Ferð m/íslenskri fararstjórn
Hálfsdagsferð
Guadalest hlýtur að teljast eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar og þótt víðar væri leitað. Íbúar þorpsins eru aðeins um 170 talsins en yfir 2 milljónir ferðamanna heimsækja þorpið á hverju ári, sem gerir Guadalest að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar. Í þorpinu er gamalt máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 700 m hæð yfir sjávarmáli. Eru kastalarústirnar til vitnis um stormasama sögu þess.
Þræða þarf um 5 metra löng göng í gegnum klett til að komast að elsta hluta þorpsins. Efst trónir kirkjugarðurinn sem býður upp á einstakt útsýni yfir Guadalestdalinn og nærliggjandi sveitir. Híbýli landstjóra Guadalest frá 17. öld er skoðað en það hefur að geyma fallega antikmuni og málverk. Einnig er að finna tvö smámunasöfn Museo de Miniatura, smáhúsasafnið Belen og pyntingarsafn. Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt, hægt er að nálgast vörurnar í verslunum í þröngum götum þorpsins.
Akstur frá síðasta hótelinu til Guadalest tekur u.þ.b 1 klst. Frjáls tími er gefinn í þorpinu og hver og einn getur valið þau söfn sem hann vill skoða.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.
Ferð m/íslenskri fararstjórn
Partdagsferð
Eyjan Benidorm sem þið sjáið frá ströndinni á Benidorm, hefur stundum verið kölluð Páfuglseyja.
Eyjan er vinsælt kennileiti Benidorm og sést hún ósjaldan á minjagripum og póstkortum sem seldir eru í bænum.
Frá höfninni í gamla bænum og frá Rincon de Loix er farið með bát að eynni og tekur sú ferð um 20 mínútur. Báturinn gengur á u.þ.b. 30-60 mínútna fresti, fer eftir árstíma. Við eyjuna er nokkurs konar kafbátur sem við getum farið í og gefst þá kostur að skoða dýra- og gróðurlíf hafsins.
Þegar komið er að bryggju er veitingastaður þar sem hægt er að panta sér t.d. tapas og svalandi drykki. Þeir sem hafa áhuga að fá sér göngutúr þá er stígur þar sem hægt að ganga upp á toppinn þaðan sem hægt er að sjá glæsilegt útsýni yfir strendur Benidorm.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.
Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Við förurm í verslunarferð til Alicante og þeir sem hafa hugsað sér að kíkja í verslanir í fríinu ættu ekki að láta hjá líða að komast í þessa ferð.
Við munum byrja á því að fara í verslunar outlet í San Visente en þar er stórt outlet með ýmsar merkjavörur. Meðal annars Nike Factory Store sem selur íþróttafatnað frá vörumerkinu Nike á góðu verði, þar sem um er að ræða milliliðalausa verslun. Síðan liggur leið okkar í verslunarmiðstöðina Gran Vía þar sem meðal annars er Primark stórverslunin, Zara, Mango, Disney og fjöldinn allur af skóbúðum og fleiri verslunum.
Á heimleið brunum við eftir hraðbrautinni og þeir sem vilja geta orðið eftir í verslunarmiðstöðinni La Marina sem er staðsett rétt fyrir ofan Benidorm.
Athugið að í mörgum verslunum (t.d. í Nike Factory Store) er möguleiki á að fá TAX-FREE eyðublöð ef keypt er fyrir ákveðna lágmarksupphæð, hafið því vegabréf ykkar meðferðis.
Verslunarferðin er u.þ.b. 6 klst. ferð.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/íslenskri fararstjórn
Kvöldferð
Næturklúbburinn Benidorm Palace hefur verið starfandi frá árinu 1977. Sýningin er tilvalin skemmtun fyrir þá sem una dansi og skrautsýningum að hætti Moulin Rouge.
Boðið er upp á fjögurrarétta máltíð með borðvíni eða gosi. Eftir mat sýnir glæsilegur danshópur flamenco og kabaretdansa. Töfra- og fjöllistamenn leika listir sínar og stórhljómsveit leikur fyrir dansi fyrir sýninguna og í hléi.
Sýningu lýkur um kl. 01:00.
Mæting stundvíslega kl. 20:45 fyrir framan innganginn (farþegar koma sér sjálfir á áfangastað og heim eftir sýningu).
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Fátt er skemmtilegra en að þeysast á opnum blæjujeppa um vegi og vegleysur spænsku sveitanna, enda er jeppasafarí fastur liður margra Íslendinga á Benidorm. Tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ferðin hentar öllum aldurshópum.
Lagt er af stað að morgni frá skrifstofu Marco Polo sem er á Avda. Europa nr. 5 og farið er upp í fjallgarða í nágrenni Benidorm, gegnum aldingarða, fjallaþorp, skógarþykkni og m.a. vatnsból skoðað. Leiðin liggur einnig til Algar fossanna, þar sem hreystimenni geta fengið sér sundsprett.
Um hádegi er gert hlé á spænskum veitingastað og fengið sér hressingu, hádegismaturinn er ekki innifalinn. Komið er til Benidorm milli kl.17.00-18.00.
Einnig er hægt að komast í hálfsdagsferð m/enskri fararstjórn, sjá nánar í möppu á áfangastað.
Hafið meðferðis sólarvörn, höfuðfat, sundföt og handklæði.
Þeir sem ætla að keyra verða að muna eftir ökuskírteininu.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfsdagsferð
Á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi er lagt af stað með enskumælandi leiðsögumanni í hjólaferð til Altea frá skrifstofu Marco Polo, sem staðsett er neðanlega á Evrópu¬götunni (Avda. de Europa 5) í Benidorm.
Hjólað er í rólegheitunum yfir á ströndina í Albir og áður en haldið er til snekkjubátahafnarinnar í Altea er stoppað á bar sem hægt er að hvíla sig og kaupa sér hressingu. Á bakaleiðinni er hjólað í gegnum Alfaz de Pi.
Skemmtileg og hressandi ferð fyrir þá sem vilja hreyfa sig í góðum félagsskap.
Komið er til baka um kl. 13:30.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfsdagsferð
Þetta er ævintýraferð uppí fjöllin í nágrenni Benidorm, einstakt tækifæri til þess að kynnast spænskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.
Það verður stutt stopp í litlu spænsku fjallaþorpi þar sem hægt er að kaupa sér hressingu. Muna eftir ökuskírteini og hafa með sér.
Munið eftir hlýjum fötum, ef ferðin er farin að vori eða hausti.
Ferðin er farin þriðjudaga og/eða fimmtudaga.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Farið er frá skrifstofu Marco Polo að eftirmiðdegi. Starfsfólk Marco Polo hefur samband við þá sem stjórna fallhlífasvifinu því þessi ferð er háð veðri og vindum Miðjarðarhafsins.
Stokkið er af kletti með leiðbeinanda og svifið niður 400 metra.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Hvort sem þú elskar sjóinn eða vilt hafa fast land undir fótum þá er þessi ferð eins og ferskur andvari sem býður þér að upplifa það besta af báðum heimum.
Við ökum framhjá heillandi saltvötnum í Santa Pola en þau eru nýtt til saltframleiðslu. Við heimsækjum Sædýrasafnið þar sem unnt er að sjá hina mögnuðu flóru og fylgjast með dýralífi Miðjarðarhafsins.
Frá höfninni í Santa Pola förum við í dásamlega bátsferð og siglum til sjóræningjaeyjunnar Tabarca. Njóttu þessa að láta ferskan andvara leika um þig, hárið og skins sólarinnar. Það er einstakt að koma til Tabarca eyjunnar en það er eins og einhverjum hafi tekist að stoppa tímann. Við mælum með að tekin sé ganga meðfram gömlu borgarhliðunum, nú eða sundsprettur í kristaltæru Miðjarðarhafinu. Það er enginn vafi á því að þú munt snúa til baka algjörlega endurnærð/ur.
Pálmagarðurinn í Elche, Unesco, er líka töfrandi náttúrufyrirbæri og algjörlega ómissandi. Prestagarðurinn er heimsþekktur og þar er að finna meistaralegt pálmatré sem er nefnt eftir Empress Sissi.
Við endum daginn okkar í „impressive“ Santa Barbara kastalann í sem gnæfir yfir Alicante borginni en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir borgina og Alicante-flóann.
Innifalið: Aðgangur að sædýrasafninu í Santa Pola, bátsferð til Tabarca, aðgangur í Prestagarðinn og aðgangur í Santa Barbara kastalann.
Ekki innifalið: Matur og drykkir.
Ferðin er farin á laugardögum.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heildagsferð
Það er stundum haldið því fram að norðrið sé fallegasti hluti Costa Blanca; grófari og grænni, ekki svo flatur og þar af leiðandi meira sjarmerandi. Við förum um vínveginn, sem liggur á milli fjallsins og dalsins.
Við byrjum á því að stoppa í listamannaþorpinu Altea, en það er frægt meðal spænskra listamanna sem koma þangað í leita að friði og innblásti. Og „hvíta borgin“ heillar að sjálfsögðu, með fallega gamla bæinn og fjallgarðinn. Fagurbláa hvelfingin á kirkjunni sést langar leiðir þannig að þú þekkir Altea í fjarska.
Við förum norðar og heimsækjum fallega þorpið Polop en þar förum við á miniature safn. Við stoppum einnig í fallega kaktusgarðinum Algar sem er í litlum dal. Hér er einnig fallegur 25 metra hár foss sem við berjum augum, algjört augnayndi.
Við borðum hádegismat í fjallaþorpinu Tárbena á veitingastað sem líkist meira safni þar sem allt er helgað kommúnista. Kjötpaellan er réttur hússins og þess virið að smakka.
Við ökum framhjá vínekrum og komum í táknræna þorpið Jalon þar sem við heimsækjum vinrækt og munum að sjálfsögðu smakka á dásamlegum vínum.
Innifalið: Aðgangur að miniature safninu í Polop, Catcus Alger, Algar fosssinn og vínsmökkun í Jalon.
Ekki innifalið: hádegisverður í Tárbena (valfrjálst) og drykkir.
Ferðin er farin á þriðjudögum.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Komið með okkur um borð í risa Catamaran skútu og bókstaflega þjótið yfir sjávarflötinn.
Siglt er frá Altea og ankeri er kastað við Cierra Helada og hér er tilvalið að grunnkafa eða snorkla og uppgötva þessa neðansjávar paradís á meðan skipverjar undirbúa hádegisverð.
Innifalið er grillveisla eftir snorklið.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Marina Baja er hérað sem er stútfullt af karakter! Í þessari kynnisferð upplifum við hvernig strandlengjan og fjalladýrðin bæta hvort annað fullkomlega upp.
Villajoyosa þýðir bókstaflega „gleðilegur bær“ og heitið smellpassar þessum strandbæ. Hér eru húsin í öllum regnboganslitum, þannig að fiskimennirnir gætu þekkt húsið sitt frá sjó. Þetta er heillandi borg sem laðar að og veitir mörgum listamönnum innblástur.
Dýraunnendur verða ekki fyrir vonbrigðum með næsta stopp en við leggjum leið okkar til Aitana fjallsins þar sem við heimsækjum Aitana safarígarðinn. Í mögnuðu umhverfi getum við fylgst með og stundum jafnvel snert villta lífið: fílar, buffalóar, gíraffar, tígrisdýr og ljón... nefndu það!
Eftir hádegisverð er kominn tími til að kanna Guadalest en þorpið er í 600 metra hæð í fjalllendi. Jafnvel þó íbúar þess séu aðeins um 200 þá koma um 2 milljónir ferðamanna þangað til að sjá og upplifa þetta einstaka þorp.
Við bjóðum uppá möguleikann á siglingu á sólarbáti og svo er frjáls tími til að kanna bæinn nánar.
Innifalið: Aðgangur í Aitana safarígarðinn.
Ekki innifalið: Matur og drykkir, bátsferð.
Ferðin er farin á föstudögum.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Hjólað er utanvegar 20 km og er þessi ferð fyrir þá sem eru í góðu formi.
Lagt er af stað frá skrifstofu Marco Polo kl. 15:00 og komið til baka um kl. 18:00.
Muna að taka með sér vatn að drekka og aukabol.
Ferðin er farin á föstudögum.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfsdagsferð
Við byrjum á því að heimsækja vinalega fjallaþorpið Finestrac, en það er staðsett á sláandi hátt á móti fjöllum. Staðsetningin er einstök, mormóna arkitektúrinn og útsýnið... ást við fyrstu sýn! Og eins og þetta sé ekki nógu dásamlegt þá er fjallaþorpið umlukið ilmandi appelsínu- og sítrónumlundum, ávextirnir bíða þess að vera týndir. Það gerist ekki ferskara en einmitt þarna, og það má smakka!
Eftir notalegt kaffistopp þá er komið að næstu ógleymanlegu upplifun; við förum í lestina sem er á milli fallega fiskimannaþorpsins Altea og þjóðlega þorpsins Benissa: hér er útsýnið töfrandi af strandlengjunni og grýtta landslagins.
Á höfninni í Calpe sjáum við fiskimenn koma til hafnarinnar með veiði dagsins eftir langan og erfiðan dag á sjónum. Þá er áhugavert að fylgast með fiskuppboðinu. Og lengi má gott batna, þessi stórstemmtilega ferð endar með því að við verðlaunum okkur með glasi af góðu spænsku vínglasi og bragðgóðum fiski smárétti.
Innifalið: Ávaxtatínsla (árstíðabundið), kaffi og kruðerí, vín og fiski smáréttur, lestarferð.
Ferðin er farin á miðvikudögum. Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Lagt er af stað frá skrifstofu Marco Polo öll síðdegi um kl. 17:00, þaðan er farið í 4x4 Cabrio til „stríðsvallarins“ og komið til baka um kl. 20:00.
Hópnum er skipt niður í tvö lið, allir fá viðeigandi galla og öryggisgrímur ásamt litabyssu og litaskotum, 100 skot.
Ath. að unglingar 12-16 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Lágmarksþátttaka eru 6 manns og mest geta 20 manns farið í einu.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Lagt er af stað frá nautaats hringnum á Benidorm í gegnum garðinn meðfram Levanteströndinni og að fjallinu sem aðskilur Benidorm og Albir, Sierra Helada.
Munið að taka myndavélina með því þarna er einstakt útsýni yfir Benidorm og nærliggjandi sveitir.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Hálfsdagsferð
Siglt er meðfram strandlengjunni sem býður upp á fallegt útsýni til Sierra Helada, Albir-flóans, þorpanna í Altea, lítilla víka og stranda.
Brottför er frá höfninni í Benidorm kl. 11.30 en siglingin tekur um 1 klst.
Í Calpe höfninni stígum við frá borði skammt frá Penon de Ifach klettinum, ströndinni, verslunum og sjávar- og fiskiveitingastöðum.
Frá höfninni í Calpe er svo lagt af stað til baka kl.16.00.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Þetta er spennandi.... ertu hrifin/n að sjónum, þá er þetta fyrir þig! Farið er frá skrifstofu Marco Polo og hjólað að höfninni í gamla bænum.
Þeir sem ekki hafa silgt kayak áður fá kennslu og síðan er silgt meðfram strandlengjunni og út að Benidorm eyjunni, þar er gert stutt stopp og hægt er að kaupa sér hressingu.
Þetta er um 2 klst. ferð, muna að bera vel að sólvörn á sig.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Valencia er borg fortíðar og framtíðar, listar, sögu og menningar. Borgin er jafnframt þriðja stærsta borg Spánar og er þér örugglega ekki ókunn. Þú hefur án efa heyrt um fæðingarstað Paellunnar, en veist þú hvað „Falla“ er? Heimagerðar brúðir úr frauðplasti stela senunni í Valencia í árlegu vorhátíðinni „Las Fallas“. Þessar litríku brúður eru brenndar í lok hátíðarinnar en einni er bjargað frá logunum og færð til sýningar á Fallas safninu sem er fyrsta stoppið í ferðinni.
Valencia er einnig þekkt fyrir keramík, það ætti því enginn að sleppa því að fara á keramínsafnið. Við skoðum dómkirkjuna, fallegar hallir, hin gríðarstóru borgarhlið, miðbæjarmarkaðinn.
Eftirmiðdagurinn er svo frjáls hverjum og einum að upplifa Valencia á eigin skinni. Flaggskip borgarinnar er hin magnaða „City of Art & Schience“ sem er stærsti menningarlegi byggingaklasi í Evrópu. Byggingarnar eru framúrstefnulegar sem gagntaka alla þá sem þangað koma með nútímalegri og fágaðri hönnuninni. Þetta er tilvalinn staður til að enda daginn.
Innifalið: Aðgangur að Fallas safninu og keramíksafninu.
Ekki innifalið: Matur og drykkur. Aðgangur að Oceangrafic sædýrasafninu í City of Art & Science.
Ferðin er farin á fimmtudögum. Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Heilsdagsferð
Valencia er borg fortíðar og framtíðar, listar, sögu og menningar. Borgin er jafnframt þriðja stærsta borg Spánar og er þér örugglega ekki ókunn. Þú hefur án efa heyrt um fæðingarstað Paellunnar, en veist þú hvað „Falla“ er? Heimagerðar brúðir úr frauðplasti stela senunni í Valencia í árlegu vorhátíðinni „Las Fallas“. Þessar litríku brúður eru brenndar í lok hátíðarinnar en einni er bjargað frá logunum og færð til sýningar á Fallas safninu sem er fyrsta stoppið í ferðinni.
Valencia er einnig þekkt fyrir keramík, það ætti því enginn að sleppa því að fara á keramiksafnið. Við skoðum dómkirkjuna, fallegar hallir, hin gríðarstóru borgarhlið, miðbæjarmarkaðinn.
Eftirmiðdagurinn er svo frjáls hverjum og einum að upplifa Valencia á eigin skinni. Flaggskip borgarinnar er hin magnaða „City of Art & Schience“ sem er stærsti menningarlegi byggingaklasi í Evrópu. Byggingarnar eru framúrstefnulegar sem gagntaka alla þá sem þangað koma með nútímalegri og fágaðri hönnuninni. Þetta er tilvalinn staður til að enda daginn. Höfrungarnir í Höfrungasýningunni munu fá þig til að skella uppúr, en einnig munu sæljónin, belugas, hákarlarnir og mörgæsirnar koma þér á óvart. Jafnvel þeim minnstu munu ekki leiðast hér!
Innifalið: Aðgangur að Fallas safninu og keramíksafninu, sædýrasafninu í City of Art & Science.
Ekki innifalið: Matur og drykkur.
Ferðin er farin á fimmtudögum. Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð m/enskri fararstjórn
Partdagsferð
Tabarca eyjan er eina eyjan sem búið er á Costa Blanca svæðinu en eyjan hefur verið yfirlýst sem náttúru „Marina Reserve“.
Á eyjunni er viti sem er mikilvægur fyrir siglingar á ströndinni, hér eru fallegar strendur og mjög góður matur. Ekki missa af St. Paul kirkjunni og St. Josep turninum.
Í ferðinni munum við sigla fram hjá Villajoyosa, Campello, San Juan og Alicante.
Upplýsingar um brottfarartíma og heimkomu má sjá í möppu á gististað á meðan dvöl stendur.
Bókast á meðan dvöl stendur.
Ferð án fararstjórn
Kvöldferð
Það er töfrandi upplifun að skella sér á Castle Conde de Alfaz kvöldskemmtunina. Þeir Moors og Christians hafa barist til að móta söguna okkar og nú getur þú tekið þátt í sögunni.
Hér gengur þú inn í heim sem er sveipaður töfrum, boðið er uppá góðan mat og þú getur skemmt þér stórkostlega fyrir einvíginu á milli sýslumannins og kaupmannsins frá Califato. Komdu þér á óvart með því að gefa bæði Earl og Sultan ráð, taktu þátt í spennunni á milli riddaranna Christian og Moors sem skora hvorn annan á hólm og berjast til að skera úr hver verði nýi meistari Levante.
Innifalið: Kvöldverður sem samanstendur af snarli, grænmetissúpu, grilluðum kjúklingi, grilluðum svínarifjum, bökuðum kartöflum, sangría, bjór, appelsínusafa, brauði og ís.
Bókast á meðan dvöl stendur.