Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Sikiley

Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley.

Fararstjórar:  Ólafur Gíslason og Gréta Valdimarsdóttir 

Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar 8. október í 10 nætur á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalið í nágrenni borgarinnar í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur. Flogið til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni.  Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Hún liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Hún hefur að geyma menningarminjar frá Forn-grikkjum. Rómverjum, Býsanska ríkinu, Aröbum, Normönnum, Spánverjum og Frökkum, en allar þessar þjóðir hafa sett mark sitt á sögu eyjarinnar. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús. Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir rómverska byggingarlist fyrr á tímum. Jarðvegurinn er frjósamur á Sikiley og sumrin sólrík og þurr. Mest er ræktað af hveiti, sítrusávöxtum, vínviði og möndlum.

Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kostið. Skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðal útflutnings vara heimamanna.

Innifalið: Flug, skattar, 1 taska/23 kg á mann, – gisting í 10 nætur m/allt innifalið fyrstu 5 næturnar en síðaðri 5 næturnar m/hálft fæði innifalið og 1/4 vínflaska og 1/2 vatnsflaska á mann með kvöldverð. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið: Kynnisferðir, bátsferðir, aðgangseyrir að söfnum, og annað sem ekki er tilgeint í ferðalýsingu.

Ferðamannaskattur á Ítalíu sem farþegar greiði beint á hótelin, um 2 evrur á mann á nótt.

Vinsamlega bókið í kynnisferðir fyrir 25. september. Lágmarksþátttaka í hverri ferð eru 20 manns. Þeir sem kjósa að bóka kynnisferðir sínar á Sikiley greiða kynnisferðirnar í EUR og eru ferðirnar 10% dýrari en ef bókaðar eru fyrirfram. Ekki er hægt að lofa því að laust verði í allar kynnisferðir eftir að hópurinn er kominn til Sikileyjar.

 

Ferðatilhögun

Flogið til Sikileyjar

8. október
Flug með Primera Air til Palermo. Flugtak kl. 08:00, lending á Palermo flugvelli kl. 15:10.  Dvalið á ströndinni Campofelice di Roccella í 5 nætur, um 45 km frá Palermo og 15 km frá Cefalu. Aksturinn frá Palermo flugvelli tekur um það bil klukkutíma.

Dagur 1-5

8. – 13. október 
Dvalið á Hotel Athen Palace 3*+ 
Gott hótel sem býður gistingu í smáhýsum, staðsett á Campofelice di Roccella ströndinni um 15 km frá Cefalu sem er næsti bær við hótelið. Dvalið er hér m/allt innifalið.

13. október – Akstur til Giardini Naxos
Akstur frá Campofelice di Roccella til Giardini Naxos, sem tekur um 2,5 klst. Á leiðinni er stoppað í bænum ENNA sem er miðsvæðis á eyjunni. Þar er stór og mikill verslunarkjarni (outlet). Þar verður stoppað í um það bil 2 klst. á leiðinni til Giardini Naxos.

 

Dagur 6-11

13. – 18. október.
Dvalið á Hotel Naxos Beach 4* 
Hótelið býður gistingu í smáhýsum og er staðsett á ströndinni á Giardini Naxos. Gistingin er í 2ja hæða smáhýsum. Veitingastaðurinn er í hótelbyggingunni sem er skammt frá. Innifalið á þessu hóteli á meðan dvöl stendur yfir er hálft fæði (morgunverður og kvöldverður) auk ½ vatnsflösku og ¼ vínflösku á mann.

Flogið til Íslands

18. október
Flug með Primera Air frá Catania flugvelli. Flugtak kl. 17:30, og lending kl. 20:55 í Keflavík.

Kynnisferðir

Cefalu bærinn 4.500 /mann

Hálfsdagsferð til Cefalu
Cefalu er lítill baðstrandarbær á norðurströnd Sikileyjar um 70 km fyrir austan höfuðborgina Palermo. Bærinn er 15 km austan við gististaði okkar á Campofelice di Rocella ströndinni. Lítill notalegur bær sem kúrir við ströndina í skjóli hárra kletta. Við skoðum okkur um í gamla miðbænum með þröngum hellulögðum strætum, torgum og byggingum í miðaldar-stíl. Í miðbænum eru veitingastaðir, kaffihús og verslanir sem gaman er að kíkja í. Dómkirkja Cefalú er stolt bæjarbúa en hún er afar fögur og áhugaverð bygging byggð árið 1.131 á tímum Normanna á eyjunni. Fagrar mosaik myndir kirkjunnar eru einstaka. Eftir kynnisferð um miðbæinn er frjáls tími fyrir farþega til að skoða sig um á eigin vegum áður en haldið er aftur á hótelið.

Dags: 10. október
Verð: 4.500.- á mann.
Innifalið: Akstur og fararstjórn.

Palermo & Monreale 14.800 /mann

Dagsferð til Palermo og Monreale
Í Palermo skoðum við stórbrotnar minjar meðal annars Palatínukapelluna frá tíma konungsríkis Normanna á Sikiley á 12. öld. Þar blandast saman arabísk, býsönsk og gotnesk menningaráhrif. Í Monreale heimsækjun við hina stórkostlegu dómkirkju staðarins og klaustur heilags Benedikts.

Dags: 11. október
Verð: 14.800,- á mann
Innifalið: Akstur, fararstjórn, hádegisverður í Palermo, aðgangseyrir í Palatínukapelluna og klaustur heilags Benedikts.

Corleone 15.500 /mann

Dagsferð til Corleone
Corleone er lítill bær með um 12000 íbúa, staðsettur miðja vegu á milli Palermo og Agrigento. Bærinn stendur á hæð um 500 metra fyrir ofan sjávarmál. Nafn bæjarins er þekktast fyrir að vera notað sem eftirnafn persónu í bók eftir Mario Puzo svo og í kvikmyndum Francis Ford Coppola um Guðföðurinn. Um 1960 hafði höfuðpaur Corleone gengisins höfuð stöðvar sínar í bænum. Þekktastur þessa gengis var mafíósinn Toto Riina. En Corleone er einnig þekktur sem bær hinna hundraða kirkna sem þar eru fjölmargar og margar afar fagurlega skreyttar. Varðturnin Saracena sem byggður var á 11 öld stendur enn og þaðan er frábært útsýni yfir sveitirnar í kring og Corleone ánna. Fyrr á tímum var bærinn umlukin borgarmúr sem tengdu Soprano kastalann og Sottano kastalann. Í dag stendur aðeins hluti af þessum múr eftir og Sottano kastalnum hefur verið breytt í klaustur. Það tekur tæplega 2 tíma að aka frá Campofelice di Rocella ströndinni til Corleone. Dvalið um stund í þessum nafnkunna bæ - skoðum okkur um áður en haldið er á ekta ítalskan veitingastað í grendinni þar verður boðið uppá vínsmökkun svo og gómsætan hádegisverð Komið til baka á hótel um eftirmiðdaginn.

Dags: 13. október
Verð: 15.500.- á manns
Innifalið: Akstur, fararstjórn, vín smökkun og hádegisverður í Corleone.

Etna & Taormina 13.300 /mann

Dagsferð Etna og Taormina 
Kynnisferð að stærsta og virkasta eldfjalli Evrópu, Etnu sem er 3.323 metra hátt. Við ökum eins nálægt eldfjallinu og hægt er og njótum stórkostlegs útsýnis til allra átta. Þaðan er haldið til Taormina sem er skemmtilegur bær er stendur á 200 metra háu fjalli með einstöku útsýni yfir Ióníska hafið með Etnu í suðri og Messínu í norðri. Í bænum skoðum við Grísk – rómverska leikhúsið og njótum óviðjafnanlega náttúrufegurðar staðarins.

Dags: 15. október
Verð: 13.300.- á mann
Innifalið: Akstur, fararstjórn, hádegisverður í Taormina, aðgangseyrir í Grísk-rómverska leikhúsið.

Lipari & Vulcano 16.500 /mann

Dagsferð. Sigling til Lipari og Vulcano
Eyjurnar Lipari og Vulcano eru litlar náttúruperlur sem liggja rétt utan við norðurströnd Sikiley. Eldfjallaeyjar með mikilli náttúrufegurð og skemmtilegu mannlífi. Árla morguns er ekið til til hafnarborgarinnar Milazzo á norðurströndinni þaðan er siglt til Lipari og síðan til Vulcano. Hádegisverður á Vulcano. Siglt til baka um eftirmiðdaginn.

Dags: 17. október
Verð: 16.500.- á mann.
Innifalið: Akstur, fararstjórn bátsferðir og hádegisverður á Vulcano.

Syracuse 11.500 /mann

18. okt / þriðjudagur
Dagsferð til Syracuse sem er á suðausturhluta eyjarinnar í um það bil 1,5 klukkutíma akstri frá Giardini Naxos. Gamli bærinn í Syracuse er yndislegur og þar er að finna grískar rústir bókstaflega út um allt sem er helsta ástæða þess að bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Í Syracuse sjáum við elstu og best varðveittu minjar forngrískrar menningar i álfunni, enda var borgin talin mikilvægast borg grikkja til forna. 

Dags: 18. október
Verð: 11.500.- á mann. 
Innifalið: Akstur, fararstjórn og aðgangseyrir að dómkirkjunni í Syracuse.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti