Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Barcelona & Sigling um Miðjarðarhafið

Barcelona – Marseille – Savona – Napolí – Sikiley – Malta - Barcelona

Sigling með glæsilegu skemmtiferðaskipi verður sífellt vinsælli ferðamáti og þeir sem hafa einu sinni farið í siglingu kjósa að endurtaka það á ný. Sigling um Miðjarðarhafið er einstök upplifun, nýir og áhugaverðir staðir heimsóttir á hverjum degi ásamt glæsilegum aðbúnaði á Costa Fascinosa gera ferðina einstaka og ógleymanlega. Ferðin hefst 17. maí á flugi til Barcelona, og dvalið þar í 1 nótt.  Barcelona er ein fegursta borg Evrópu, og alltaf gaman að koma þangað, endalaust hægt að finna eitthvað nýtt og spennandi að sjá eða gera. Föstudaginn 18. maí  hefst 7 daga sigling um Miðjarðarhafið þar sem siglt er til nýrra og spennandi áfangastað á hverjum degi. Þeir staðir sem heimsóttir verða eru Marseille í Frakklandi, Savona víð Genúaflóann á Ítalíu, Napoli á suður Ítalíu, Catania á Sikiley, og  Valletta á Möltu. Að lokum er sigling í einn dag áleiðis til Barcelona, en þar lýkur siglingunni. Dvalið í Barcelona í 2 nætur áður en flogið heim á ný. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað með enskumælandi fararstjóra. 

Innifalið: flug, skattar, innrituð 20 kg taska, gisting á 4* hóteli í 3 nætur í Barcelona, 7 nátta sigling m/allt innifalið (einhverjar undantekningar). Hafnargjöld, akstur til/frá flugvelli samkvæmt leiðarlýsingu. Íslenskur fararstjóri miðað við lágmárksþátttöku 20 manns.

Staðfestingargjald er 50.000.- á mann

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Barcelona

17. maí / fimmtudagur
Flug til og frá Barcelona – með millilendingu í London. Ekið frá flugvelli á hótel í miðborg Barcelona m/morgunmat innifalinn.

Dagur 2 – Barcelona & Sigling

18. maí / föstudagur
Dvalið í Barcelona fyrrihluta dags en siglingin hefst svo kl. 17:00. Í Barcelona má finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða og iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi. Gamli hluti borgarinnar, Barrio Gotico er frá 13. öld og hefur einstakt aðdráttarafl sem gaman er að upplifa við göngu um þröng strætin innanum gallerí, veitingastaði, verslanir og söfn og drekka í sig mörghundruða ára gamla sögu þessarra borgarveggja.

Dagur 3 – Marseille í Frakklandi

19. maí / laugardagur
Komutími: 09:00 – Brottför: 17:00. Marseille er önnur stærsta borg Frakklands. Hún er stærsta hafnarborg Frakklands og vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa og lúxussnekkja. Borgin var ein af Menningarborgum Evrópu 2013. Fallegar byggingar prýða miðborgina sem gaman er að skoða. Þar eru einnig litríkar og skemmtilegar hringekjur sem veita ferðamanninum ómælda ánægju. Það er skemmtilegt að skoða sig um í miðborginni en þar er úrval veitingastaða, kaffihúsa og glæsilegra verslanna á hverju strái.

Dagur 4 – Savona á Ítalíu

20. maí / sunnudagur
Komutími 08:30 – Brottför 16:30. Hafnarborgin Savona stendur við Genúaflóann og er þriðja stærsta borg Lígúra héraðsins. Ein mikilvægasta höfn ítalíu og afar skemmtileg og lífleg verslunarborg. Í fallega gamla miðbænum má skoða áhugaverð söfn og bregða sér sína á ekta ítalskan veitingastað eða kaffihús sem engann svíkur. Í hlíðunum fyrir ofan bæinn stendur miðaldarvirkið Torre Leon frá 14. öld og setur sterkan svip sinn á bæinn.

Dagur 5 – Napolí á Ítalíu

21. maí / mánudagur
Komutími 13:30 – Brottför 20:00. Napolí er þekkt hafnarborg og þriðja stærsta borg Ítalíu. Í borginni eru margar fallegar byggingar frá tímum Grikkja og Rómverja. Eldfjallið Vesúvíus setur sterkan svip sinn á borgina. Og hin forna borg Pompei er skammt undan en þangað er aðeins tæplega klukkustundar akstur. Skammt frá höfninn er Piazza del Plebiscito, þar er t.d. San Carlo konungshöllin og Castel Nuovo. Einnig er áhugavert að skoða þjóðminjasafn borgarinnari en það hefur að geyma ótrúlega sögu, fróðleik og mikið af munum sem eitt sinn tilheyrðu Pompei

Dagur 6 – Catania á Sikiley

22. maí – þriðjudagur
Komutími 13:00 – Brottför 20:00. Þó borgin sé afar nútímaleg, geymir hún líka gamlar og áhugaverðar minjar. Til að mynda Ursino miðalda-kastalann frá 13. öld og rómverskt hringleikahús. Hér var fyrsti háskólinn á Sikiley stofnaður um 1430. Borgin stendur á austurströnd Sikiley og fyrir ofan borgina gnæfir Etna, stærsta eldfjall Evrópu. Bærinn Taormina kúrir í hlíðum Etnu og er afar skemmtilegur bær heim að sækja.

Dagur 7 – La Valletta á Möltu

23. maí / miðvikudagur
Komutími 08:00 – Brottför 14:30. Eyjan Malta er um það bil 80 km suður af Sikiley. Flatarmál Möltu nær yfir 316 km2 sem gerir landið eitt af minnstu löndum heims Valetta er höfuðborg Möltu. Lýðveldið Malta var stofnað 1974, en áður hafði eyjan verið undir stjórn Breta. Þar af leiðandi er enska þeirra aðal tungumál. Það eru margir skemmtilegir staðir á Möltu sem áhugavert er að heimsækja. En einnig má njóta dagsins í höfuðborginni Valletta og skoða sig um í þessari fallegu borg.

Dagur 8 – Siglt á Miðjarðarhafinu

24. maí / fimmtudagur
Eftir viðburðarríka daga er notalegt að njóta lífsins um borð á Costa Fascinosa, taka þátt í dagskránni um borð eða einfaldlega að gera ekki neitt – nema jú að njóta líðandi stundar. Og nú er siglt í norðurátt í áttina til borgarinnar Barcelona.

Dagur 9 – Sigling & Barcelona

25. maí / föstudagur
Komutími 10:00. Siglingu lýkur aftur í Barcelona á Spáni.

Dagur 10 – Dvalið í Barcelona

26. maí / laugardagur
Dvalið í Barcelona í 2 nætur.

Dagur 11 – Flogið til Íslands

27. maí / sunnudagur
Við kveðjum Barcelona og fljúgum aftur til Íslands.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti