Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Siglingar Heimsferða

Heimsferðir eru með saminga við nokkur af helstu skipafélögum heims. Má þar helst nefna Costa Cruises. Heimsferðir eru með einkaumboð á Costa Cruises á Íslandi. Hafa mörg hundruð Íslendinga ferðast með Costa Cruises  um allan heim á vegum Heimsferða síðustu 20 árin.

Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir með íslenskum fararstjórum jafnframt getum við bókað drauma siglinguna fyrir einstaklinga og sniðið þær að þeirra óskum.

Heimsferðir bjóða einnig siglingar með Princess Cruises, Carnival Cruises, Royal Caribbean og Celebrity Cruises.


Costa Cruises
Costa Cruises er stærsta skipafélag í Evrópu og Asíu. Það var stofnað árið 1948 í Genova, þar sem höfuðstöðvar skipafélagsins eru enn þann dag í dag. Costa Cruises eru eina skipafélagið sem siglir undir ítöslu flaggi. Í flota Costa Cruises eru 15 skip þarf af eitt nýtt Costa Smeralda sem verður sjósett í nóvember 2019 og er það 16 í smíðum Costa Firenze, sem er áætlað að sjósetja í október 2020. Costa Cruises bíður upp á fjölmargar og fjölbreyttar siglingar í miðjarðarhafinu og víðar. https://www.costacruises.com/

Princess Cruises
Princess Cruises hefur verið starfandi ú meira en 50 ár og er eitt af betri skipafélögum á markaðnum í dag. Í flota Prinsess Cruises eru 18 skip. Þjónustan og aðbúnaðurinn um borð er fyrsta flokks og mjög glæsilegur með persónuleg fyrsta flokks þjónustu. Fjöldinn allur af sælkera veitingastöðum, kaffihúsum  og börum eru um borð. Sannkallaður fimm stjörnu fljótandi lúxus. Fjölbreyttir áfangastaðir og siglingaleiðir. https://www.princesscruises.is/

Carnival Cruices
Carnival Cruises er eitt stærsta og vinsælasta skipafélagið sem siglir í Karíbahafinu. Þeir hafa sérhæft sig í siglingum þar. Í flota Carnival Cruises eru 26 skip og siglingarnar frá 3 í allt að 17 dögum. Hjá Carnival Cruises er áherslan á að allir í fjölskyldunni hafi nóg fyrir stafni og ótal margt sem hægt er að gera. Bíó undir berum himni, vatnsrennibrautir, barna og unglingaklúbbar, leikhús og ótal margt fleira. Það er mikið líf og fjör er um borð hjá Carnival Cruises og leitast er við að veita líflega og persónulega þjónustu. Carnival Cruises henntar fjölskyldum og þeim sem eru að sigla í fyrsta skipti.  https://www.carnival.com/

Royal Caribbean
Royal Caribbean er eitt af þekktari skipafélögum heims í dag í flota Royal Carribean eru 26 skip sem er skipt niður í 8 mismunandi klassa eftir stærð skipana. Mjög fjölbreytta siglingar víðsvegar um heiminn.

Þjónusta og aðbúnaður um borð er fyrsta flokks, þar er að finna fjöldi veitingastaða, flottar sýningar, margskonar skemmtiatriði og afþreying fyrir börn.  https://www.royalcaribbean.com/

Celebrity Cruises
Celebrity Cruises er með fyrsta flokks siglingar á sanngjörnu verði þar sem þjónustan við gestina er aðal atriðið. Skipafloti Celebrity skiptist í tvo flokka Solstice og Millenium. Afslappað andrúmsloft gestir eru yfirleitt eldri en hjá Royal Caribbean og siglingarnar oftar lengri og á meira framandi áfangastaði um allan heim. Glæsileg skip flottar verslanir, góður matur og drykkir eru oftast innifaldir ef bókaðir er klefi með svölum eða svítur. 

https://www.celebritycruises.com/int

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti