Miðjarðarhafssigling

0
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Miðjarðarhafssigling Aþena - Barcelona
28. maí – 10. júní 2019                                            Emerald Prinsess

Heimsferðir bjóða í fyrsta skipti siglingu með hinu glæsilega skipafélagi Princess Cruises en félagið hefur verið starfandi í rúm 50 ár og í flota þeirra eru 18 glæsileg skemmtiferðaskip. Á hverju ári er þeir með rúmlega 1,5 milljón farþega og koma þeir við á rúmlega 300 áfangastöðum. Þjónustan og aðbúnaðurinn um borð er mjög glæsilegur í alla staði.

Að sigla með skemmtiferðaskipi er svo sannarlega einstök upplifun þar sem vaknað er á nýjum stað á hverjum degi. Emerald Princess er nýjasta skipið í flota Princess Cruises og er stórglæsilegt í alla staði, það er allt sem búast má við í nútíma lúxus skipi, fjöldi glæsilegra veitingastaða, barir. Lúxus SPA með fjölmörgum meðferðum og líkamsrækt. Þú getur notið þess að horfa á kvikmynd umdir stjörnubjörtum himni ásamt mörgu öðru. Skipið tekur allt að 3.080 farþega.

Aþena – Santoríni, Grikkland - Kotor, Svartfjallaland – Sikiley – Napolí, Ítalía - Barcelona

13 daga ferð þar af 7 dagar á siglingu. Flogið með Lufthansa frá Keflavík til Aþenu með millilendingu í Frankfurt gist verður 4 nætur í Aþenu fyrir siglingu á 4* hóteli, eftir siglingu verður gist í 2 nætur í Barcelona á 4* hóteli áður en haldið er til Íslands í beinu flugi með Vueling 10. júní.

Innifalið í verði:

  • Flug, skattar innrituð taska 20 kg.
  • Gisting í 4 nætur í Aþenu og 2 nætur í Barcelona á 4* hóteli
  • 7 nátta sigling með fullu fæði og  hafnargjöldum
  • Akstur til og frá flugvelli og skipi samkvæmt ferðalýsingu.
  •  Íslenskur fararstjóri miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið:

  • Þjónustugjald í siglingunni 13.50 USD á mann á dag,
  • Drykkir 
  • Kynnisferðir og annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu,

Ferðamannaskattur í Aþenu og Barcelona sem ferðamenn greiða á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt, gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. 

Ferðatilhögun

Þriðjudagur 28. maí - Brottför

Brottför er þriðjudaginn 28. maí, Keflavík – Frankfurt – Aþena. Flogið til Aþenu með Luftahansa eftir hádegi kl. 14:15 áætluð lending kl. 00:10 +1 með stuttri millilendingu í Frankfurt. Ekið með hópinn á hótelið í Aþenu þar sem gist verður næstu 4 næturnar.

Miðvikudagur 29. maí - Aþena

Tökum því rólega fyrir hádegi, síðan verður kynnisferð um helstu staði Aþenu. Þar fáum við að kynnast stöðum sem mörg okkar hafa upplifað í gegnum sögubækur. Ferðin byrjar á stoppi við Panathinaiko leikvanginn en þar voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir árið 1896. Leikvangurinn er einstakur, því fyrir utan sögulegt gildi er hann einn sinnar tegundar, byggður úr hvítum marmara.

Við ökum hjá Zappeion og hofi Seifs, fræðumst um háskólasvæðið í Aþenu og Þjóðbókasafnið ásamt fjölda annarra áhugaverða staða.

Við tökum í lokin góða göngu um fallegan miðbæ Aþenu. Á leið okkar að Acropolis safninu göngum við fram hjá söngleikahöll Herodesar og leikhúsi Diónýsosar sem er fyrsta eiginlega leikhús sögunnar. Innifalið í þessari ferð er aðgangur að Acropolis hæðinni.

Fimmtudagur 30. maí - Aþena

Frjáls dagur.

Föstudagur 31. maí - Sounion höfðinn

Í Grikklandi eru margir staðir sem hægt væri að lýsa sem mikilfenglegum, Sounion höfðinn er einn þeirra.

Við ökum af stað með fram sjávarsíðunni með glæsilegt útsýni yfir Saronic flóann en við flóann liggja sum af fallegustu úthverfum Aþenu eins og Glyfada, Vouliagmeni og Varkiza. Aðkoman að Sounion höfðanum er einstaklega falleg þar sem höfðinn rís upp úr sænum.

Forn grikkir kunnu svo sannarlega að velja sér byggingarreit fyrir hofin sín því á toppi höfðans trónir Hof Poseidons sem eru minjar frá 5.öld f.k. Við hofið er stórkostlegt útsýni og á góðum degi er hægt að sjá að minnsta kosti 7 eyjar. Þverhnípi er frá barmi Sounion og niður í sjó eða rúmlega 60 metrar.

Blundi í þér skáld eða rithöfundur er hæglega hægt að finna fyrir innblæstri í þessari ferð eins og mörg skáld hafa vitnað um. Einn þeirra, Lord Byron sem heimsótti hofið árið 1810. Nafn Byrons er grafið í eina af súlum hofsins en ekki er þó vitað hvort Byron sjálfur hafi ritað nafnið eða einhver annar. 

Laugardagur 1. júní - Aþena

Frjáls dagur fram að hádegi, fáum okkur hádegisverð áður en farið verður um borð í Emerald Princess síðdegis, þegar farþegar hafa komið sér fyrir er gott að skoða sig aðeins um á skipinu og átta síg á aðstæðum, Emerald lætur úr höfn kl.19.00.

Sunnudagur 2. júní - Santorini

Santorini er sannkölluð paradís og býr hún yfir einstakri fegurð sem skilur engan eftir ósnortinn. Saga eldfjallaeyjunnar spannar mörg þúsund ár og er hún sögð geyma leyndarmálið um hið horfna Atlantis.

Þar er gaman að ganga um allar þröngu göngugöturnar, kíkja í eitthvað af listagalleríum eða skoða dómkirkjuna.

Mánudagur 3. júní - Dagur á siglingu

Um að gera að njóta þess að vera um borð, hvort sem það er að borða góðan mat, fara í SPA skoða í búðir eða bara að slappa af við sundlaugarbakkann.

Þriðjudagur 4. júní - Kotor (Svartfjallaland)

Kotor stendur við eina bestu náttúrulegu höfn Adríahafsins sem er í raun lengsti og stórkostlegasti fjörður í Suður – Evrópu. Stór hluti af Svartfjallalandi er fjalllendi sem liggur í víðáttumiklum kalksteinafjöllum. Kotor er með þröngar götur, fornum steinhúsum, kirkju frá 13 öld. Þar er mikið um krár, kaffihús og matsölustaði.

Miðvikudagur 5. júní - Messína, Sikiley (Ítalía)

Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús.

Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir rómverska byggingarlist fyrr á tímum.

Fimmtudagur 6. júní - Napólí (Ítalía)

Napolí er fræg hafnarborg og þriðja stærsta borg Ítalíu, borginni hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar frá tímum Grikkja og Rómverja. Eldfjallið Vesúvíus setur sterkan svip sinn á borgina. Og hin forna borg Pompei er skammt undan en þangað er aðeins tæplega klukkustundar akstur.

Skammt frá höfninni er Piazza del Plebiscito, þar er t.d. San Carlo konungshöllin og Castel Nuovo. Einnig er áhugavert að skoða þjóðminjasafn borgarinnar, en það hefur að geyma ótrúlega sögu, fróðleik og mikið af munum sem eitt sinn tilheyrðu Pompei.

Föstudagur 7. júní - Dagur á siglingu

Síðasti dagurinn á siglingu. Eftir viðburðaríka daga er notalegt að njóta lífsins um borð á Emerald Princess, taka þátt í dagskránni um borð eða einfaldlega að gera ekki neitt – nema jú að njóta líðandi stundar. Og nú er siglt til borgarinnar Barcelona.

Laugardagur 8. júní - Barcelona

Eftir morgunverð á skipinu verður farinn kynnisferð um Barcelona áður en að við förum á hótelið. Dvalið verður í tvær nætur í Barselona.

Sunnudagur 9. júní - Barcelona

Frjáls dagur í Barcelona.

Mánudagur 10.júní - Heimkoma

Við kveðjum Barcelona og fljúgum heim til Íslands. Frjáls dagur fram að brottför frá hóteli. Flogið verður með Vueling frá Barcelona kl.18:10 áætluð lending í Keflavík er kl. 21:00.

Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti