Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Skemmtisigling um páskana

Feneyjar – Bari – Dubrovnik – Split – Feneyjar

Hér er í boði skemmtileg 7 daga ferð sem hefst með dvöl í 2 nætur í Feneyjum en svo er haldið í 4 nátta sigling um Adríahafið. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa áður reynt þennan ferðamáta, en langar til að prófa og láta sannfærast um ágæti þess að sigla á milli staða.

Ferðin hefst á flugi til London Gatwick og þaðan er haldið áfram til Feneyja og dvalið þar í 2 nætur. Þá tekur við dásamleg sigling um Adríahafið með Costa Deliziosa sem er 5* lúxusskip. Fyrsti viðkomustaðurinn er borgin Bari í Puglia héraði á Ítalíu. Þaðan er siglt yfir Adriahafið til Dubrovnik og dvalið þar í 1 dag. Siðasti viðkomustaður siglingarinnar er borgin Split í Króatíu. Í lok ferðar er flogið frá Feneyjum til London og þaðan með kvöldflugi til Íslands.

Innifalið: flug, skattar, 1 taska 20kg, akstur samkvæmt ferðalýsingu, 2 nætur á 4* hóteli í Feneyjum með morgunverð, 4 nátta sigling m/allt innifalið (einhverjar undantekningar), hafnargjöld og þjónustugjöld í siglingu.

Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint sem innifalið.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Feneyja

26. mars / þriðjudagur
Flogið með WOWair til London Gatwick. Flugtak kl. 06:10, og lending á Gatwick flugvelli kl. 10:25. Flug frá London Gatwick til Feneyja kl. 13:50, lending kl. 17:00. Ekið frá flugvelli á hótel. Gist á góðu 4* hóteli í Feneyjum.

Dagur 2 - Dvalið í Feneyjum

27. mars / þriðjudagur
Frjáls dagur í Feneyjum. Hver maður þarf að koma einu sinn í lífinu til Feneyja. Þessi einstaka borg með öllum síkjunum og gondólunum, glæsibyggingum eins og Markúsarkirkjunni og hertogahöllinni, Feneyjar-kristalnum fræga og ótrúlegu mannlífi og heillandi sögu. Það er ævintýri líkast að eyða kvöldstund í Feneyjum. Skoða sig um á Markúsartorginu og fá sér svo góðan ítalskan kvöldverð á einhverju hinn a fjölmörgu veitingastöðum staðarins. Daginn eftir gefst einnig tími til að skoða sig um eða jafnvel bregða sér í hálfrar klukkustundar gondóla-siglingu um þröngu síkin í Feneyjum og út á Canal Grande að Rialto-brúnni, þetta er ómissandi upplifun!

Dagur 3 - Siglingin hefst

28. mars / miðvikudagur
Innritun í skipið er kl. 14:00. Siglingin hefst kl. 17:00. Og þá hefst þægileg lúxussigling og um að gera að njóta alls hins besta sem siglingin býður uppá.

Dagur 4 – Borgin Bari

29. mars / fimmtud. skírdagur
Bari er höfuðstaður Puglia-héraðsins, og mikilvæg hafnarborg við sunnanvert Adríahafið. Þar er miðstöð viðskipta, m.a. við lönd við austanvert Miðjarðarhaf. Upphaflega var Bari grísk nýlenda og síðar rómverskur verslunarstaður. Eldri hluti borgarinnar stendur á höfða á milli gömul og nýju hafnanna. Þar eru gamlar og fallegar byggingar og torg frá 11.-12. öld, og þröngar og krókóttar götur sem gefa heilsteypta mynd af ítölskum miðaldabæ. Nýrri hluti Bari er nútímaleg borg með breiðstrætum, viðskiptamiðstöð, háskólahverfi og menningarstofnunum ásamt leikhúsi og óperu auk þess sem þar er einnig úrval kaffihúsa, veitingastaða og verslana.

Dagur 5 – Perlan Dubrovnik

30. mars / föstudagurinn langi
Dubrovnik er oft nefnd perla Adríahafsins og er talin ein fegursta borg veraldar. Borgin er í suðurhluta Króatíu og stendur við Adríahafið. Umhverfi borgarinn er afar fagurt. Stór og mikill steinveggur umlykur borgina og setur sterkan svip sinn á hana. Þar eru einnig gríðarlega fagrar byggingar og segja má að sagan sé hér á hverju horni. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Sannarlega borg sem er gaman er að heimsækja.

Dagur 6 – Sögulega Split

31. mars / laugardagur
Það búa um 200.000 manns í Split og er hún næst stærsta borg Króatíu. Borgin er talin vera 1700 ára gömul og þar er mikið af sögulegum minjum og fornmunum sem ná aftur til 500 f.Kr. Gamli bæjarhlutinn í Split hefur byggst inn í og í kringum höll rómverska keisarans Díókletíusar. Höllin stendur að hluta til enn og prýðir bæði miðborg Split og er á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin liggur við strönd Adríahafsins og við strandgötuna standa hótel, barir og veitingahús á milli pálmatrjáa. Markaðsbásar standa við hallarveggina þar sem Díókletíus gekk um forðum.

Dagur 7 – Flogið til Íslands

1. apríl / sunnudagur Páskadagur
Siglingunni lýkur í Feneyjum. Komið er til Feneyja að morgni. Ekið frá höfninni til flugvallar. Flug með Easyjet til London/Gatwick. Flugtak kl. 16:15, lending í Gatwick kl. 17:30. Flug með Icelandair frá Gatwick kl. 21:10, og lending í Keflavík kl. 23:10.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti