Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Bibione

Ein glæsilegasta sólarströnd Ítalíu!

Heimsferðir bjóða beint flug þann 13. júní á einn vinsælasta áfangastaðar við Adríahafið, Bibione á Ítalíu. Bibione er einstök strandperla við norðanvert Adríahafið, miðja vegu millli Feneyja og Trieste og er örstutt frá Lignano sem margir þekkja. Staðurinn naut mikilla vinsælda meðal Íslendinga á árum áður og Bibione klingir örugglega bjöllum hjá mörgum og kallar fram ljúfar minningar. Bibione býður uppá allt það sem fólk óskar sér í sumarleyfinu; einstakar strendur, frábæra veitingastaði, fjölbreytta afþreyingu og gott úrval gististaða. Bibione er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem pör og einstaklinga.

Strandlíf og skemmtun
Strandlengjan við Bibione er alveg einstök og án efa ein af allra bestu sólarströndum á Ítalíu. Hún teygir sig yfir 8 kílómetra og er mjög breið og falleg með fínum sandi. Á Bibione þar sem ströndin og lífið á henni leikur stórt hlutverk er einnig mikið um skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi. Fjöldi diskóteka, næturklúbba og bara er á svæðinu. Reglulega eru í boði á svæðinu alls kyns listviðburðir, tónleikar, óperur, leiksýningar og skemmtanir af ýmsum tilefnum sem gæða bæjarlífið enn meira lífi. Eitthvað er um að vera fyrir alla, unga sem aldna.

Matur og drykkur
Mikið úrval veitingastaða er á Bibione og þar má bæði finna ítalska og alþjóðlega staði. Hvort sem leitað er að skyndibita eða sælkeramáltíð, stað fyrir morgunverð eða nætursnarl, allt er til staðar. Allir ættu að prófa dæmigerðan mat frá svæðinu, t.d. hið frábæra úrval sjávarfangs eða hráskinku, osta og ávexti frá Friuli héraði. Þekkt vínræktarsvæði eru allt í kring og enginn víngæðingur lætur það tækifæri fram hjá sér fara. Enginn kemst heldur hjá því að koma við á dæmigerðum ítölskum ísbar og bragða á fjölbreyttu, freistandi, gómsætu ísréttunum. Ekki má heldur gleyma því að ítalskt kaffi er ómissandi hluti matarmenningarinnar, hvort sem það er expresso, cappucino eða annar kaffidrykkur.

Ævintýri fyrir börnin
Bibione er frábær staður fyrir barnafjölskyldur. Ströndin er, sem fyrr segir, alveg einstök og þar líður dagurinn hratt hvort heldur er við leik eða afslöppun. Í næsta nágrenni Bibione er mikil afþreying í boði fyrir börn, unglinga og fólk á öllum aldri; m.a. skemmtigarðurinn Luna Park Adriatico, dýragarðurinn Zoo of Lignano, vatnsskemmtigarðurinn Aquasplash og sædýragarðurinn Gulliverlandia. 

Gott að versla
Á Bibione er mikið úrval verslana og eins í nágrannabænum Lignano. Einnig eru vikulega haldnir markaðir á svæðinu sem alltaf er gaman að kíkja á.  Skemmtilegt er að kíkja og skoða í búðirnar, hvort sem leitað er eftir fæði, klæði, minjagripum eða öðru. Á sumrin eru margar verslanir opnar fram eftir kvöldi. Þeir sem ekki láta verslanir á svæðinu duga geta skroppið til Udine eða til Trieste þar sem vöruúrval er enn meira eða farið í flott "shopping mall" sem eru mörg í nágrenninu í 30-75 mín akstursfjarlægð.

Veður
Yfirleitt er mjög notalegt loftslag á Bibione yfir sumartímann, að jafnaði um 25 stiga hiti, sólríkt og þægileg hafgola flesta daga.

Lignano Sabbiadoro
Við hlið Bibione er strandbærinn Lignanao Sabbiadoro en þar er ströndin með gullsandinum svokallaða og teygir sig 8 km löng við norðanvert Adríahafið, miðja vegu milli Feneyja og Trieste. Þúsundir Íslendinga dvöldu hér á árum áður og Lignano klingir örugglega bjöllum hjá mörgum og kallar fram ljúfar minningar. Í Lignano er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn. Allt til alls, góðir gististaðir, fjöldi veitingastaða, verslana, skemmtigarða, skemmtistaða og afþreying af öllu tagi. Þarna er snekkjuhöfn, græn svæði og garðar, ósnortin náttúra að ógleymdri frábærri langri, aðgrunnri 80-150 m breiðri ströndinni, með fíngerðum, gulum sandi, enda þýðir Sabbiadoro, ströndin með gullsandinum. Lignano er eins og Bibione sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga.

Flugtími til Trieste: Um 4 klst. & 40 mín. 
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Ítalska/Þýska
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1 klst. á vetruna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: um 60 mín. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Dagsferð til Feneyja

Heilsdagsferð
m/íslenskri fararstjórn

Við ökum af stað frá Bibione á föstudögum kl. 07.30 til Punta Sabbione en aksturinn mun taka um 2 klst. Þá förum við um borð í bát og siglum í um 30 mínútur á lóninu til Feneyja. Í Feneyjum förum við í um 1 klst. göngutúr þar sem við skoðum helstu minnisvarðana, torg og kirkjur. Í lok ferðarinnar er frjáls tími þar sem unnt er að fá sér hádegismat eða finna sér gondólasiglingu. Um kl.16.30 siglum við svo aftur frá Feneyjum til Punta Sabbione þar sem rútan bíður okkar og ökum til Bibione. Áætluð heimkoma er kl.19.00.

Athugið! Þegar farið er í kirkjur í Feneyjum þá er nauðsynlegt að hylja axlir og vera í síðbuxum.

Dagsferð til Trieste

Heilsdagsferð
m/íslenskri fararstjórn

Trieste er sögufræg hafnarborg sem, þrátt fyrir nálægðina við Feneyjar, hefur varðveitt sín austurrísku sérkenni frá blómaskeiði borgarinnar sem 1 af 4 höfuðborgum Austurríska-Ungverska keisaradæmisins (ásamt Vín, Prag og Búdapest). Enn í dag er borgin ein mikilvægasta hafnarborg Adríahafsins og miðstöð viðskipta á milli austurs og vesturs. Borgin státar af ægifögru borgarstæði og glæsilegum byggingum frá blómaskeiðinu á 19. öld og upphafi 20. aldar. Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar var borgin verndarsvæði Bandaríkjanna og Bretlands, en varð síðan hluti Ítalska lýðveldisins, í kjölfar milliríkjasamninga árið 1954.

Í ferðinni sjáum við dómkirkju heilags Giusto, rómverska leikhúsið sem er minnisvarði um forna sögu borgarinnar og miðbæinn en þar má finna mikið úrval verslana og veitingahúsa. Ferðinni lýkur með viðkomu í Miramare-kastalanum þar sem við njótum stórbrotins útsýnis yfir Trieste-flóann. Við leggjum af stað til Trieste kl. 08:00 og komum þangað um kl. 09:30. Göngum frá S.Giusto dómkirkjunni niður í miðbæ en þar er frjáls tími kl. 11.00-13:15. Þá er farið að Miramare-kastalanum og í göngu um garðinn 13:30-14:15. Komið til Bibione kl. 16:00.