Heimssigling

Sannkölluð draumasigling til ótal framandi áfangastaða.

Staðir sem flesta dreymir um að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Það er einstaklega þægilegt að innrita sig á  5* lúxusskip sem flytur svo farþega sína heimshorna á milli á meðan þeir njóta alls hins besta í mat og drykk á leiðinni. Á öllum áfangastöðum er boðið uppá spennandi kynnisferðir sem farþega geta kynnst sér vel áður en af stað er haldið.

Vinsamlega hafið samband við ferðaráðgjafa Heimsferða, í síma 595-1000, til að fá nánari upplýsingar um verð og bókunarstöðu.

11. JANÚAR – 26. MARS 2019

74 daga sigling  frá Barcelona – Singapore

Spánn - Morocco - Kanaríeyjar - Brasilía - Argentína - Úruguay - Chile - Polynesína - Nýja Sjáland - Ástralía - Indónesía - Bali - Singapore

Sannkölluð draumasigling til 24 framandi áfangastaða í 12 löndum. Meðal annars er siglt til Brasilíu, Argentínu, Úruguay, Chile, Nýja Sjálands, Ástralíu, Indónesíu, Bali og Singapore svo fátt eitt sem nefnt.

Möguleiki er að fara í styttri siglingu, 33 daga, eða lengri siglingu, 106 daga.

Skipið Costa Luminosa - skip ljósanna 

Allur aðbúnaður um borð í Costa Luminosa er einstaklega góður og sannkölluð veisla í mat, drykk og afþreyingu frá morgni til kvölds.

Glæsilegt skip í eigu ítalska skipafélagsins Costa Cruises. Costa Luminosa var sjósett 2009, skipið er 294m að lengd, 32,25 m að breidd og 92.600 tonn. 12 hæða skipið getur tekið allt að 2.300 farþega og starfa um 920 starfsmenn um borð. Um borð Costa Luminosa eru 3 sundlaugar, 4 nuddpottar, barnalaug, leikherbergi fyrir börnin, heilsurækt, hlaupabraut, hárgreiðslustofa, læknir, heilsugæsla, netkaffi, bókaherbergi, spilaherbergi, setustofur, leiksvið, næturklúbbur, diskótek, spilavíti, 4-D kvikmyndasalur, 4 veitingastaðir, kaffitería, 11 barir, verslanir og 12 lyftur, svo eitthvað sé nefnt. Allir klefar um borð eru loftkældir og með öryggishólfi.

Siglingahraði: 21,6 hnútar
Hámarks hraði: 23,6 hnútar

Verðdæmi:
1.431.000.- á mann í tvíbýli í innri klefa / IP
1.660.000.- á mann í tvíbýli í ytri klefa (með glugga) / EP  
1.998.000.- á mann í tvíbýli í klefa með svölum / BP
Ath. Verð er miðað við gengi 23. ágúst 2018 

Innifalið í verði:
74 daga sigling með fullu fæði, hafnargjöldum, þjónustugjöldum, 10 kynnisferðum.

Vinsamlega hafið samband við ferðaráðgjafa Heimsferða, í síma 595-1000, til að fá nánari upplýsingar um verð og bókunarstöðu.

5. JANÚAR – 26. APRÍL 2020

Ævintýraleg sigling til 41 áfangastaðar með Costa Deliziosa

Feneyjar - Corfu - Civitavecchia/Róm - Marseilles - Barcelona - Tenerife - Barbados - Aruba - Panama - Equador - Chíle - Páskaeyjar - Papeete - Bora Bora - Tonga - Nýja Sjáland - Melbourne - Syndney - Caims - Rabaul - Japan - Suður Kórea - Shanghai - Hong Kong - Víetnam - Singapore - Malasía - Sri Lanka - Indland - Oman - Jórdanía - Ísrael - Krít - Grikkland - Feneyjar

Einstök heimssigling um borð Costa Deliziosa. Möguleiki er að velja um upphaf siglingarinnar frá Feneyjum, Cicitavecchia/Róm, Marseilles eða Barcelona. 

Lagt af stað frá:
Feneyjum - 112 dagar 
Civitavecchia/Róm - 108 dagar 
Marseilles - 107 dagar
Barcelona - 106 dagar

Vinsamlega hafið samband við ferðaráðgjafa Heimsferða, í síma 595-1000, til að fá nánari upplýsingar um verð og bókunarstöðu.

Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti