Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Heillandi heimur Spánar og Portúgals

0

Madrid – Salamanca – Dourodalurinn – Braga – Porto

18. sept. – 28. Sept. 2019

Fararstjóri: Sigrún Knútasdóttir

Spánn og Portúgal eiga ríka og langa sögu sem er að mörgu leyti samtvinnuð og lík en þó ólík. Í þessari skemmtilegu 11 daga ferð kynnumst við sögunni og áhugaverðum stöðum en margir þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO. Ferðin hefst með beinu flugi til Madrid þar sem dvalið verður í 2 nætur. Þaðan verður ekið til bæjarins Ávila og áfram til háskólaborgarinnar Salamanca þar sem einnig verður dvalið í 2 nætur. Næst liggur leiðin til Dourodalsins í Norður Portúgal þar sem gist verður eina nótt.  Við njótum einstakrar náttúrufegurðar Douradalsins, sem er eitt elsta og fallegasta vínræktarhérað heims, við siglum á ánni og heimsækjum vínekru en vínuppskeran er einmitt í fullum gangi. Næstu 3 nætur verður dvalið í gömlu biskupaborginni Braga. Héðan verður farið í áhugaverðar kynnisferðir í Norður Portúgal þar sem við skoðum fallegar sveitir og þorp. Síðustu 2 nætur verður dvalið í hinni fallegu borg  Porto sem stendur við ósa Douroárinnar. Í lok ferðar er flogið til baka til Madrid og flogið til Íslands með kvöldflugi.

Netverð á mann 
Kr. 329.995 á mann í tvíbýli.
Kr. 395.995 á mann í einbýli.

Ferð miðuð við lágmarksþátttöku 18 manns.
  

Hápunktar ferðarinnar
 • Íslenskur fararstjóri
 • Madrid, Ávila, Salamanca, Braga og Porto heimsóttar
 • Farið um fallegar sveitir og þorp Dourodalsins
 • Kvöldverður og gisting á Viscondes de Varzea
 • Vínsmökkun og hádegisverður í Dourodalnum
 • Sigling á ánni Douro
 • Miðaldarbærinn Guimarães
 • Púrtvínsmökkun í Porto
Og margt fleira...

Ferðatilhögun

Dagur 1
Dagur 1 – Ferðast til Madrid
Dagur 1 – Ferðast til Madrid

18. sept.  – miðvikudagur
Flug með Norwegian til Madrid. Flugtak kl 09.00, lending kl 15.25.  Ekið á hótel Catalonia Gran Via, 4* hótel í miðborg Madrid þar sem gist er í 2 nætur.

https://www.cataloniahotels.com/es/hotel/catalonia-gran-via

Madrid, höfuðborg Spánar,er heimsborg sem aldrei sefur. Í Madrid búa yfir 3 milljónir manns en ef að úthverfi borgarinnar eru talin með, eru íbúar yfir 5,5 milljónir talsins. Borgin býður upp á mikla fjölbreytni og áhugaverða staði. Hér eru margar glæsilegar byggingar, litrík torg, almenningsgarðar og listasöfn, fjöldi veitingastaða og mikið úrval verslana og markaða.

Dagur 2
Dagur 2 – Madrid
Dagur 2 – Madrid

19. sept – fimmtudagur

Eftir morgunverð förum við í hálfsdags kynnisferð um miðborg Madrid þar sem við sjáum helstu byggingar og kennileiti. Eftirmiðdagur og kvöld frjáls til að njóta þess sem Madrid hefur upp á að bjóða. Meðan dvalið er í Madrid er  tilvalið að skoða frægu listasöfn borgarinnar. El Museo del Prado er listasafn í sérflokki en þar eru mörg fræg listaverk m.a. verk eftir Goya, Velázquez, El Greco, Rubens og Rafael. Einnig er áhugavert að skoða nútímasafnið Centro de Arte Sofia.  Hér eru listaverk eftir marga listamenn 20. aldarinnar, m.a. Salvador Dali og Joan Miro. Frægasta verkið hér er án efa Guernica eftir Pablo Picasso sem lýsir hryllingnum þegar þýskir flugmenn sprengdu bæinn Guernica-Lumo í spænsku borgarstyrjöldinni. Einnig er gaman að rölta um hinn fallega Retiro garð sem er vinsæll útivistarstaður íbúa Madridar.

Dagur 3
Dagur 3 – Ávila
Dagur 3 – Ávila

20. sept. – föstudagur
Um morguninn yfirgefum við stórborgina og höldum áleiðis til Salamanca (220 km) með viðkomu í bænum Ávila í Castilla og León vestur af Madrid. Ferðin til Ávila tekur um 1 klst og 20 mín.  Það er mjög sérstakt að keyra upp að Ávila, gamli bærinn er umkringdur stórbrotnum virkismúr frá miðöldum sem er yfir 2,5 km á lengd og er afar vel varðveittur eins og margar sögulegar byggingar í bænum. Ávila er á heimsminjaskrá UNESCO og munum við fara í kynnisferð um gamla bæinn. Eftir hádegisverð höldum ferð okkar áfram til Salamanca. Ferðin frá Ávila til Salamanca tekur rúman klukktíma. Við komuna til Salamanca komum við okkur fyrir á hótelinu okkar Hotel Abba Fonseca 4* þar sem við gistum næstu 2 nætur.  https://www.abbafonsecahotel.com/en/home.html

Dagur 4
Dagur 4 – Salamanca
Dagur 4 – Salamanca

21. sept. – laugardagur
Salamanca er höfuðborg Castilíu og León og er ein af áhugaverðustu borgum Spánar. Gamli bærinn í Salamanca er á heimsminjaskrá UNESCO. Hér eru gamlar glæsilegar hallir, kirkjur og þröngar fallegar götur. Salamanca er ein af mikilvægustu háskólaborgum á Spáni. Háskólinn var stofnaður árið 1134 og er elsti háskóli á Spáni. Við byrjum daginn með  kynnisferð um gamla bæinn og sjáum m.a. Plaza Mayor, gömlu og nýju dómkirkjuna og háskólann. Um eftirmiðdaginn og kvöldið gefst frjáls tími til að njóta betur þess sem Salamanca býður upp á. 

Dagur 5
Dagur 5 – Lamego og Dourodalurinn
Dagur 5 – Lamego og Dourodalurinn

22. sept. – sunnudagur
Eftir morgunverð yfirgefum við Salamanca og nú liggur leiðin til Dourodalsins í Portúgal en þangað er um 3 tíma akstur. Lamego er gamall og sjarmarendi lítill bær á vínræktarsvæði portvínsins í hlíðum Dourodalsins.  Á hæð beint yfir bænum er kirkja Maríu meyjar sem er eitt helsta aðdráttarafl bæjarins. Á vínekrunum kringum Lamego er framleitt eitt af bestu freiðivínum Portúgals. Eftir heimsókn til Lamego ökum við á hótelið okkar Hotel Rural Casa Viscondes de Varzea 4*  rétt utan við Lamego þar sem við gistum eina nótt. Hótelið er í gömlu sveitasetri frá 17. öld umkringt vínekrum. Kvöldverður innifalinn í verði. http://www.hotelruralviscondesvarzea.com/

Dagur 6
Dagur 6 – Dourodalurinn
Dagur 6 – Dourodalurinn

23. sept. / mánudagur
Dagsferð um Dourodalinn. Þetta hérað er eitt af elstu vínræktarhéruðum heims og er á heimsminjaskrá UNESCO en hér hefur verið stunduð vínrækt í margar aldir.  Við ökum um yndislegt landslag þar sem vínekrurnar mynda falleg mynstur í hlíðunum og förum í siglingu á Douroánni. Einnig heimsækjum við vínekru þar sem við smökkum vín héraðsins og fáum okkur hádegisverð, sem er innifalinn í verði. Í lok dagsins ökum við til Braga þar sem við gistum á hótel Villa Garden 4*  í 3 nætur. http://www.villagarden.pt/

Braga er aðalborgin í Minhohéaðinu, meira en 2000 ára gömul, varð erkibiskupsstóll Portúgals á 12. öld og er enn trúarleg höfuðborg landsins.

Dagur 7
Dagur 7 – Guimarães – Braga
Dagur 7 – Guimarães – Braga

24. sept. – þriðjudagur
Við byrjum daginn með hálfs dags kynnisferð  til  miðaldabæjarins Guimarães sem talinn er vera fæðingarstaður Portúgals. Fyrsti portúgalski konungurinn fæddist þar og þar lýsti hann yfir sjálfstæði Portúgal sem konungsríki. Guimarães er á heimsminjaskrá UNESCO og var menningarborg Evrópu  2012. Bærinn er mjög fallegur með gömlum og vel varðveittum byggingum allt frá 15 öld. Auk fagurra bygginga eru þar skemmtileg og lífleg torg, þröngar hellulagðar götur, litrík kaffihús og sérverslanir sem selja fallegt handverk og framleiðslu heimamanna. Eftir hádegisverð höldum við tilbaka til Braga og förum í kynnisferð um miðborgina og sjáum einnig hina frægu kirkju Bom Jesus do Monte sem liggur á hæð rétt fyrir utan bæinn og er eitt helsta aðdráttaraflið í Braga. Mikilfenglegar tröppur liggja upp að kirkjunni. Við þurfum þó ekki að ganga upp allar tröppurnar heldur notum við kláf til að komast upp að kirkjunni en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina.

Dagur 8
Dagur 8 – Lindoso – Soaio – Ponte da Lima
Dagur 8 – Lindoso – Soaio – Ponte da Lima

25. sept. – miðvikudagur
Heils dags skoðunarferð um MInhohéraðið sem er nyrsta hérað Portúgal og þekkt sem græna héraðið. Héraðið er þekkt fyrir græna vínið sitt, vinho verde sem er létt og þurrt hvítvín. Við heimsækjum lítil falleg þorp í útjaðri Geres þjóðgarðsins, Lindoso og Soaio en þau eru þekkt fyrir margar vel varðveittar kornhlöður frá 18.öld. Eftir hádegisverð höldum við til bæjarins Ponte de Lima sem er einn af elstu bæjum í Portúgal og einn sá fallegasti í Norður Portúgal. Hér njótum við eftirmiðdagsins áður en við höldum tilbaka til Braga.

Dagur 9
Dagur 9 – Porto
Dagur 9 – Porto

26. sept. – fimmtudagur
Eftir morgunverð ökum við til Porto þar sem við gistum síðustu 2 næturnar á Hotel Quality Inn *3 í miðborg Porto. http://quality-inn-porto.hotel-ds.com/en/

Borgin er önnur stærsta borg Portúgal og liggur við ósa Douro árinnar. Nafn landsins er dregið af nafni borgarinnar. Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO.  Þar eru þröngar, fallegar, brattar götur og margar fallegar byggingar. Porto var menningarborg Evrópu árið 2001.

Hálfs dags kynnisferð um Porto. Við skoðum m.a. dómkirkjuna fá 12. öld, aðaljárnbrautarstöðina Sao Bento sem er skreytt með myndum gerðum úr bláum og hvítum flísum sem kallast azeulejos en myndirnar sýna atburði úr sögu Portúgal. Einnig skoðum við ýmsa áhugaverða staði í miðborginni og Ribeira árbakkann þar sem veitingahús standa í röðum. Frá Dom Luis brúnni er stórkostlegt útsýni yfir Porto og yfir til bæjarins Vila Nova de Gaia handan árinnar. Þar standa Púrtvínshúsin í röðum.  Við heimsækjum eitt þeirra, fræðumst um sögu púrtvínsins og smökkum á framleiðslunni. Um eftirmiðdaginn gefst tækifæri til að skoða sig betur um í miðbænum á eigin vegum.

Dagur 10
Dagur 10 – Porto
Dagur 10 – Porto

27. sept. – föstudagur
Frjáls dagur í Porto.

Dagur 11
Dagur 11 – Ferðast til Íslands
Dagur 11 – Ferðast til Íslands

28. sept. – laugardagur
Brottfarardagur.  Eftir hádegi er ekið út á flugvöll í Porto og flogið til Madrid. Flugtak með Norwegian kl 21:35. Lending í Keflavík kl 23:55. 

Bóka

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Innifalið í ferðinni

 • Flug, skattar & innrituð taska.
 • Gisting í 10 nætur með morgunverðarhlaðborði
 • Gisting í 8 nætur á 4* hótelum
 • Gisting í 2 nætur á 3* hóteli í Porto
 • Íslensk fararstjórn
 • Rúta fyrir allar ferðir á milli staða
 • Kvöldverður 22. september
 • Vínsmökkun og hádegisverður 23. september
 • Sigling um ána Douro
 • Kynnisferðir samkvæmt ferðalýsingu
 • Vínsmökkun á púrtvíni í Porto
 • Ferð miðuð við lágmarksþátttöku 18 manns

Ekki innifalið

 • Fæði annað en tilgreint er að ofan
 • Aðgöngumiðar eða aðrar kynnisferðir en þær sem tilgreindar eru í ferðalýsingu
 • Ferðamannaskattur í Porto sem greiðist á hóteli (2€/mann/nótt)

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti