastalinn hýsir í dag merkilegt safn neðansjávarfornminja sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Hjartsláttur austursins er hér alltaf nálægur og fjörið á mörkuðum og í verslun er mikið. Hér prúttar fólk í viðskiptum eins og það mest má og það telst sjálfsagður hlutur og til þess fallið að auka skemmtigildi viðskiptanna. Fallegar og spennandi skoðunarferðir verða í boði frá okkar frábæru fararstjórum.

Bodrum
Bodrum-svæðið býður einstaka umgjörð fyrir ævintýralegt sumarfrí fyrir jafnt fjölskyldur sem einstaklinga. Með fram suðurströnd Bodrum-skagans liggja nokkrir skemmtilegir bæir sem standa hver við sína vík og má þar m.a. nefna Gumbet, Bitez, Ortakent og Turgutreis. Bæirnir eru allir stutt frá Bodrum-borginni og gengur strætisvagn (svokallaður Dolmus) á milli bæjanna á svæðinu. Strendurnar eru margar og fjölbreyttar og einnig hafa víða verið byggðar bryggjur við strendurnar sem eru vinsælar til sólbaða. Fyrir þá sem njóta sumarleyfisins í bæjunum við Bodrum er auðvelt að skjótast til og frá borginni með Dolmus-strætisvagninum.

Bodrum býður þér tækifæri til að njóta sumarleyfisins við einstakar aðstæður. Hér er verðlag hagstætt, falleg smábátahöfn með iðandi mannlífi, brosandi fólk, fjörugt næturlíf, heillandi markaðir, moskur og magadansmeyjar – svo eitthvað sé tínt til. Tyrkland hefur svo sannarlega fjöldamargt að bjóða öllum sem þangað leggja leið sína í fríinu. Á svæðinu er Dedeman-vatnsrennibrautagarðurinn sem enginn á að láta fram hjá sér fara, enda er heimsókn í garðinn hreint frábær skemmtun.

Hjarta Bodrum-bæjarins slær í nágrenni hinnar skemmtilegu smábátahafnar þar sem verslanir, barir, veitingastaðir og næturklúbbar standa í löngum röðum í skugga kastala heilags Pétur. Í þröngum, heillandi götunum er mikið mannlíf og á kvöldin og fram eftir nóttu er mikið fjör í bænum. Við vekjum athygli á að í júní 2015 var opnuð stór H&M-verslun í Bodrum.

Stutt er að fara frá flugvellinum í Bodrum og á gististaði Heimsferða á svæðinu, en flugvöllurinn er innan við 50 km frá flestum gististöðum okkar.

Gumbet
Gumbet er aðeins 5 km frá Bodrum-borginni. Þarna eru fallegar strendur og fjölbreytt úrval af alls kyns vatnasporti í boði. Í Gumbet er urmull af veitingastöðum, börum og kaffihúsum og fjöldi verslana. Frábær staður fyrir alla, jafnt fjölskyldur sem aðra, sem vilja njóta fjörugs mannlífs í fríinu og vera jafnframt í sem mestri nálægð við Bodrum-borgina.

Bitez
Bitez liggur aðeins um 2 km frá Gumbet. Bitez er fjölbreyttur og skemmtilegur bær en hér er andrúmsloftið afslappaðra en í Gumbet. Bærinn býður gott úrval veitingastaða og bara, auk verslana. Hér er falleg strönd og allt til staðar sem þarf til að virkilega njóta lífsins í sumarleyfinu í frábæru umhverfi.

Turgutreis
Turgutreis er næststærsti bærinn á Bodrum-skaganum og býður úrval veitingastaða, bara og verslana og eina allra bestu ströndina á svæðinu. Fallegur bær sem er einstakur dvalarstaður í fríinu.

Gjaldmiðill: Tyrknesk líra og Evra
Tungumál: Tyrkneska
Tímamismunur: +3 klst. á sumrin, +2 klst. á veturna
Flugtími: 6 klst.

Akstur frá flugvelli tekur um  40 - 60 mínútur

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel