Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Verona & Miðjarðarhafið

Veróna – Marseille – Malaga – Cadiz – Lissabon – Valencia – Barcelona

Skemmtileg haustferð sem hefst á flugi til Veróna. Dvalið í þessari fallegu borg í 2 nætur. Verona er ein elsta og fegursta borg Ítalíu, borg menningar, lista, tísku og ekki síst rómantíkur, enda var hún heimkynni frægustu elskenda allra tíma, Rómeó og Júlíu. Hringleikahúsið fræga í borginni, Verona Arena, er frá 1. öld og í sama byggingarstíl og Colosseum í Róm. Fjöldi ferðamanna flykkist árlega til Verona til að njóta menningarverðmæta, lista og sögu eða til að rápa á milli glæsilegra verslana eða veitingahúsa og njóta hins besta í mat og drykk. 

Daginn eftir komu er farið í kynnisferð um borgina sem er í þægileg gönguferð um gamla bæinn í Veróna þar sem farþegar sjá helstu kennileiti borgarinnar og merka staði.  Að morgni 25. október er ekið til Savona – sem er rúmlega 4 klst. akstur. Þaðan siglir Costa Mediterana um eftirmiðdaginn og þar með hefst 10 daga dásemdar sigling um Miðjarðarhafið þar sem hver dagur er sem nýtt ævintýri. Siglingunni lýkur þann 4. nóvember í Savona en þaðan er ekið til Nice í Frakklandi og flogið til Íslands með viðkomu í London.

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli í Veróna  í 2 nætur með morgunverðarhlaðborð. Kynnisferð í Veróna 24. október. 10  daga sigling m/allt innifalið (einhverjar undantekningar). Akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi. Hafnargjöld á skipi. Íslenskur fararstjóri miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.  

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir í Veróna og í siglingu. Aðgangseyrir á söfn, fæði og annað sem ekki er tilgrein að ofan. Þjórfé um borð í skipi er áætlað EUR 10.- á mann á dag.  

Ferðatilhögun

Dagur 1 - Flogið til Ítalíu

23. okt / mánudagur

Flug með Primera Air til Veróna. Brottför kl. 14:00 . Lending í Veróna kl. 20:10. Ekið frá flugvelli á hótel. Dvalið í 2 nætur á góðu 4* hóteli m/morgunmat innifalinn.

Dagur 2 - Dvalið í Verona

24. okt / þriðjudagur

Kynnisferð um Veróna. Gengið um miðbæinn að tveimur undursamlega fallegum torgum Piazza Erbe og Piazza Signori en þar má sjá hallir og grafhýsi Scaligeri fjölskyldunnar. Skammt þar frá eru „Casa Capuletti“ hús Júlíu með svölunum frægu. Ferðin endar við Piazza Bra torgið með hinu heimsþekkta 2000 ára gamla hringleikahúsi (Arena), skoðum okkur um á staðnum. Frá Arenunni liggja leiðir til allra átta. Verslunargatan Via Mazzini svíkur engan og sjálfsagt að kíkja á vöruúrvalið þar. Ferðin tekur um 2 klst. Dvalið á góðu 4* hóteli m/morgunmat innifalinn.

Dagur 3 - Savona & Sigling hefst

25. okt / miðvikudagur

Eftir morgunverð er ekið til hafnarborgarinnar Savona. Um 4 klst. akstur. Innritum okkur svo í Costa Mediterrana sem siglir frá höfninni stundvíslega kl.16.30 og við siglum til Marseille.

Dagur 4 - Marseille í Frakklandi

26. okt / fimmtudagur 

Marseille er önnur stærsta borg í Frakklandi eftir París. Hún er stærsta hafnarborg Frakklands og vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa og lúxus snekkja.   Borgin var ein af Menningarborgum Evrópu 2013. Fallegar byggingar prýða miðborgina sem gaman er að skoða. Þar eru einnig litríkar og skemmtilegar hringekjur sem veita börnunum ómælda gleði. Það er einfallt að skoða sig um á eigin vegum í borginni, röllta um í miðborginni en þar er  úrval veitingastaða, kaffihúsa og glæsilegar verslanir.

Komutími: 09:00 – Brottför: 17:00

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.  

 

Dagur 5 - Sigling um Miðjarðarhaf

27. okt / föstudagur 

Notalegur dagur framundan. Og nú er bara að njóta alls hins besta sem Costa Mediterrana hefur uppá að bjóða  í mat og drykk. Ýmsar uppákomur um borð sem sjálfsagt er að kanna – eða bara njóta líðandi stundar á þægilegri siglinu til suðurs.

Dagur 6 - Malaga á Spáni

28. okt / laugardagur 

Malaga er höfuðborg Malagahéraðsins á suðurströnd Spánar. Íbúafjöldi um 600.000 manns. Í miðbænum eru fallegar byggingar og úrval af listasöfnum. Þar er til dæmis listasafn sem tileinkað er listmálaranum  Pablo Picasso svo og  listasafn Pompidou sem er mjög áhugavert að skoða.  Þar eru   einnig söfn tengd öðrum efnum eins og t.d. flugvélasafn þar sem maður getur fræðst um allt sem tengist þessum farartækjum, bílasafn eða vínsafn svo eitthvað sé nefnt.

Komutími: 08:00 – Brottför: 19:00   

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.  

Dagur 7 - Cadiz á Spáni

29. okt / sunnudagur 

Cadiz er talin til elstu borga í Evrópu. Hafnarborg á Suð-Vestur Spáni og höfuðborg héraðsins Staðsetning borgarinnar er mjög sérstök, hún er byggð á eyju og hefur lega borgarinnar vissulega haft áhrif á sögu hennar gegnum tíðina. Þrátt fyrir einstaka legu sína er Cádiz dæmigerð andalúsísk borg með vel varðveittar sögulegar minjar og metnað í matargerðarlist. Gamli hluti borgarinnar er nefndur Casco Antiguo – og einkennist af þröngum og hlykkjóttum götum sem minna helst á völundarhús - en síðan tengjast þessar fornu götur með stórum tignarlegum torgum.

Komutími: 08:00 – Brottför: 18:00

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.                                                                                                            

Dagur 8 - Lissabon í Portúgal

30. okt / mánudagur 

Lissabon er stærsta borg og jafnframt höfuðborg Portúgals. Borgin á sér mikla sögu og menningu en er að sama skapi mjög nútímaleg borg. Hún er mjög hæðótt og er byggð á sjö hæðum, sem gerir hana eina af fallegustu borgum Evrópu en borgin er oftar en ekki kölluð San Francisco Evrópu. Gömul og falleg hverfi setja sinn svip á borgina. Má þar á meðal nefna Baixa, Chiado, Alfama, Bairro Alto og Rossio en öll eiga þau heillandi sögu, hvert á sinn hátt. Gaman er að ganga um miðbæinn, þar er mikið um litlar og þröngar götur en fyrir þá sem vilja skoða meira af borginni er hægt að fara með kláfi upp og niður hæstu brekkurnar. Dvalið í Lissabon yfir eina nótt.

Komutími: 09:00 – Brottför: 14:00                                        

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.  

Dagur 9 - Lissabon í Portúgal

31. okt / þriðjudagur 

Við siglum áfram frá Lissabon í Portúgal kl.14.00

Dagur 10 - Sigling um Miðjarðarhaf

1. nóv / miðvikudagur

Eftir viðburðarríka daga í Lissabon er notalegt að njóta lífsins um borð á Costa Mediterrana, taka þátt í dagskránni um borð eða einfaldlega að gera ekki neitt – nema jú að njóta líðandi stundar.  Og nú er siglt í norðurátt í áttina til borgarinnar Valcencia.  

Dagur 11 - Valencia á Spáni

2. nóv / fimmtudagur 

Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og ein af þessum dásamlegu spænsku borgum sem byggja á mikilli sögu og hefðum. Það má segja að Valencia hafi allt, hún er vinaleg og lifandi borg sem gott er að versla í og ekki skemmir fyrir að hér leit þjóðarréttur Spánverja, paella, fyrst dagsins ljós. Turia-garðurinn er í miðborginni hann er sannkölluð útivistarparadís en þar eru m.a. gönguleiðir ásamt því að hægt er að leigja hjól. Þarna er jafnframt lystigarður, kaffihús og  barir. Borg lista og vísinda samanstendur af 5 aðalbyggingum; óperuhúsinu Palau de les Arts Reina Sofia, kvikmyndahúsinu Imax, vísindabyggingunni The Prince Felipe viðburðabyggingunni Agora og svo að lokum hópi bygginga í gríðarlega stórum garði sem saman mynda sædýrasafnið Oceanografic, eitt það besta í heiminum!

Komutími: 13:00 – Brottför: 19:00  

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.                                                                                                            

Dagur 12 - Barcelona á Spáni

3. nóv / föstudagur

Barcelona er stórborg er iðar af lífi hvort sem það er dagur eða nótt. Þetta er  borg menningar, lista, matar og tísku.  Fallegar og sérstæðar byggingar arkitektsins Gaudís prýða borgina en þar ber hæst dómkirkjan fræga La Sagrada Familia. Camp Nou leikvangurinn er heimavöllur Barcelona FC. Fyrir fótboltaunnendur  er heimsókn á Camp Nou einstök upplifun. Svo er bara yndislegt að sitja á kaffihúsi við Römbluna og gæða sér á tapas og sangríu, rölta um þröngar hliðargötur og kíkja í litlar búðir og bari. Í kringum Ólympíuhöfnina er fjörugt mannlíf með veitingahúsum og skemmtistöðum.

Komutími: 08:00 – Brottför: 13:00  

Fjölbreyttar kynnisferðir eru í boði á vegum skipafélagsins um borgina og nágrenni hennar.

 

Dagur 13 - Flogið til Íslands

4. nóv / laugardagur

Siglingu lýkur. Ekið frá höfninni í Savona til Nice um það bil 2 klst akstur. Flug með Easyjet kl 16:30, og lending í London/Gatwick kl. 17:30. Flug með WOWair kl. 19:50 og lending í Keflavík kl. 23:25 að staðartíma.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 11