Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
  • Land dulúðar, ævintýra og stórbrotinnar náttúrufegurðar

KOMDU MEÐ TIL MAROKKÓ 24. OKTÓBER 2019

Marokkó er land dulúðar, ævintýra og stórbrotinnar náttúrufegurðar.
Sahara eyðimörkin er einna þekktust en yfir landinu tróna svo hin tignarlegu Atlas fjöll. Fagrar og gylltar sandstrendur laða að sólþyrsta ferðalanga enda veðurfarið yfir vetramánuðina yndislega hlýtt og notalegt. Menning og saga landsins lætur engan ósnortinn enda aldagömul og umvafin fallegum byggingum, moskum, höllum og sögufrægum stöðum. Borgin Marrakech er svo heillandi, seiðandi og suðræn með alla sína markaði og skemmtilegu andrúmslofti stórborgar. Sagði einhver „1001 nótt“?

Ferðirnar okkar til Marokkó í vetur bjóða uppá ævintýri fyrir alla, á öllum aldri. Borgir, sól, hreyfing eða golf. Þitt er valið.
Fallegar og góðar gistingar eru í boði – sumar með lúxus og dekri en aðrar sem einblína meira á strandalífið í Agadir. Agadir er stærsti sólstrandarstaður Marokkó en Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Borgin stendur við hinn fallega Agadir flóa, sem jafnan er talinn einn af þeim fallegri í heiminum en meðfram flóanum liggur gullin strandlengjan eins langt og augað eygir.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Sérferðir

Afþreying

Souk Al-Ahad
Marokkó er hvað þekktast fyrir sína risa markaði og í Agadir er einn slíkur, Souk Al-Ahad, sem vert er að heimsækja. Hér er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar, allt frá kertaluktum og fatnaði, upp í krydd, ávexti, grænmeti og kjöt og fisk. Og þó maður versli ekki neitt, er upplifun að koma hingað í þessa vöggu menningar þeirra Marokkóbúa. Markaðurinn er lokaður á mánudögum. 

Crocoparc zoological park
Þessi krókódílagarður er heimili yfir 300 Nílarkrókódíla, en í garðinum eru einnig m.a. eðlur og skjaldbökur. Hjá garðinum eru nokkrir grasagarðar sem skemmtilegt er að skoða. 

Paradise Valley (Paradísardalurinn)
Þessi undurfagri staður er staðsettur í rótum Atlas fjallanna og er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Agadír. Til að komast á staðinn þarf að keyra upp í fjöllin og ganga svo niður í dalinn en þar er hægt að taka sundsprett í náttúrulaugum og njóta fegurð fossanna. 

Vallee des Oiseaux
Almenningsgarður þar sem er mikið dýralíf, einkum fuglalíf. Garðurinn er þekktur fyrir flamingófuglana, en hér er einnig að finna aðrar fuglategundir og lítinn dýragarð með dýrum frá öllum heimshornum, svo sem lamadýr og simpansa. 

Verslun
Í Marina hverfinu (snekkjubátahöfninni) er m.a. að finna verslunina Zara, Mango og Mexx. Stórir „súpermarkaðir“ eins og Marjane er opinn frá kl: 09:00-22:00 alla daga. Í Uniprix, sem einnig er súpermarkaður, er nokkuð stór deild sem selur m.a. úrval af áfengi.
Í Argan Shop fást vöru unnar úr argan olíu, meðal annars sápur, krem og hárvörur. Argan olían er handunnin og búin til að fornum sið.

Kaffihúsin
Kaffihúsin í Agadir eru yfirleitt opin frá 06:00-23:00 og tilvalið að setjast niður og gæða sér á góðu kaffi eða hinu frábæra myntutei sem þeir eru svo þekktir fyrir.

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á úrval kynnisferða Í Agadír í haust og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði, bæði á komufundi sem og í upplýsingamöppum Heimsferða á gististöðum. Kynnisferðir eru bókaðar hjá fararstjóra þegar út er komið.

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Borgarferð

Agadir er þekktur sólstrandarstaður sem skartar fallegri, gullinni strandlengju. Borgin Agadir er sjöunda stærsta borg Marokkó en þetta er nútímaleg borg með breiðgötum, blómstrandi görðum, góðum hótelum, fallegri snekkjubátahöfn sem og líflegri höfn þar sem heimamenn bjóða fiskinn sinn til sölu. Hvað ferðamenn varðar að þá er strandlengjan megin aðdráttarafl Agadir, en borgin hefur upp á margt annað að bjóða og saga hennar er einkar áhugaverð. Í þessari ferð kíkjum við á höfnina í Agadir og virðum fyrir okkur iðandi mannlífið þar sem afli dagsins gengur kaupum og sölum, en höfnin var fyrsta sardínuhöfnin í heiminum. Við keyrum uppá hæðina fyrir ofan borgina og njótum útsýnis til allra átta frá hinu sögufræga Kasbah. Við stoppum við Moskuna í Agadir og fræðumst um mannvirkið og trúna. Þá kíkjum við á markaðinn „Souk“ í Agadir en þar er að finna nánast allt milli himins og jarðar. Borgarferðinni lýkur um kl.12.30. 

Innifalið: Íslensk fararstjórn og akstur.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Kamelreið

Þessi harðgerðu dýr hafa fylgt þessari þjóð um aldir og voru helstu fararskjótar eyðimerkunnar á árum áður, enda fætur þeirra hannaðir til að sökkva ekki niður í sandinn, þeir eru sterkir til burðar og geta verið án vatns svo dögum skiptir. Í þessari ferð bregðum við okkur á bak og förum um Eucalyptus skóg og strandsvæði Agadir, en eftir kamelreiðina er boðið uppá marokkóskt te. 

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Kvöldskemmtun

Í nokkurra kílómetra fjarlægð frá miðbæ Agadir, er slegið upp Berber kvöldskemmtun á veitingastað sem sameinar bæði hefðbundna marokkóska matargerð og glæsilega þjóðlagahefð. Við innganginn, sem er eins og hlið að Berber höll, fá gestir hlýlegar og hrífandi móttökur að hætti heimamanna sem eru m.a. klæddir á þjóðlegan hátt á hestbaki. Gestir fá að smakka marrokkóska matargerð og þjóðlagahefðir frá mörgum hlutum Marokkó eru sýndar.  Á meðan þú nýtur 5 rétta kvöldverðarins þá er boðið uppá tónlist, dans að hætti heimamanna ásamt því að magadansarar sýna listir sínar.  Eftir matinn verður borið fram myntute og marokkóskar kökur undir berum himni en þá hefst lokakaflinn þar sem dansarar, flugeldar og reiðmenn á arabískum hestum slá botn í kvöldið.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Marrakech

Einhver sagði að, það að heimsækja Marokkó en ekki Marrakech, væri eins og að fara til Parísar og sjá ekki Eiffel turninn. En Marrakech er önnur stærsta borg Marokkó á eftir Casablanca og er einnig þekkt sem „Rauða perla suðursins“.  Uppbyggingu þessarar fornu „Imperial city“ má rekja allt aftur til 11. aldar.  Marrakech er heillandi í ljósi mismunandi þjóðerna hennar, íslamska og arabíska arkitektúrsins sem og allra litanna sem ber fyrir augu. Við leggjum af stað kl.07.00 til Marrakech en akstur til borgarinnar tekur um 3klst.  Í Marrakech heimsækjum við íburðarmiklu Bahia höllina, Menara garðinn og Saadien grafhýsin ásamt því að virða fyrir okkur Koutoubia moskuna að utan.  Við snæðum hádegisverð áður en við skellum okkur á markaðinn „Souk“ sem neistar af lífi og sál og virðum fyrir okkur mannlífið á hinu fræga Djamaa El Fna torgi.  Við njótum hins einstaka andrúmslofts og þessa að horfa á dansara, götufimleika, apa sem sýna listir og snákatemjara ásamt öllu því sem ber fyrir augu.  Um kvöldið snæðum við svo kvöldverð áður en ekið er aftur til Agadir.  Þetta er nokkuð löng en afar áhugaverð ferð þar sem við upplifum svo sterkt andstæðurnar í mannlífi þessarar þjóðar og komumst hvað næst hjarta Marokkó. Við ráðleggjum fólki að taka með sér vatnsflösku, sér í lagi ef heitt er í veðri. 

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

4x4 Safarí

Massa er bær í Chtouka Ait Baha héraðinu um 55 km suður af Agadir en Massa er hjarta þjóðgarðsins „Souss Massa“ sem er þekktur fyrir fjölskrúðugt fuglalíf.  Við hefjum ferðina kl.09.00 og förum á 4x4 jeppum og uppgötvum töfrandi strendur Atlantshafsstrandlengjunnar.  Við ökum að Dam Moulay Youssef Ben Tachefine stíflunni og uppá hæðina fyrir ofan og njótum hins magnaða útsýnis og ef við erum heppin þá gæti okkur staðið til boða að njóta þess að drekka heitt myntute eða maula á nokkrum hnetum gegn vægu gjaldi.  Við höldum áfram og ökum framhjá lítilli eyðimörk, sjáum bananaekrur og gróðurvinjar.  Við njótum hádegisverðar að hætti Berba á veitingastað í fallegu marokkósku húsi í Oued Massa. Á leiðinni tilbaka ökum við til þorpsins Tassili og meðfram fjölskrúðlegu fuglalífssvæði og ströndinni til Agadir.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Tafraout & Tiznit

Möndlur og silfur, er það ekki frábær blanda? Þetta er einstök ferð um fjallendi Marokkó en Anti-Atlas fjallendið  er þekkt fyrir Ahouach tónlistar- og dansmenningu sína. Hér upplifum við landslag rauðu fjallanna sem einkennist af klettum sem eru úr bleiku graníti, græna dalina og falleg húsin sem hanga í klettum þessara einstöku fjalla. Hér uppgötvum við höfuðborg möndlunnar en í bænum Tafraout blómstra möndlutrén og heilla þá sem sækja bæinn heim.  Á leiðinni til baka stoppum við í bænum Tiznit en bærinn er þekktur fyrir silfursmiði sem bjóða úrval af Berba og silfur skartgripum.  Í þessari ferð er hádegisverður innifalinn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns.

Gott er að bóka kynnisferðirnar hér heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti í viðkomandi ferð en einnig er hægt að bóka kynnisferðirnar hjá fararstjóra þegar út er komið, á kynnisfundi eða í viðtalstímum.

Athugið! Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.

Athugið! Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Kort

Click to view the location of the hotel

Flugsæti (báðar leiðir með tösku og handfarangri)