Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Sól á Sikiley

4
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Sikiley

Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helst sem ferðamenn óska sér. Samfelld 2700 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. 

Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalið í nágrenni borgarinnar í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 6 nætur. Flogið til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni.  Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Hún  liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er  á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Hún hefur að geyma menningarminjar frá Forn-grikkjum. Rómverjum, Býsanska ríkinu, Aröbum, Normönnum, Spánverjum og Frökkum, en allar þessar þjóðir hafa sett mark sitt á sögu eyjarinnar. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús. Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir  rómverska byggingarlist fyrr á tímum. Jarðvegurinn er frjósamur á Sikiley og sumrin sólrík og þurr. Mest er ræktað af hveiti, sítrusávöxtum, vínviði og möndlum. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kostið. Skemmtilegir bæir og þorp  með blöndu af fortíð og nútíð einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðal útflutnings vara heimamanna.

 

21. október

Flug með Travel Service til Palermo.Flugtak kl 8:30, lending á Palermo flugvelli kl 15:35.  Dvalið á ströndinni nálægt Santa Flavia  í 5 nætur um 20 km frá Palermo og 50 km frá Cefalu. Aksturinn frá Palermo flugvelli tekur um það bil 30 -40 mín. 21. – 26. október                                                                                                                               
Dvalið á  Hotel Domina Coral Bayl 4*  https://www.dominasicily.com/

Gott 4*  hótel á Santa Flavia ströndinni um 20 km frá Palermo  Innifalið á þessu Innifalið á þessu hóteli er hálft fæði ( morgunverður og kvöldverður )  ½ vatnsflaska og ¼ vínflaska á mann

26. október
Akstur frá Santa Flavia  til Giardini Naxos. Um 2,5 tíma akstur. Á leiðinni er stoppað skammt frá bænum ENNA miðja vegu á milli áfangastaða.  Þar er stór og mikill verslunarkjarni (outlet ). Þar verður stoppað í um það til 2,5  tíma á leiðinni til Giardini Naxos

26. október - 1. nóvember
Dvalið í Giardin Naxos í 6 nætur á HOTEL Villette Naxos BEACH 4* www.gruppouna.it  Hótelið er staðsett á ströndinni á Giardini Naxos.

Innifalið á þessu hóteli er hálft fæði ( morgunverður og kvöldverður )  ½ vatnsflaska og ¼ vínflaska á mann 

1. nóvember
Flug frá Catania flugvelli.  Flugtak kl 17:30, og lending kl 23:10 á Keflavíkurflugvelli.

 

Innifalið:

Íslenskur fararstjóri
Gisting í 11 næstur á 4* hótelum
Hálft fæði ásamt ¼ flösku víni og ½ vatn með mat
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Akstur frá Santa Flavia til Naxos með viðkomu í Villa Enna Outlet 
Flug
Skattar
1 taska 20 kg + 5 kg í handfarangur

 

Ekki innifalið:
Kynnisferðir
Bátsferðir
Aðgangseyrir að söfnum
Annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu
Ferðamannaskattur á Ítalíu sem farþegar greiða beint á hótelin ca. 2 € á mann á nótt

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti