Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Víetnam

Keflavík – Frankfurt – Heidelberg – Saigon – Danang – Hoian – Hanoi – Halong Bay – Frankfurt – Keflavík 

Fararstjóri:  Árni Hermannsson

20. september – 8. október 2019

Einstaklega áhugaverð ferð 20. september 2019 í 18 nætur til Víetnam sem býður upp á stórkostlega og ógleymanlega upplifun ásamt ótrúlegri sögu lands og þjóðar. Landið er einstaklega fagurt og gróðursælt með skógiklæddum fjöllum, gróskumiklum hrísgrjónaökrum, fossum og lækjum. Heimamenn taka einstaklega vel á móti ferðamanninum og hvarvetna má sjá brosandi andlit.

Í upphafi ferðar er flogið með Icelandair til Frankfurt og gist í bænum Heidelberg rétt sunnan við Frankfurt. Daginn eftir er flogið til Ho Chi Minh City (Saigon) í suðurhluta Víetnam og dvalið þar í 4 nætur.

Frá Saigon er flogið til Danang og ekið til Hoian og dvalið þar í 5 nætur á fallegu hóteli við ströndina. Hoian er afar áhugaverður staður og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Þá er dvalið í 3 nætur í höfuðborginni Hanoi. Að lokum er ekið til Halongflóa en þaðan er farið í 2 nátta siglingu með dæmigerðum bát heimamanna en það er sem ævintýri líkast að sigla á milli stórfenglegra kalksteinsklettanna og fallegra sandstranda.

Fjölmargar áhugaverðar kynnisferðir eru innifaldar í ferðinni og þess ávallt gætt að heimsækja áhugaverða sögulega staði en einnig að njóta alls þess sem þetta fallega land hefur uppá að bjóða.

Innifalið:
Flug, skattar, innrituð 23kg taska og handfarangur upp á 10kg
Gisting í 1 nótt í Heidelberg m/morgunmat
Gisting í 14 nætur á 4* hótelum í Víetnam m/fullt fæði innifalið
Gisting í 1 nótt í Frankfurt m/morgunmat
Kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun
Ferðamannaáritun til Víetnam
Staðarleiðsögumaður ásamt íslenskum fararstjóra

Miðað er við lágmarksþáttöku 20 manns

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti