- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Gott og vel staðsett íbúðahótel stutt frá ströndinni, eða aðeins 200 metra frá Playa Serena ströndinni.
Moguima er gott íbúðahótel stutt frá ströndinni, aðeins 200 metra frá Playa Serena. Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða, ein aðalsundlaug, önnur minni, pálmatré og fallegur gróður allt í kring. Í garðinum er snarlbar við sundlaugarbakkann og barnaleiksvæði.
Íbúðirnar eru innréttaðar á einfaldan og látlausan hátt með svölum eða verönd. Allar íbúðirnar eru vel útbúnar og rúmgóðar með svefnsófa, eldhúskrók, flatskjá og loftkælingu. Öryggishólf og internet (Wi-Fi) eru í boði gegn aukagjaldi.
Hér er á la carte veitingastaður og bar, tennisvöllur og frí þráðlaust internetaðgengi (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum. Á nærliggjandi svæði Playa Serena er úrval af kaffihúsum, börum og veitingahúsum í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá Moguima.
Þá er vert að nefna að Playa Serena golfvöllurinn er í innan við 500 metra fjarlægð frá íbúðunum.
Athugið að farþegar þurfa leggja út 100 EUR tryggingargjald sem fæst endurgreitt við brottför.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Um gistinguna
A la carte veitingastaður | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Barnarúm | Já |
Byggingarár | 1991 |
Fjarlægð frá miðbæ | 5 km, Roquetas de Mar |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 200 m |
Fjarlægð frá strönd | 200 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 69 |
Fjöldi hæða | 3 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 2 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Nei |
Móttaka | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Snarlbar | Já |
Strandhandklæði | Nei |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
WiFi | Já, gegn gjaldi |
Þrif, oft í viku | 2 |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
2 lyklar
Vefsíða
Ekki til staðar