Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Alicante

Alicante býður upp á fjölmarga möguleika en unnt er að fljúga beint í sumarhúsið, fara í borgarferð eða enn frekar fara í sólarferð og njóta lífsins í sólinni. Vinsældir svæðisins hafa vaxið ár frá ári en ferðamenn fara þangað aftur og aftur til að njóta alls þess sem það hefur að bjóða. Hér er að finna eitt stöðugasta veðurfar á Spáni, sól alla daga og hitinn er 25-30 gráður yfir sumartímann.

Alicante þekkja margir Íslendingar en hún er höfuðborg héraðsins og íbúafjöldi er á bilinu 270-300.000 manns. Gullfalleg, gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ, veitingahúsum, verslunum og fallegri höfn. Í gegnum aldirnar hafa margir innrásarherir lagt leið sína um Alicante. Þangað komu Grikkir og nefndu borgina Akra-leuke eða ,,Hvítu hæð”. Rómverjar áttu einnig leið um á sínum tíma og gáfu borginni nafnið Lucentum eða ,,Borg ljóssins”. Arabar skírðu borgina hins vegar upp á nýtt og gáfu henni nafnið Lecant sem með árunum breyttist í núverandi heiti borgarinnar Alicante.

Verslað í Alicante

Hér er gott að versla en í Gran Via verslunarmiðstöðinni má m.a. finna H&M, Primark, Berskha, Massimo Dutti, Stradivarius og Pull & Bear ásamt fleiri verslunum. - https://www.ccgranvia.com/tiendas

Þá er hér einnig að finna Plaza Mar 2 verslunarmiðstöðina sem státar af  Zara, Mango, H&M, Berskha, Massimo Dutti, Stradivarius og Pull & Bear ásamt Desiqual o.fl. - https://www.plazamar2.com/directorio

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 12

Ekki missa af

Í dag hefur Alicante upp á margt að bjóða.

Santa Barbara kastalinn
Kastalinn trónir yfir borginni og gefur gott útsýni yfir hana, það er hægt að taka lyftu upp í kastalann sem er grafin inn í klettinn frá strandgötunni.

Santa María & Santo Nicholas
Santa María kirkjan og dómkirkjan Santo Nicholas eru þess virði að heimsækja.

Hafnarsvæðið
er miðpunktur skemmtanalífsins á kvöldin og á báðum hafnargörðunum er að finna marga góða veitingastaði og bari.

Annað
Það er gaman að taka bátinn sem ferjar fólk á milli hafnargarðanna.
Þá er líka hægt að verja degi á ströndinni og láta sólargeislana leika við sig

Ramblas
Ramblas er ein frægasta gangstétt heims með sérstæðu mynstri og umlukin pálmatrjám og það er um að gera að nota tækifærið og smakka á einhverjum af sérréttum héraðsins eins og t.d. saltbökuðum fiski (pescado al sal) eða fá sér þjóðarrétt Spánverja (paella). 


Jónsmessan
Þá eru íbúarnir ákaflega gestrisnir og skemmtanaglaðir og duglegir við að bregða á leik. Í kringum Jónsmessuna 24. júní stofna þeir til mikillar hátíðar, Festival de San Juan, og standa hátíðahöldin í heila viku og eru Alicantebúar afar stoltir af hátíðinni sem er fræg um allan Spán. 

Terra Mitica - https://www.terramiticapark.com/en/
Einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu er nú risinn fyrir ofan Benidorm í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Alicante. Garðurinn skiptist í 5 svæði sem hvert og eitt tilheyrir sögu og menningarheimi ákveðins lands. Egyptaland og heimur faraóanna, Grikkland og hofin, Rómarveldi, eyjarnar og Iberia. Ómissandi er að njóta eins dags í þessum ævintýraheimi.

Kort

Click to view the location of the hotel