- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Strönd
- Sundlaug
- Wi-Fi
Hér er ágætis íbúðahótel staðsett mjög miðsvæðis í Albir og einungis um 100 metra frá ströndinni.
Hótelið fær góðar umsagnir gesta og sérstaklega hvað varðar staðsetningu þess og hve íbúðirnar eru notalegar en þær eru nútímalega innréttaðar, með björtum og léttum innrréttingum.
Hér eru 32 íbúðir allar búnar svölum eða verönd, loftkælingu, sjónvarpi, síma, eldhúsaðstöðu, þvottavél, uppþvottavél, kaffivél og katli og á baðherbergi má finna hárþurrku. Í stofunni má finna svefnsófa sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.
Hér er hótelgarður með sundlaug og barnalaug ásamt leiksvæði fyrir börnin og móttakan er opin á daginn.
Þessi gististaður hefur ekki opinbera stjörnugjöf, er eins konar “boutique“ hótel án stjörnugjafar. Okkar mat er hins vegar að þessar góðu íbúðir beri þrjár stjörnur og miðað við umsagnir gesta sem hér hafa dvalið, líkar þeim dvölin afar vel.
Athugið að samkvæmt reglum gististaðarins, má að hámarki bóka þrjá aðila inn í þessar íbúðir og engin undanþága veitt fyrir fjórða aðila, þó um barn sé að ræða.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Byggingarár | 2009 |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 500 m |
Fjarlægð frá strönd | 190 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 32 |
Fjöldi hæða | 7 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 2 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Ísskápur | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Nei |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Móttaka | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skipt á rúmum, oft í viku | 1 |
Strandhandklæði | Nei |
Strandhandklæði til leigu | Nei |
Strætóstoppistöð | 25 m |
Sundlaug | Já |
Svalir/Verönd | Já |
WiFi | Já |
Þrif, oft í viku | 1 |
Opinber stjörnugjöf
Ekki til staðar
Vefsíða
www.mimarspain.com