Sólarferð
Borgarferð
Golfferðir
Hreyfiferðir
Sérferðir
Sportferðir
Siglingar
Flugsæti

Flachau

Flachau er meðal glæsilegustu skíðasvæða Austurríkis! Hér má ferðast á milli 5 svæða þar sem eru 25 þorp, 865 km af skíðabrautum og 276 lyftur.

Heimsferðum er það sönn ánægja að bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau en það er aðeins í um 70 km fjarlægð frá Salzburg. Skíðasvæðið er hjarta Ski-amadé svæðisins í Salzburg-héraði með endalausum brekkum.

Þaðan liggja leiðir inn á eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis, sem er snjóöruggt og með góðum brekkum af öllu tagi ásamt neti af afbragðslyftum sem ættu að tryggja öllum skíðamönnum það besta sem völ er á í fríinu.

Ekki má gleyma öllum fjallakofunum og aprés-ski stöðunum (stemmning eftir skíði) sem tryggja að líkaminn og andinn fái sitt.

Með einum skíðapassa er hægt að ferðast á milli 5 svæða þar sem eru 25 þorp, 865 km af brekkum og 276 lyftur af öllu tagi. „Snjókanónur“ sjá til þess að ávallt er nægur skíðasnjór.

Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu í Ski-amadé og þar er 1,5 km löng flóðlýst brekka, brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk.

Ferðir með skíðarútu sem fer reglulega á milli skíðasvæðanna eru innifaldar í skíðapassanum. Einn af fjölmörgu kostunum við Flachau er að þú getur ferðast á skíðum á milli Flachau, Wagrain og St. Johann og tekið rútuna yfir til Zauchensee, sem er annað stórglæsilegt svæði með frábærum brekkum. Ef þú hefur ekki farið í skíðaferð erlendis nú þegar, þá skaltu láta það eftir þér – það er fullkomlega þess virði og ekkert frí er eins og skíðafrí!

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti