Helstu kostir
  • 11 daga ferð
  • 8 daga sigling
  • beint flug til orlando

Austur Karíbahaf

0
Uppselt
Helstu kostir
  • 11 daga ferð
  • 8 daga sigling
  • beint flug til orlando
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Austur Karíbahaf 8. – 19. nóvember
8 daga sigling með Adventure Of The Seas

Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir

Heimsferðir eru stolt að kynna nýjar siglingar á frábæru verði með Royal Carribean skipafélaginu sem hefur unnið verðlaun ár eftir ár. Í þessari einstöku siglingu á nýuppgerðu skipi félagsins Adventure of the seas ætti engum að leiðast enda engu til sparapð til að gera siglinguna eins ánægjulega og alla upplifun fyrsta flokks. Siglum um heimsins höf saman með frábærum fararstjórum okkar – á frábæru verði.

Orlando –Fort Lauderdale -Florida, Labadee – Haiti, San Juan – Puerto Rico, Philipsburg- St. Maarten, Basseterre- St. Kitts& Nevis – Fort Lauderdale – Orlando – Florida

Flogið til Orlandi í beinu flugi með Icelandair gist í 2 nætur fyrir siglingu á The Florida Hotel & Conference Center í Orlando áður en ekið er til Ft. Lauderdale þar sem farið verður um borð í hið glæsilega skemmtiferðaskip Adventur of the Seas. Siglt er suður um Karíbahaf í 8 nætur með viðkomu á Hahiti, Puerto Ruco, St. Martin, St.Kitts& Nevis áður er haldið er til baka til Ft.Lauderdale. Eftir siglingu er gist í 1 nótt á The Florida Hotel áður en haldið er heim á ný.

Adventure of the Seas er eitt af ný uppgerðu skipum Royal Caribbean með öllum því nýasta eins og vatnsrennibrautir, vatnasvæði, þú getur náð fullkominni bylgju hátt yfir sjónum á FlowRider. Skipið er 14 hæðir er 137.276 rúmlestir, 310 metrar á lengd, tekur 3.114 farþega, glæsilegt skip í alla staði.

Innifalið:
Flug til og frá Orlando  
Gisting  og morgunverður í 2  nætur fyrir siglingu og 1 nótt eftir siglinu
Sigling í 8 daga m/fullu fæði og afþreyingu um borð.
Akstur til og frá flugvelli og skipi
Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:
Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins, drykkir um borð
Annað sem ekki er talið upp í ferðalýsingu

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 8. nóvember - Brottför

Flogið til Orlando síðdegis kl. 17:15 og áætluð lending kl. 21:10 á Orlando International flugvellinum. Ekið með hópinn á The Florida Hotel & Conference Center þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu.

The Florida Hotel & Conference Center er gott 4* hótel vel staðsett hótel sambyggt Florida Mall verslunarmiðstöðinni.

Föstudagur 9. nóvember - Orlando

Frjáls dagur.

Laugardagur 10. nóvember - Orlando, Fort Lauderdale

Eftir morgunverð er ekið til Fort Lauderdale, ferðin tekur rúmlega 3 klst. Þegar farþegar hafa komið sér fyrir er gott að skoða sig aðeins um á skipinu, tilvalið að njóta útsýnis þegar skipið lætur úr höfn um kl. 17.30.

Sunnudagur 11. nóvember - Dagur á siglingu

Nú er um að gera að njóta alls þess sem í boði er um borð, skoða skipið vel átta sig á aðstæðum, taka því rólega við sundlaugina, fá sér kokteil eða njóta einhverra af þeirri miklu afþreyingu sem er í boði um borð. Hægt er að njóta matar og drykkjar allan daginn.

Mánudagur 12. nóvember - Labedee, Haiti

Snemma dags kl.07:00 leggst skipið að bryggju í Haiti, þar bíður okkar óspillt einkaströnd, kóralrif, víkur umkringdar skógi vöxnum fjöllum. Hér er hægt taka því rólega og slaka á, á ströndinni eða nýta sér eitthvað af því mikla vatnasporti sem í boði er á ströndinni, þar á meðal hina frægu zip – línu. Skipið lætur úr höfn kl.16.00.

Þriðjudagur 13. nóvember - San Juan, Púertó Ríkó

Þennan dag leggst skipið að bryggju kl:13:00, gaman er að vera uppi á þilfari og horfa á útsýnið þegar að skipið siglir að landi og leggst að bryggju. Gamla San Juan heillar með 500 ára sögu, litríkum byggingum frá nýlendutímanum, götur með verslunum, kaffihúsum og galleríum. Einnig er hægt að upplifa náttúru hliðina á Puertó Ríkó í nálægum regnskógi. Skipið lætur úr höfn kl.21:00.

Miðvikudagur 14. nóvember - Philipsburg, St. Maarten

Enn á ný er vaknað á nýjum stað nú er það á St. Maatren skipið leggst að bryggju kl. 08:00. það má segja að þetta sé ein eyja, en margir menningarheimar. Hér er hægt að njóta glæsilegrar strandlengju, einnig er frábært úrval af veitingastöðum og nóg af tollfrjálsum verslunum. Siglt frá St. Maarten kl.18:00.

Fimmtudagur 15. nóvember - Basseterre, St. Kitts & Nevis

Þá er það síðasti viðkomustaður okkar að þessu sinni áður en haldið er aftur í heimahöfn. Skipið leggst að bryggju kl.07:00. Hér er bæði sagan og umhverfið látið njóta sín í ferðaþjónustunni.

Hægt að skoða minnisvarða frá nýlendutímanum og virki. Einnig er hægt að skella sér í gönguskóna og ganga upp í hlíðar eldfjallsins Liamuiga eða hoppa um borð í kajak. Ef þú vilt taka því rólega er hægt að slaka á, á lítilli eyju Nevis sem tilheyrir sama klasa og njóta lífsins á ströndinni þar. Skipið lætur úr höfn kl. 17:00.

Föstudagur 16. nóvember/laugardagur 17. nóvember - Dagur á siglingu

Tveir heilir dagar á sjó nú er tími til að njóta lífsins um borð í skipinu. Njóta þess að skoða skipið, leggjast á bekk við sundlaugina, eða láta dekra við sig og fara í SPA þar sem í boði eru ótal margar meðferðir ásamt nuddi og fleira.

Einnig er mikið af afþreyingu í boði, margskonar sýningar, leikhús og skautasýning skoða spilavítin, eða einhver af hinum fjölmörgu klúbbum og börum sem eru á skipinu.

Sunnudagur 18. nóvember - Fort Lauderdale, Orlando

Snemma morguns leggst skipið að bryggju í Fort Lauderdale, eftir morgunverð er ekið af stað til Orlando þar sem að við munum gista aftur 1 nótt á The Florida Hotel áður en haldið verður heim á ný.

Mánudagur 19. nóvember - Heimkoma

Heimferðadagur nú fer ævintýrinu senn að ljúka, síðasti dagurinn í Orlando. Flogið er frá Orlando MCO flugvelli kl. 18.00 og áætluð lending í Keflavík að morgni 20. nóvember Kl. 06:10.

Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti