Helstu kostir
 • Íslenskur fararstjóri
 • Glæsisigling í 7 nætur
 • Drykkjarpakki fylgir klefa með svölum
 • Fullt fæði í siglingunni
 • Gisting í 3 nætur í Orlando

Vestur Karíbahaf

0
Helstu kostir
 • Íslenskur fararstjóri
 • Glæsisigling í 7 nætur
 • Drykkjarpakki fylgir klefa með svölum
 • Fullt fæði í siglingunni
 • Gisting í 3 nætur í Orlando
Tilbaka

GISTING & VERÐ

 • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

7 daga sigling með Celebrity Equinox 14. – 24. nóvember 2019

Fararstjóri:
Vilborg Halldórsdóttir

Orlando · Fort Lauderdale · Key West · Puerto Costa Maya · Cozumel · George Town · Fort Lauderdale · Orlando

Flogið til Orlando í beinu flugi með Icelandair gist í 2 nætur fyrir siglingu á  The Florida Hotel & Conference Center í Orlando áður en ekið er til Ft. Lauderdale þar sem farið verður um borð í hið glæsilega skemmtiferðaskip Celebrity Equinox . Siglt er suður um Karíbahaf í 7 nætur með viðkomu á Key west, Puerto Costa Maya, Cozumel og George Town áður er haldið er til baka til Ft.Lauderdale. Eftir siglingu er gist  í 1 nótt á The Florida Hotel áður en haldið er heim á ný.

Celebrity Equinox er eitt af ný uppgerðu skipum Celebrity Cruises  verður endurnýjað í maí með öllum nýjustu þægindum sannkallað fimm stjörnu lúxus skip.  Skipið er 13 hæðir  er 122.000 rúmlestir, 317 metrar á lengd, tekur 2.852  farþega, glæsilegt skip í alla staði. Soler er efsta þilfarið þar sem hægt er að slaka á og  njóta töfrandi  útsýnis. The Lawn Club  Sveitaklúbbur er á næst efsta þilfari  með fallegri grasflöt og ýmiskonar afþreyingu. Resort þilfarið  er með sundlaugum  sólbekkjum og heilsulind þar sem hægt er að njóta margskonar dekurmeðferðar. Kvöldverðurinn er í aðal veitingasal skipsins, en fleiri veitingastaðir eru um borð með úrvali rétta.  Barir eru víða um skipið.

Ferðatilhögun

Dagur 1 - Brottför

Fimmtudagur  14. nóvember
Flogið  til Orlando síðdegis kl. 17:15 og áætluð lending kl. 21:10 á Orlando International flugvellinum. Ekið með hópinn á The Florida Hotel & Conference Center  sem er  Þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu. The Florida Hotel & Conference Center er gott 4* hótel vel staðsett  hótel  sambyggt Florida Mall verslunarmiðstöðinni.

Dagur 2 - Davlið Orlando

Föstudagur 15. nóvember
Frjáls dagur

Dagur 3 - Orlando, Fort Lauderdale

Laugardagur 16.nóvember
Eftir morgunverð er ekið til Fort Lauderdale, ferðin tekur rúmlega 3 klst.  Þegar komið er til Fort. Lauderdale er haldið um borð í skipið.  Þegar farþegar hafa komið sér fyrir er gott að skoða sig aðeins um á skipinu, þá er tilvalið að njóta útsýnis þegar skipið lætur úr höfn um kl. 15.30

Dagur 4 - Key West

Sunnudagur 17. nóvember
Key West er suðlægasta borgin á meginlandi Bandaríkjanna og er hluti af Flórída Keys sem er kóral eyjaklasi staðsettur undan suðurströnd Florída og skilur að Mexikóflóa og Atlandshafið. Fallegur bær sem vert er að skoða rithöfundurinn Ernest Hemingway bjó þar um tíma.

Dagur 5 - á siglingu

Mánudagur 18. nóvember

Nú er um að gera að njóta alls þess sem í boði er um borð,  skoða skipið vel átta sig á aðstæðum, taka því rólega við sundlaugina, fá sér kokkteil eða njóta einhverra af þeirri miklu afþreyingu sem er í boði um borð. Hægt er að njóta matar og drykkjar allan daginn.

Dagur 6 - Puerto Costa Maya

Þriðjudagur 19. Nóvember
Puerto Costa Maya Mexíkó er þar sem fortíðin og nútíminn mætast.  Þar er að finna fornar Maya rústir eins og Temple of the Mask   og dularfulla frumskóga sem vert er að skoða.  Frábæra einkaströnd þar sem er skemmtilegt að snorkla, eða bara að taka því rólega á ströndinni sannkölluð paradís með skemmtun og sögu.

Dagur 7 - Cozumel

Miðvikudagur 20. nóvember
Langar hvítar strendur, tær sjórinn og mjúkar öldur er eitt af því sem að einkennir Conzumel. Einn af vinsælustu  köfunarstöðum og snorkel svæðum í heiminum er við strendur Conzumel þar sem kafað er um kóralrif og skrautfiska. Á Conzumel er mikið af náttúrulegum hvítum ströndum þar sem hægt er að slaka á og njóta lífsins.

Dagur 8 - George Town, Grand Cayman

Fimmtudagur 21. nóvember
George Town er höfuðborg Grand Cayman sem er einn vinsælasti áfangastaður skemmtiferðaskipa í Karíbahafi allt árið um kring, þökk sé hitabeltisloftslagi er veðurfar mjög milt allt árið um kring. Gran Cayman er ein af þremur suðrænu eyjum sem Kristófer Kólumbus kallaði „ Las Tortugas“ Skjaldbökurnar vegna sjávarlífveranna sem hann fann í hafinu umhverfis eyjarnar.  Í nokkur ár hefur sjö mílnaströndin verið verðlaunuð sem ein af bestu ströndum í Karíbahafi.  Nægt úrval er af verslunum þar sem hægt er að versla tollfrjálsan varning, veitingastaða og kaffihúsa.

Dagur 9 - á siglingu

Föstudagur 22. Nóvember
Síðasti dagurinn á skipinu,gefst nú kostur á því að njóta alls sem er í boði um borð. Hvort sem það er að vera í sólinni úti á dekki og láta dekra við sig kíkja í búðir fá sem gott að borða eða bara að njóta þess að vera um borð áður en komið er til hafnar á ný í Fort Lauderdale.

Dagur 10 - Fort Lauderdale, Orlando

Laugardagur 23. nóvember
Snemma morguns leggst skipið að bryggju í Fort Lauderdale, eftir morgunverð er ekið af stað til Orlando þar sem að við munum gista aftur 1 nótt á The Florida Hotel  áður en haldið verður heim á ný.

Dagur 11 - Heimkoma

Sunnudagur 24. nóvember
Heimferðadagur nú fer  ævintýrinu senn að ljúka, síðasti dagurinn í Orlando.  Flogið er frá  Orlando MCO  flugvelli kl. 18.00  og áætluð lending í Keflavík að morgni 25. nóvember  Kl. 06:10.

Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti