Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Suður Ameríka

0
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Upplýsingar

„Þriggja landa sýn“


Ævintýraferð til Perú, Brasilíu og Kólumbíu

Keflavík – Windsor – Lima – Cusco – Helgi dalurinn – Machu Picchu – Cusco – Lima - Rio de Janeiro – Bogota – Keflavík

Heimsferðir bjóða upp á nýstárlega ævintýraferð til Suður Ameríku 7. – 23 mars 2019.
Við heimsækjum merka og spennandi staði í Perú, Brasilíu og Kólumbíu.

Perú er fjórða fjölmennasta ríki Suður Ameríku með rúmlega 31 milljónir íbúa  þar af rúmlega 3 milljónir í höfuðborginni Lima. Í Perú er fornminjar frá tímum Inkaveldisns. Spænska er opinbert tungumál landsins. 
Menning hinna fornu Inka er víðfræg en viðkomustaðir okkar í Perú eru meðal annars höfuðborgin Lima, borg Inkanna Cusco, Helgi-dalurinn og eitt af undrum veraldar, Machu Picchu.

Brasilía er fimmta fjölmennasta ríki heims og fjölmennasta ríki Suður Ameríku með rúmlega 206 milljónir manna. Höfuðborgin heitir Brasilía en stærsta borgin er Sao Paulo og Ríó er næst stærst borgin  með  rúmlega 13  milljónir íbúa. Portúgalska er opinbert tungumál landsins. 
Eitthvert fegursta borgarstæði veraldar einkennir Rio DeJaneiro í Brasilíu. Þar gistum við á sjálfri Copacabana ströndinni en skoðum að sjálfsögðu Kristsstyttuna frægu en jafnframt Sykurtoppinn, Sugar Top, þaðan sem sjá má yfir alla borgina. Einnig förum við um sögulega staði í Río og skellum okkur á hefðbundna samba-danssýningu. 

Kólombía er þriðja fjölmennasta ríki Rómönsku Ameríku og annað fjölmennasta ríki suður Ameríku með nær 50 milljónir íbúa, landið nær yfir regnskóga á Amasónsvæðinu, Andrésfjöll og hitabeltisgresjur. Höfuðborgin Bogota stendur á hásléttu í Andresfjöllunum, þar búa rúmlega 8 milljónir manna. Spænska er opinbert tungumál í Kólombíu. 
Við ljúkum ferðinni í Bogota þar sem að við gistum eina nótt áður en við höldum heim og skoðum helstu staði í þessari heillandi borg.

Við förum frá Íslandi að morgni 7. mars og verðum komin til Perú  8. mars þar sem að dvalið verður í 8 nætur. Við byrjum á því að gista 1 nótt í Lima áður en flogið verður til hinnar fornu höfuðborgar Inkanna, Cusco þar sem gist verður í 1 nótt.  Þaðan höldum við inn í Helga-dalinn Inkanna og gistum í borginni Urubamba 1 nótt. Þaðan höldum við til Machu Picchu og gistum  þar í 1 nótt á  Aguas Calientes, rétt við rætur fjallsins þar sem Machu Picchu stendur. 

Við höldum svo aftur til Cusco og dveljum þar í 2  nætur. Þaðan er svo haldið til Lima og gist þar í 2 nætur.  16. mars fljúgum við svo til Rio De Janeiro og dveljum þar í 4  nætur á fínu hóteli.  Snemma morguns 21. mars höldum við af stað til Bogota þar sem að við verðum 1 nótt og kynnumst borginni áður en haldið er heim og lendum heima á Íslandi að kvöldi 23. mars.

Innifalið í verði:
Flug, skattar, gisting á 4 * hótelum með morgunverði, skoðunarferðir sem taldar eru upp í leiðarlýsingu, íslensk fararstjórn, 7 hádegisverðir og 9 kvöldverðir.

Fararstjóri: Árni Hermannsson
Verð á mann í tvíbýli: 689.995.- kr
Ekki innfalið: Annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu
Staðfestingargjald: 70.000.- kr á farþega og fullgreiða þarf ferðina 3 mánuðum fyrir brottför.

Verð miðast við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ferðatilhögun

Dagur 1-2 – Ferðast til Lima

7. – 8. mars - fimmtu dagur / föstudagur
Flogið með Icelandair til London og þaðan með Avianca til Bogota, síðan til Lima. Brottfor frá Íslandi kl. 07:55 lent í London 11:10. Farið verður í stutta ferð frá flugvellinum til Windsor til að lífga upp á biðina í London. Kl. 22:05 er haldið af stað til Lima með stuttri viðkomu í Kólumbíu og lent verður í Lima snemma að morgni 8. mars. Akstur frá flugvelli að hóteli.
Tökum því rólega fram yfir hádegi en þá verður haldið að Larco-safninu sem er eitt merkasta safn landsins. Þar borðum við jafnframt hádegisverð á glæsilegum veitingastað.

Þá tekur við útsýnisferð um borgina. Síðan verður farið í stutta útsýnisferð um nokkur svæði borgarinnar þar sem að við skoðum meðal annars „Love park“ eða „ástargarðinn“ fallegan garð með listaverkum og mikilfenglegu útsýni yfir hafið.

Við snæðum svo kvöldverð á veitingastað í anda gömlu kaffihúsanna, Tiendecita Blanca , en staðurinn er þekktur fyrir frábæra sælkerarétti.

Gist er á Doubletree el Pardo Hotel (hluti af Hilton hótelkeðjunni ) www.doubletree3.hilton.com
Innifalið er morgun-, hádegis- og kvöldverður.

Dagur 3 - Ferðast til Cusco

9. mars - laugardagur
Dagurinn tekinn snemma, kl. 06:45 verður ekið út á flugvöll þar sem við tökum flug til Cusco kl. 09:15. Áætluð lending kl. 10:50. Við komu okkar til Cusco er ekið beint á hótelið þar sem að við munum snæða hádegisverð, frjáls tími er svo um eftirmiðdaginn m.a. til að venjast þunna loftinu í fjöllunum.
Kvöldverður verður svo á veitingastaðnum Tunupa en þaðan er glæsilegt útsýni yfir aðal torg bæjarins. Meðan við njótum matarins verður boðið upp á þjóðdansa og tónlist.

Gisting á Costa del Sol Ramada www.costadelsolperu.com 
Innifalið er morgun- hádegis- og kvöldverður.

Dagur 4 - Urubamba Sacred Valley

10. mars – sunnudagur
Eftir morgunverð höldum við til Helga dalsins sem geymir bæði menningu og minjar um Inkana. Þar heimsækjum við bæinn Awanakancha, sem er þekktur fyrir vefnað sinn af lamadýrunum. Þar sýna heimamenn hefbundið ferli við vefnað og klæðagerð. Síðan verður farið á Pisaco markaðinn en þar sýna og selja heimamenn varnig sem er framleiddur á svæðinu s.s. fallegan Alpaca vefnað, hljóðfæri, málverk, útskurði í tré og fleira.

Við munum snæða hádegisverð á veitingastað í bænum. Eftir hann munum við fara í bæinn Ollantaytambo með viðkomu á nokkrum áhugaverðum stöðum á leið okkar þangað. Ollantaytambo er dæmi um borgarbyggingu þar sem að borgarbúar nútímans búa í samræmi við gamlar hefðir Inkanna. Kvöldverður á uppgerðu klaustri sem breytt hefur verið í hótel.


Gist er á hótel Hatun Valley 
Innifalið er morgun-, hádegis- og kvöldverður.

Dagur 5 - Machu Picchu

11. mars - mánudagur
Þá er komið að hápunkti dvalarinnar í Perú þegar við heimsækjum Machu Picchu. Enn á ný tökum við daginn snemma þegar við tökum lestina frá Ollantaytambo í áttina til Machu Picchu. Lestinn fer kl. 07:45 og ferðin tekur um 2 klst. til Aguas Calientes (Hveragerði) sem er þekktur sem „bærinn Machu Picchu“ . Þetta er síðasta stoppið áður en haldið á eitthvert merkasta fornleifasvæði heims, Machu Picchu. Frá Aguas Calientes förum við síðasta spölinn í litlum rútum.

Þá blasir við okkur verkfræðilegt undur. Machu Picchu verður ekki lýst í orðum, upplifunin er einstök enda um að ræða eitt af undrum veraldar. Hápunktur ferðinnar og verður öllum ógleymanlegt.

Við höldum svo aftur til Aguas Calientes en þar eru bæði markaðir og veitingastaðir og um kvöldið snæðum við kvöldverð á besta hóteli bæjarins, El Mapi.


Gist er á El Mapi Hotel Machu Picchu www.elmapihotel.com

Innifalið er morgun-, hádegis- og kvöldverður.

Dagur 6- Machu Picchu – Cusco

12. mars - þriðjudagur
Þennan dag, geta þeir sem vilja, farið aftur til Machu Picchu og heimsótt eitthvað af þeim áhugaverðu stöðum sem þar eru (ekki innifalið í verði). Hægt er að ganga að Intipunku sem þýðir „Sólarhliðið“ síðasta stoppið áður en komið er til Machu Picchu ef gengið er eftir Inka slóðinni frá Ollantaytambo. Einnig er hægt að ganga á Wayna Picchu ( háð framboði ) sem þýðir „Unga fjallið“ í stað Machu Picchu. Gangan er ekki erfið og tekur ca. Klukkustund. Aðalaðdráttaraflið á þessari leið er „Mánahofið“ flóknar neðanjarðar byggingar sem er líklegt að hafi verið notaðar af hefðarfóli þess tíma.

Hádegisverður verður svo á Cafe Inkaterra, helsta matarmusteri borgarinnar. Eftir hádegi höldum við á lestarstöðina í Aguas Calientes og tökum lestina til baka. Lestin fer kl. 14:55 og kemur til Ollantayambo kl. 16:30 þaðan höldum við aftur á hótelið í Cusco Costa del Sol Peru. Kvöldverður á hótelinu.

Gist er á hótel Costa del Sol Peru www.costadelsolperu.com
Innifalið er morgun, hádegis- og kvöldverður.

Dagur 7 - Cusco

13. mars - miðvikudagur
Fyrir hádegi er frjáls tími.
Eftir hádegisverð á Pachapapa veitingastaðnum er förinn heitið að Koricanca sem er þekkt sem „musteri sólarinnar“ þar sem að innfæddir dýrkuðu sólguðinn Inti. Við komu Spánverja varð grunnurinn að byggingu Kirkju heilags Domingo sem þykir æðifögur. Á tímum Inka heimsveldisins var mikil virðing borin fyrir sólinni og á Inkatímanum var byggingin þakin gulli. Eftir það heimsækjum við dómkirkjuna sem var næstum 100 ár í byggingu og er höfuðbyggingin við aðaltorg Cusco, Plaza de Armas . Næst gefur að líta Sacsayhuaman virkið sem Inkarnir reistu úr miklum steinblokkum en þaðan er mikið útsýni yfir borgina og næsta nágrenni. Áfram heldur ferð okkar til Quenqo um 4 km frá Cusco. Í Quenqo er fornleifafræði aðallega trúarlega tengd og talið er að mörg landbúnaðarhugtök komi þaðan, Að lokum förum við til Puka Pukara sem þýðir „Rauða virkið“ og er markvert í hernaðarlegum skilningi. Síðan höldum við til baka á hótelið, og frjáls tími það sem eftir er dags. Kl:19:00 höldum við á veitingastaðinn Limo þar sem snæddur verður kvöldverður.

Gist er á hótel Costa del Sol Peru www.costadelsolperu.com
Innifalið er morgun- hádegis- og kvöldverður.

Dagur 8 Cusco – Lima

14. mars – fimmtudagur
Þennan dag verður haldið aftur til Lima. Frjáls tími fram að brottför frá hóteli kl 12:45, þegar farið verður út á flugvöll. Brottför frá Cusco kl.15:15 og áætluð koma til Lima kl. 16:40. Við komu okkar til Lima verður ekið með hópinn á hótel Doubletree El Pardo Hotel þar sem dvalið verður í tvær nætur áður en við höldum ferð okkar áfram. Kvöldverður á veitingastaðnum Huaca Pucllana.

Gist er á Doubletree El Pardo Hotel www.doubletree3.hilton.com
Innifalið er morgun- og kvöldverður.

Dagur 9 – Lima

15. mars – föstudagur
Nú skoðum við okkur um í Líma, hefjum ferð okkar í miðborg Líma sem er á heimsminjaskrá UNESCO og hefur að geyma byggingar frá nýlendutímanum og skoðum okkur um á aðaltorgi borgarinnar þar bera helst að líta á dómkirkjuna, forsetahöllina, ráðhúsið og höll erkibiskupsins. Röltum niður að Santa Domingo kirkjunni, sem hefur m.a. að geyma safn af fornum bókum en undir kirkjunni er netkerfi greftrunarstaða, katakomba, sem nú eru opin almenningi. Þetta er flókið kerfi tengist tveimur kirkjum og klaustri en í þessum myrku neðanjarðar-göngum hvíla bein meira en 25.000 kristinna einstaklinga. Að lokun er för okkar heitið til Casa Aliaga sem verslar með gimsteina, en hefur tilheyrt sömu fjölskyldi samfelt í 16 kynslóðir og gerir það eitt það elsta fjölskyldufyrirtæki heims. Eftir það höldum við á aftur á hótelið.

Um kvöldið verður slegið upp veislu á staðnum La Rosa Nautica rétt við höfnina. Þetta er glæsilegur veitingastaður í Viktorískum stíl sem býður upp á bæði rétti innfædda og alþjóðlega matargerð. Einnig er afar glæsilegur bar á staðnum og útsýnið yfir Kyrrahafið er stórkostlegt.

Gist er á Doubletree El Pardo Hotel
Innifalið er morgun- og kvöldverður.

Dagur 10 – Lima – Ríó

16. mars – laugardagur
Frjáls dagur í Líma fram að brottför sem er frá hóteli klukkan 18:00. Brottför frá Lima er kl. 21.30 og  áætluð lending í Ríó er kl. 04:45 að morgni  17. mars.  Ekið er að hóteli og boðið upp á morgunmat.

Dagur 11 – Rio de Janeiro

17. mars – sunnudagur
Við komu okkar til Ríó förum við beint á hótelið þar sem að við gistum allan tímann í Ríó og tökum því síðan rólega þennan dag. Urmull frábærra veitingastaða er í námunda við hótelið.

Gist er á Windsor California http://windsorhoteis.com/hotel/windsor-california/
Innifalið er morgunverður.

Dagur 12 – Rio de Janeiro

18. mars – mánudagur
Eftir morgunmat verður farið í skoðunarferð um borgina og þá heimsækjum við Sykurtoppinn og einkennistákn borgarinnar, Kristsstyttuna. Skoðunarferð lýkur seinni partinn og frjáls tími eftir það. 

Gist er á hótel Windsor California 
Innifalið er morgunverður.

Dagur 13 – Rio de Janeiro

19. mars – þriðjudagur
Skoðunarferð, létt gönguferð, um gamla hluta Rio þar sem heimsóttir verða áhugaverðir staðir. Um kvöldið förum við á Ginga Tropical Show. Þar sem að við njótum matar og sýningarinnar

Gist er á hótel Windsor California 
Innifalið er morgunverður.

Dagur 14 – Rio de Janeiro

20. mars – miðvikudagur
Frjáls dagur í Ríó jafnframt síðasti dagurinn okkar í borginni

Gist er á Windsor California
Innifalið er morgunverður.

Dagur 15 – Ríó Bógota

21. mars – fimmtudagur
Enn á ný verðum við að taka daginn snemma því nú tökum við  flug frá Rio de Janeiro til Bógota. 

Brottför frá flugvelli kl.08:00 og áætluð lending í Bógota er kl. 12:33. Við höldum á hótel Augusta fáum okkur hádegisverð, síðan verður gönguferð um gamla bæinn. Í lok dags förum við á Monserrate hæðina og njótum útsýnisins yfir Bógota að kvöldi til áður en að við höldum heim á hótelið aftur. Frjálst kvöld og kvöldverður að eigin vali

Gist er á Hotel Augista www.hotelaugusta.com
Innifalið er morgun- og hádegisverður.

Dagur 16 – 17 Bogota – London

22.- 23. mars – föstudagur / laugardagur
Nú fer ævintýri okkar senn að ljúka. Eftir morgunverð förum við gangandi á gullsafnið svonefnda, förum í kaffismökkun og tökum því síðan rólega fram eftir degi. Borðum kvöldmatinn snemma og skráum okkur síðan út af hótelinu og höldum út á flugvöll um kl. 19:00. Brottför frá Bógota kl 23:14 og áætluð lending í London kl. 14:30 23. mars. Tökum síðan flug heim frá London Heathrow kl. 20:30 og er áætluð lending í Keflavík kl. 23:40

Allir sælir og glaðir að vera komnir heim!

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti