Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Bari & Eyjahafið

Skemmtisigling undir suðrænni sól er sannarlega draumur sem margan dreymir. Nú er tækifærið að láta drauminn rætast í þessari ferð. Afar áhugaverð og spennandi  ferð þar sem farþegum gefst tækifæri á að skoða sig um í hinu einstaka héraði Puliga á suðaustur strönd Ítalíu og fara í spennandi kynnisferðir um þetta skemmtilega landsvæði.

Barier höfuðstaður Puliga-héraðsins, og mikilvæg hafnarborg við sunnanvert Adríahafið. Þar er miðstöð viðskipta, m.a. við lönd við austanvert Miðjarðarhaf. Upphaflega var Bari grísk nýlenda og síðar rómverskur verslunarstaður. Eldri hluti borgarinnar stendur á höfða á milli gömul og nýju hafnanna. Þar eru gamlar og fallegar byggingar og torg frá 11-12 öld, og þröngar og krókóttar götur sem gefa heilsteypta mynd af ítölskum miðaldabæ. Nýrri hluti Bari er nútímaleg borg með breiðstrætum, viðskiptamiðstöð, háskólahverfi og menningarstofnunum, leikhúsi, óperu, en þar er einnig úrval kaffihúsa, veitingastaða og verslana. 

Siglingin sjálf er í sjö dýrðardaga þar sem farþegar kynnst hverri perlu Eyjahafsins á fætur annari, en það er þakið sögufrægum eyjum sem hver og ein býr yfir einstökum töfrum og ríkulegri fortíð. Viðkomustaðir í siglingunni eru: Corfu, Aþenu, Mykonos og Santorini.

 Innifalið:  Flug, skattar, 1 taska / 20 kg. Gisting á 4* hóteli í Bar með morgunverðarhlaðborði. 2 kvöldverðir, 1 hádegisverður. Kynnisferðir og akstur samkvæmt dagskrá hér að ofan. Sigling í 7 daga með fullu fæði. Gisting í ytri klefa með glugga á 5 eða 6 þilfari. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns.

Ekki innifalið: Aðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar  og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreint eru ofan.

MIKILVÆGT: VEGABRÉF skal vera í  gildi 6 mánuði fram yfir heimkomudag.

Ferðatilhögun

Dagur 1 - Flogið til Ítalíu

19. sep / þriðjudagur

Flug með Primera Air til Trieste. Flugtak kl. 06:10. Lending í Trieste kl. 12:10. Ekið frá flugvelli til miðbæjar Trieste. Trieste er falleg hafnarborg við Adríahafið og er höfuðborg Friuli-Venezia Giulia. Í borginni eru mikið af fallegum byggingum, tilkomumiklum torgum og breiðgötum. Boðið verður uppá létta gönguferð um miðbæinn. Um kvöldið er flogið er frá Trieste til Bari. Flugtak kl. 21:00 og lending kl. 22:30. Ekið frá flugvelli til hótels í Bari, þar sem gist verður næstu 4 næturnar á góður hóteli í miðbænum.

Bari er höfuðstaður Puliga-héraðsins, og mikilvæg hafnarborg við sunnanvert Adríahafið. Þar er miðstöð viðskipta, m.a. við lönd við austanvert Miðjarðarhaf. Upphaflega var Bari grísk nýlenda og síðar rómverskur verslunarstaður. Eldri hluti borgarinnar stendur á höfða á milli gömul og nýju hafnanna. Þar eru gamlar og fallegar byggingar og torg frá 11.-12. öld, og þröngar og krókóttar götur sem gefa heilsteypta mynd af ítölskum miðaldabæ. Nýrri hluti Bari er nútímaleg borg með breiðstrætum, viðskiptamiðstöð, háskólahverfi og menningarstofnunum, leikhúsi, óperu, en þar er einnig úrval kaffihúsa, veitingastaða og verslana. 

Dagur 2 - Létt ganga um Bari

20. sep / miðvikudagur

Létt gönugferð um borgina Bari. Við skoðum meðal annars Dómkirkju heilags Nikulásar frá Bari, sem var vinsæll dýrlingur á Íslandi í kaþólskum sið og lifir enn í mynd jólasveinsins. Heilagur Nikulás var biskup í Myra í núverandi Tyrklandi á 4. öld, en sæfarar frá Bari höfðu líkamsleifar hans með sér á 11. öld og gerðu hann að verndardýrling borgarinnar. Eftir hádegið er frjáls tími til að skoða sig um í Bari.

Dagur 3 - Alberobello o.fl.

21. sep / fimmtudagur

Í dag verður ekið í suðurátt.  Lagt af stað eftir morgunverð og ekið  til Alberobello í Itria-dalnum sem er í hjarta Puglia-héraðs. Dalur "trulli"-steinhúsanna sem eru svo einkennandi fyrir þetta landssvæði. Hin víðfrægu “trulli” steinhús er  sívöl, næpulaga og hlaðin úr lausum náttúrusteini án sements fyrir  um það bil 200 árum síðan. Eitt sérstæðasta og fallegast landslag á Ítalíu þar sem gróðursælar hlíðar vaxnar olívulundum og víngörðum skarta sínu fegursta með fjölda “trulli” steinhúsa á víð og dreif   Þessi steinhús eru einkenni Puligahéraðs og á verndarskrá UNESCO.  Höldum síðan til smábæjarins Cisternino þar sem boðið verður upp á hádegisverð með hinni sérstöku matreiðsluhefð héraðsins. Kvöldverður á hótelinu.                                                                                                                                                                                

Dagur 4 - Sögufræga Matera

22. sep / föstudagur

Í dag er haldið til hinnar sögufrægu borgar Matera. sem talið er að Rómverjar hafi stofnað á 3. öld f.Kr. en á sér þó mun lengri sögu, því þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá steinöld. Elsti hlutinn sem kallast Sassi di Matera stendur í hlíðum djúps dals (Gravina di Matera) sem vatn hefur sorfið niður í um 500 m háan móbergs- og kalksteinshrygg sem borgin stendur á. Sassi di Materra er í raun neðanjarðarborg, mynduð af hellum sem hafa verið mannabústaðir allt fram á 7. og 8. áratug síðustu aldar, þegar íbúarnir voru fluttir í nýrri byggingar uppi á fjallinu og gömlu hellabústaðirnir friðaðir. Hellabústaðirnir mynda í raun neðanjarðarborg þar sem íbúðarhús, bænahús, gripahús, vatnsbrunnar og forðabúr mynda einn samfelldan vef sem er samofinn landslaginu og yfir 2000 ára sögu. Sassi di Matera voru friðlýstir af Unesco sem "menningararfur mannkyns" árið 1993. Bærinn hefur verið sviðsmynd fjölda kvikmynda, m.a. kvikmyndar Pasolini um Mattheusarguðspjall, þar sem Matera er einn áhugaverðasti viðkomustaður okkar í þessari ferð og var skráður á minjaaskrá UNESCO 1993. Kvöldverður á hótelinu.                                                                                                                                                                              

Dagur 5 - Bari & Sigling

23. sep / laugardagur

Við dveljum í Bari og njótum lífsins þar til siglingin hefst en skipið leggur frá höfninni í Bari stundvíslega kl. 19.00                           

Dagur 6 - Corfu

24. sep / sunnudagur

Við komum til grísku eyjunnar Corfu kl.08.00 en skipið siglir svo aftur frá eyjunni kl. 14.00 stundvíslega.

Corfu er önnur stærsta eyjan við Grikklandsstrendur og er staðsett út frá norðvestur strönd landsins. Eyjan er um 60 km. löng og um 20 km. breið þar sem hún er breiðust. Eyjan er þekkt fyrir að vera græn og gróðursæl með mörg ólífutré, frábærar baðstrendur og fjölbreytta afþreyinga möguleika fyrir ferðamenn.

Gamli bærinn er friðsæll og skemmtilegur með úrvali af kaffihúsum og litlum verslunum sem selja fallegt handverk heimamanna meðal annars muni muni úr ólífutré.  

 

Dagur 7 - Aþena

25. sep / mánudagur

Við komum til Aþenu kl.15.00 en skipið siglir svo aftur frá borginni kl. 23.00 stundvíslega.

Höfuðborg Grikklands þar sem vestræn menning á upptök sín. Lifandi borg þar sem gamli og nýju tíminn mætast. Hið stórfenglega hof Parthenon  á Acropolis hæðinni rís hæst yfir borgina og er minnismerki um glæsta sögu fortíðarinar. Merkustu staðir borgarinnar eru á frekar litlu svæði í miðborginni, sem afmarkast af Acropolis, Plaka hverfinu, Omonia, Likavitos hæð og Syntigma innan þessa svæðis er hin forna Aþena og í rauninni sú Aþena sem  ferðamenn sjá.

Dagur 8 - Mykonos

26. sep / þriðjudagur

Við komum til Mykonos kl.08.00 og dveljum þar yfir nótt þannig að farþegar geta notið þess að kanna eyjuna. 

Dagur 9 - Mykonos

27. sep / miðvikudagur

Við vöknum aftur við Mykonos eyjuna en skipið siglir áfram frá eyjunni kl.21.00 en á Mykonos sameinast einstakur munaður í lífsstíl við einfaldleika og notalegt líf eyjarskeggja. Þegar gegnið er um þröng strætin ber fyrir augun fjöldi sérverslana með glæsilega skrautmuni, notalegir veitingastaðir og kaffihús. Þar má líka sjá  litlar einfaldar kapellur vindmylllur og síðast en ekki síst hin sérgrísku hvítu hús.  

Dagur 10 - Santorini

28. sep / fimmtudagur

Við komum til Santorini kl.08.00 en skipið siglir svo aftur frá eyjunni kl. 20.00 stundvíslega.

Eldfjallaeyjan Santorini er stórbrotin og sannkölluð paradís. Eyjan hefur löngum verið talin ein myndrænasta eyja Grikklands. Höfuðborg eyjunnar Fira, samanstendur af fallegum hvítum húsum sem virðast haga utan í klettunum og eina leiðin til að komast þangað er á baki asna eða með kláfferju. Í miðbænum eru fjöldi sérverslana með úrval skartgripa og listaverka, veitingastaðir og kaffhús með ævintýralegu útsýni yfir sjóninn. Þegar kvöld tekur er tilvalið að setjast niður og njóta sólarlagsins  sem talið er  eitt það fegursta  í heimi. 

Dagur 11 - Siglum

29. sep / föstudagur

Við njótum alls þess sem Costa neoClassica hefur upp á að bjóða um borð og siglum áleiðis til Bari þar sem siglingin okkar tekur enda. 

Dagur 12 - Flogið til Íslands

30. sep / laugardagur

Við komum til Bari kl.08.00 og ökum frá höfninni út á flugvöll og fljúgum með Vueling flugfélaginu til Barcelona kl. 14:20. Lending í Barcelona kl. 16:35. Flug frá Barcelona til Keflavíkur kl. 19:25 og lending í Keflavík kl. 21:55 að staðartíma. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 11