Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Heimssiglingar 2018 & 2019

Karabíahafið – Mexíkó – vesturströnd USA – Hawaii – Ástralía – Indónesía – Singapore – Malasía – Thailand – Indland – Dubai

Sannkallaðar draumasiglingar til framandi landa og til áfangastaða sem marga dreymir um að heimsækja. Hægt er að bóka hluta heimssiglingarinnar, 28 daga, eða lengri siglingar sem vara í allt að 106 daga.

Helstu viðkomustaðir eru: Karabíahafið, Mexíkó, vesturströnd USA, Hawaii, Ástralía, Indónesía, Singapore, Malasía, Thailand, Indland og Dubai svo fátt eitt sem nefnt en það er þá m.v. 100 daga siglingu. Allt eru þetta staðir sem flesta dreymir um að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

Það er einstaklega þægilegt að innrita sig á 5* lúxusskip sem flytur farþega sína heimshorna á milli á meðan njóta farþegar alls hins besta í mat og drykk. Allur aðbúnaður um borð í skipinu er einstaklega góður og sannkölluð veisla í mat, drykk og afþreyingu frá morgni til kvölds. Boðið er uppá spennandi kynnisferðir allsstaðar sem gott er að kynna sér fyrir brottför. Góður tími til stefnu og um að gera að láta drauma sína rætast!

Hafðu samband við ferðaráðgjafa í síma 595-1000 til að bóka þessa ferð!

Frá kr. 699.995
Netverð á mann frá kr. 699.995 m.v. 2 í klefi án glugga í 28 daga siglingu 12. janúar´18 frá Barcelona til Los Angeles.
Netverð á mann frá kr. 1.999.995 m.v. 2 í klefi án glugga í 100 daga siglingu 11. janúar´19 frá Barcelona til Feneyja.

Innifalið: Sigling m/fullu fæði, hafnargjöld og kynnisferðir.

Ekki innifalið: Flug, skattar, taska, gisting, akstur, kynnisferðir og þjórfé.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti