Sólarferð
Borgarferð
Golfferðir
Hreyfiferðir
Sérferðir
Sportferðir
Siglingar
Flugsæti

Glæsisigling um framandi slóðir

Singapore – Malasía – Thailand – Kambodía – Balí – Singapore

Komdu með í ferð til Singapore og glæsisiglingu um framandi slóðir 23. janúar í 24 nætur. Sigling er afar þægilegur og einstaklega skemmtilegur ferðamáti. Það er sem draumi líkast að heimsækja nýjan og spennandi áfangastað nánast á hverjum degi – án þess að þurfa að skipta um gististað. Þægilegra getur það varla verið. Fallegur og góður aðbúnaður um borð bæði í mat, drykk og skemmtun. Úrval af skemmtilegum og fræðandi kynnisferðum í boði frá hverjum áfangastað.

Flogið er til og frá Helsinki. Í upphafi ferðar er dvalið í 3 nætur í Singapore og farið verður í 2 áhugaverðar kynnisferðir í Singapore. Þann 27. janúar hefst 14 daga draumasigling á Costa Victoria um hið heillandi suður-Kínahaf. Hér fá farþegar að kynnast söguslóðum frá árdögum menningarinnar og upplifa framandlegan lífstaktinn á þessum slóðum.

Áhugaverðir staðir eru heimsóttir í siglingunni, stórborgir á borð við Kuala Lumpur og Bangkok með sínu iðandi og litríku mannlífi en einnig friðsælar og framandi strendur eins og Phuket í Thailandi. Í lok siglingarinnar er flogið til draumaeyjunnar Balí og dvalið þar í 5 nætur. Áhugaverðar kynnisferðir um þessa fallegu eyju en einnig gefst góður tími til að njóta lífsins og hins hljóða og kyrrláta lífstaktar sem er svo einkennandi fyrir heimamenn á Balí.

Um Costa Victoria
Sjósett 1996 * Endurnýjað 2004 * Lengd: 253 metrar * Breidd: 32 metrar * 75.000 tonn * hæðir 12 * Fjöldi farþega: 2.400 * Fjöldi starfsfólks: 800 * 8 lyftur * 5 veitingasalir * 10 barir * kaffibar * 3 sundlaugar * 1 innisundlaug * 4 nuddpottar * móttaka * ferðaskrifstofa * læknisþjónusa * apótek * ljósmyndastofa * verslanir * leikhús * pianóbar * diskótek * spilaherbergi * bókaherbergi * kaffitería * verslanir * leikherbergi barna * heilsurækt * skokkhringur * hárgreiðslustofa * líkamsrækt * netkaffi * setustofur * næturklúbbur * loftkældir klefar * öryggishólf í klefa *

Innifalið: Flug, skattar, taska/23kg, gisting í 3 nætur í Singapore, 14 nátta sigling m/allt innifalið (einhverjar undantekningar) hafnargjöld. Flug til/frá Bali og gisting á í 5 nætur á Balí, 1 kvöldverður í Singapore og 3 kvöldverðir á Balí. 2 kynnisferðir í Singapore og 3 kynnisferðir á Balí. Akstur til og frá flugvelli samkvæmt ferðatilhögun. Íslenskur fararstjóri miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

*Athugið! Staðfestingargjald er 150.000 kr. á mann.

Ferðatilhögun

Dagur 1/2 – Ferðast til Singapore

23.-24. janúar
Flug frá Keflavík til Helsinki. Flugtak kl. 10:25, og lending í Helsinki kl. 15:55. Frá Helsinki er síðan haldið áfram til Singapore kl. 23:55 og lent í Singapore kl. 05:55 að morgni 24. janúar. Ekið frá flugvelli á hótel í Singapore. Innritun á 4* hótel í miðborg Singapore. Um kvöldið er farið á skemmtilegan sjávarréttarstað í Clarke Quay hverfinu sem stendur við Singapore ána. Í þessu hverfi er fjöldinn allur af góðum veitinga- og skemmtistöðum.

Dagur 3/4 – Dvalið í Singapore

25.-26. janúar
Singapore er borg-eyríki syðst á Malasíuskaga. Með töfrum sínum hún til sín fleiri ferðamenn á ári hverju en þekkist víðast annars staðar. Fáir staðir geta státað af jafn fjölskrúðugu mannlífi því íbúar höfuðborgharinnar eru vel á milljón og ægir þar saman mörgum og ólíkum þjóðarbrotum sem á aðdáunarverðan hátt lifa saman í sátt og samlyndi. Skemmtilegt er að skoða sig um í China Town, Little India og Arab-Street svo fátt eitt sé nefnt. Verslun og viðskipti eru lífleg í Singapore og nauðsynlegt að bregða sér á Orchard Road, en þar eru verslanir stórar og smáar ásamt spennandi veitinga- og kaffihúsum.

25. janúar - Kynnisferð um Singapore
Eftir morgunverð er haldið af stað í hálfsdags kynnisferð um Singapore. Fræðumst um sögu borgarinnrar og hvernig hin fjölbreyttu þjóðarbrot lifa í sátt og samlyndi í borginni. Í ferðinni er ekið um fjármálahverfi borgarinn með sínum háreistu skrifstofubyggingum. Einnig verður gengið um í Merlion garðinn sem er eitt þekktasta tákn Singaporeborgar. Þá verður komið við Little India og Chinatown, ásamt því að skoða einstök musteri borgarinnar. Efitrmiðdagurinn er frjáls til að skoða sig um á eigin vegum.

26. janúar – Ferð til Sentosa
Kynnisferð til eyjunnar Sentosa. Ferðin hefst á akstri upp fjallið Faber en þaðan er farið í kláf yfir til Sentosa eyjunnar. Á leiðinni er stórkostlegt útsýni yfir Sentosa og suðurhluta Singapore. Á eyjunni skoðum við meðal annars sædýrasafn þar sem gengið er í gegnum undirvatnsgöng sem eru tæplega 90 km að lengd, tilfinning er eins og gengið sé á hafsbotninum og fjöldinn allur af litríkum fisum í öllum stæðrðum og gerðum synda í kring gesti og gangandi.

Dagur 5 - Sigling hefst

27. janúar
Áætluð brottför af hótelinu niður að höfn um kl. 14:00. Siglingin sjálf hefst kl. 20:00.

Dagur 6 - Kuala Lumpur í Malasíu

28. janúar
Komutími: 10:00. Brottför: 17:00
Kuala Lumpur er hin fagra höfuðborg Malasíu. Afar nútímalega borg með himinháum skýjaklúfum í bland við fallega musteri, moskur, indversk og kínversk hof og apa sem sveifla sér í trjánum! Þar búa um 7 milljónir manna. Kennileiti Kuala Lumpur eru Tvíburaturnarnir sem lengi vel voru hæstu byggingar heims en þeir eru 452 metrar. Malasía var bresk nýlenda allt til ársins 1957, enda tala þar flest allir góða ensku, og borgin er í raun mjög vestræn.

Dagur 7 - Langkawi í Malasíu

29. janúar
Komutími: 10:00 – Brottför: 20:00
Langkawi er eyja fyrir utan Malasíu. Lítil náttúruperla með drifhvítum ströndum og kristaltærum sjó. Sannkölluð paradís fyrir sólþyrsta ferðamenn. Það er aðeins búið á 4 af þeim 99 eyjum sem mynda Langkwai og af þessum 4 eyjum eru 3 af eyjunum lítið byggðar. Íbúafjöldi eru um 30.000.

Dagur 8/9 - Phuket í Tælandi

30.-31. janúar
Komutími: 08:00. Brottför: 18:00
Phuket er vinsæll ferðamannastaður á vestuströnd Thailands. Stærsta eyja Thailands sem hefur flest það sem ferðamaðurinn óskar sér. Falleg og fjölbreytt landssvæði með skógivöxnum fjöllum og gróðursælum ökrum, litríkum smáþorpum sem gaman er að skoða nánar. En það eru strendurnar við þessa fallegu eyju sem eru samt aðal adráttaraflið.

Dagur 10 - Penang í Malasíu

1. febrúar
Komutími: 07:00. Brottför: 16:00
Penangeyja liggur skammt undan norð-vesturstönd Malasíu en þar blakta pálmatrén á hvítri ströndinni. Gullfalleg musteri rísa upp úr hitabeltisgróðrinum – eins og draumsýn. Þarna má skoða fiðrildabúgarð, þjóðminasafn, listasafn og snákamusteri. Allt er þetta í senn heillandi, framandi og spennandi. Þessi fallega eyja er oft köllu Perla austursins. Íbúar eru um 700.000. Georgetown er miðja Penang þar sem flestir ferðamenna koma.

Dagur 11 - Malacca í Malasíu

2. febrúar
Komutími: 10:00 Brottför: 20:00
Malacca er rík af sögu liðinna alda. Sögulegar byggingar, gömul landssvæði og byggingar frá nýlendu tímanum. Enn þann dag í dag gætir áhrifa frá Bretum, Hollendingum og Portúgölum sem settu hér mark sitt á staðinn. Fallegar byggingar, virki, söfn kirkjur og turnar. Það er fróðlegt að heimsækja fornmuna verslanirnar á Jonker street sem þar eru á hverju strái og skemmtilegt að skoða og jafnvel að gera góð kaup.

Dagur 12 - Singapore

3. febrúar
Komutími. 09:00 Brottför: 20:00
Dvalið í Singapore í einn dag. Tilvalið tækifæri að skoða allt sem ekki náðist að skoða fyrir upphaf siglingarinnar.

Dagur 13 - Á siglingu

4. febrúar
Um að gera að njóta lífsins og alls þess sem Costa Victoria hefur upp á að bjóða.

Dagur 14 - Koh Samui á Tælandi

5. febrúar
Komutími 09:00 Brottför: 18:00
Koh Samui er þriðja stærsta eyja Thailands og næst stærsta eyja austurstrandarinnar. Eyjan er einkum þekkt fyrir fallegar, hvítar strendur og hreinan og tæran sjó. Á eyjunni er boðið upp á mikið úrval af áhugaverðum skoðunarferðum.

Dagur 15/16 - Laem Chabang á Tælandi

6.- 7. febrúar
Komutími: 09:00 Brottför: 16:00
Frá hafnarborginni Laem Chabang er um 2 klst. akstur í norður átt til Bangkok, og um það bil 1 klst. akstur til Pattaya strandarinnar. Um að gera að bóka kynnisferð á vegum skipafélagsins til Bangkok sem er höfuðborg Thailands. Borgin er stærsta borg Thailands og er miðstöð stjórnunar, fjármála, menningar og menntunar þar búa um 9 milljónir manna. Bangkok er afar alþjóðleg, fjölbreytt og heillandi borg þar sem gamlir og nýjir tímar mætast og þróast í allar áttir. Þarna eru gömul Búddahof, fagrar hallir og skemmtilega litríkir markaðir. Áin Chao Pray og hin fjölmörgu síki setja svip sinn á borgina.

Dagur 17 - Sihan- oukville í Kambodíu

8. febrúar
Komutími: 09:00 Brottför: 18:00
Sihanoukville er hérað í Kambodíu við Thailands flóann. Suðvestur af höfuðborginni Phnom Penh. Fallegar strendur og góð þjóusta við ferðamenn hafa gert Sihanoukville að eftirsóttum ferðamannastað.

Dagur 18 - Á siglingu

9. febrúar
Við höldum áfram að njóta lífsins og alls þess sem Costa Victoria hefur upp á að bjóða.

Dagur 19 - Singapore

10. febrúar
Komutími kl 09:00. Siglingu lýkur.
Ekið frá höfninni til Singapore til flugvallar. Flug um eftirmiðdaginn til Denpasar á Balí. Ekið frá flugvelli á hótel. Komið á hótel um kvöldmatarleitið. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 20/23 - Dvalið á Balí

10.-14. febrúar
Næstu 5 daga verður dvalið á draumaeyjuni Balí. Balí er ein af 13.000 eyjum í Indónesíu og oft nefnd Eyja guðanna eða einfaldlega paradís á jörð. Balí er eina eyja Indónesíu sem varðveitir ennþá Hindú-menningaraf sinn en það skapar eyjunni ákveðna menningarlega sérstöðu. Ægifagrar strendur, stórbrotin náttúrufegurð, litríkar trúarathafnir, forn musteri, handverk og listir heimamanna bíða þeirra sem sækja eyjuna heim. Það sem gerir Balí enn meira töfrandi er dulúðugt og seiðmagnað andrúmsloftið sem ríkir á eyjunni, töfrandi menningarheimur þar sem guðir og galdrar eru í hávegum hafðir, og gestrisni og lífsgleði heimamanna snertir við öllum þeim sem sækja hana heim. Dvalið á Hotel Puri Santrian á Sanur ströndinni en Sanur ströndin er umkringd kóralrifum. Þar eru mörg falleg strandarhótel, veitingastaðir, barir og verslanir.

11. febrúar – Kvöldferð til Uluwatu
Brottför frá hóteli um eftirmiðdaginn. Ferðin hefst á heimsókn í Sad Khawngan hofið þaðan sem sólsetrið er hvergi fegurra. Þá er haldið til Uluwatu hofsins þar sem innfæddir sýna listir sínar í dansi og söng. Í lokin er borinn fram kvöldverður á ströndinni.

12. febrúar - Dagsferð til Ubud
Ubud er menningarlegur staður og hefur mesta seiðmagn allra bæja á Balí. Hér er mistöð lista og menningar. Njótum dagsins í þessum fallega bæ, skoðum hallir og líflega markaði og njótum þessa einstaka bæjar.

13. febrúar - Dagsferð til Tegalalang hrísgrjónaakranna
Dagsferð sem hefst á akstri til Tegalalanga þar sem hrísgrjónarækt er mikið stunduð á tilgerðum hrísgrjónasvölum – afar sérstætt og fróðleg að sjá. Hádegisverðarhlaðborð á fallegum útsýnisstað. Og höldum áfram að skoða þessa fallegu eyju.

14. ferbrúar - Frjáls dagur til að njóta
Í dag er frjáls dagur að hætti hvers og eins. Það er hægt að halda áfram að skoða Balí eða einfaldlega notið þess að kúra á ströndinni.

Dagur 24 - Ferðast til Íslands

15.-16. febrúar
Um eftirmiðdaginn 15. febrúar er ekið út á flugvöll og flogið á ný til Singapore. Þaðan er flogið með Finnair til Helsinki kl.23:45, og lent á Helsinki flugvelli kl. 05:45 að morgni 16. febrúar. Flug til Íslands með Icelandair kl. 14:20 og lending á kelfavíkurflugvelli kl.15:55 að staðartíma.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti