Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Almería

Ath. Flogið er til Malaga og er akstursfjarlægð til Roquetas de Mar 178km eða um 2 - 3 tíma akstur.
Farþegum býðst að bóka akstur til og frá flugvelli.

Vinsamlegast athugið að ekki er íslenskur fararstjóri á Almeria en neyðarnúmer ferðaskrifstofunnar verður sent farþegum fyrir brottför. Bravotours eru með skandinavíska fararstjóra (enskumælandi) sem munu þjónusta farþega Heimsferða í neyðartilfellum. 

Almería er fjölskylduparadís með fallegri strönd og frábærri menningu - hin leynda perla Spánar!
Almería er fjölskylduvænn áfangastaður með úrvalsgististöðum í strandbænum Roquetas de Mar. Falleg ströndin teygir anga sína eina 11 km og með fram henni er upplagt að taka góðan göngutúr, skokka eða leigja reiðhjól enda allt á jafnsléttu. Við strandgötuna standa hótelin, og þeir veitingastaðir eða barir sem að henni snúa tilheyra yfirleitt hótelum en eru opnir almenningi. Því er upplagt að setjast niður á göngunni og fá sér einn kaldan eða tvo ásamt tapas eða hverju sem er, til að gleðja bragðlaukana.

Það sem einkennir þennan einstaka strand- og sólarstað er að í gegnum áratugina hafa um 85% ferðamanna á svæðinu verið Spánverjar sjálfir. En síðustu 4─5 árin hefur orðið sú þróun að nú sækja hingað í auknum mæli ferðamenn frá öðrum löndum í Evrópu. Enn getur maður því notið ekta spænskrar menningar og svæðið, sér í lagi ströndin, er ekki yfirfullt af ferðamönnum þar sem enginn getur þverfótað hver fyrir öðrum.

Almería & Roquetas de Mar

Almería
Almería er hafnarborg á suðausturhluta Spánar, sem í dag telur eina 200.000 íbúa. Borgin tilheyrir hinu rómaða Andalúsíuhéraði, eins og til dæmis borgin Malaga og Costa del Sol strandlengjan. Borgin á sér langa sögu eða allt aftur til ársins 955 þegar Abd-ar-Rahman hinn III. ákvað að staðurinn skyldi verða eitt aðalhafnarsvæðið, til að styrkja stöðu hans og ríkisins við Miðjarðarhafið enn frekar.

Í borginni er að finna allt það sem ferðamaður getur óskað sér. Hér er strönd, mikið mannlíf og urmull af tapasstöðum, börum og öðrum veitingastöðum. Í borginni er eiginleg „rambla“ eins og í svo mörgum borgum Spánar. Út frá römblunni liggja svo litlar þröngar götur að aðalverslunargötunni, sem er samhliða römblunni. Á þeirri götu er að finna allar helstu verslanir eins og H&M, Zara, Mango og fleiri.

Í suðurátt, út frá borginni með fram strandlengjunni, eru svo nokkrir strandbæir. Hver og einn er með sinn sjarma. Næstir borginni eru bæirnir Agua Dulce sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð og Roquetas de Mar sem er í um hálftíma fjarlægð.

Roquetas de Mar
Heimsferðir bjóða gistingu á Roquetas de Mar svæðinu en gistivalkostirnir eru annað hvort við strandgötuna eða einni götu ofar sem þýðir að aldrei er lengra en um 200 metrar á ströndina.
Ströndin er hrein og falleg, milligrófur sandur og hafið endalaust fram undan við sjóndeildarhringinn. Strandgatan sjálf, öll hellulögð og snyrtileg, teygir sig eina 11 kílómetra með fram ströndinni. Hér er upplagt að taka góðan göngutúr, skokk eða leigja sér hjól, enda allt á jafnsléttu.

Við strandgötuna, þar sem hótelin standa, eru þeir veitingastaðir eða barir sem að henni snúa, sem tilheyra yfirleitt hótelunum, en þeir eru opnir almenningi og því upplagt að setjast niður á göngunni og fá sér einn kaldan eða tvo ásamt tapas eða hverju sem er, til að gleðja bragðlaukana. Oft á tíðum hafa hótelin svo sérsamning við þá sem leigja út sólbekki á ströndinni. Fáið upplýsingar um það á hótelinu sem dvalið er á.

Frá Roquetas de Mar til Almeríuborgar ganga strætisvagnar og leigubílar. Með leigubíl frá Roquetas de Mar til Almeríuborgar kostar um €25 hvora leið og því getur borgað sig að taka bíl með öðrum þar sem það er mun þægilegri ferðamáti en með strætó.

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 14
  • 21

Afþreying

Rólegt yfirbragð einkennir Roquetas de Mar en þó er af mörgu að taka og engum ætti að leiðast. 
Á svæðinu er vatnsrennibrautargarður, stórt sædýrasafn, 18 holu golfvöllur, go-kart svæði og stór verslunarmiðstöð sem telur einar 125 verslanir, þar með talið hina sívinsælu H&M verslun. Sem sagt eitthvað við allra hæfi!

Mario Parkhttps://www.mariopark.es/
Frábær vatnsrennibrautagarður er í Roquetas de Mar. 

Aquarium Costa de Almeriahttps://www.aquariumcostadealmeria.com/en/
Á sædýrasafninu getur þú m.a. synt með hákörlum, komist í návígi við og snert aðra fiska, svo sem skötur og gefið fiskunum að borða. 

Gran Plaza Parkhttps://www.parquecomercial-granplaza.com/en/directory
Verslunarmiðstöðin er staðsett á leiðinni frá Almeríuborg til Roquetas og má finna þar helstu vörumerki sem við Íslendingar þekkjum eins og t.d. stóra H&M, Pull & Bear, Zara, Toys´R Us, Massimo Dutti, Bershka, Primark og fleiri verslanir.

Kort

Click to view the location of the hotel

Gisting