Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Sardinía

Sardinía er önnur stærsta eyja Miðjarðarhafsins næst á eftir Sikiley, 24.000 ferkm að stærð. Eyjan tilheyrir Ítalíu og hefur gert það síðan 1861. Strandlengjan er um 1.800 km löng að smáeyjum meðtöldum. Eyjan er 12km sunnan við frönsku eyjuna Korsíku og hefur löngum verið sveipuð ævintýraljóma. 

Fararstjórar: Ólafur Gíslason og Una Sigurðardóttir.

Sardinía er eitthvert best geymda leyndarmál Ítala, en hún hefur um áraraðir verið einn vinsælasti sumarleyfisstaður heimamanna. Eyjan þykir einstaklega fögur með heillandi andrúmsloft. Helsta einkenni eyjunnar er tær sjórinn og einhver hreinasta strandlengja sem Miðjarðarhafið státar af. Ósnortin náttúran skartar sínu fegursta og fjölbreytnin í landslaginu er slík að eyjunni hefur verið líkt við heila heimsálfu.  Íbúar Sardiníu eru rúmlega 1,6 milljónir. Saga eyjarinnar einkennist af viðkomu og yfirráðum siglingaþjóða við Miðjarðarhafið: Fönikíumanna, Karþagómanna, Rómverja, Spánverja og hún var hluti af konungsríki Savoia-ættarinnar í Piemonte og Sardiníu áður en hún varð hluti ítalska konungsríkisins 1861. Elstu forsögulegu minjarnar á Sardiníu tilheyra svokallaðri Nuraga-menningu. Þær eru um 3000 ára gamlar og sjást víða. Það eru elstu minjar byggingarlistar við Miðjarðarhafið. Höfuðstaðurinn er Cagliari á suðaustur ströndinni.  Vinsælustu ferðamannastaðirnir eru við norðurströndina og strandlengjan á norðaustur hlutanum, Costa Smeralda, er eftirlætis sumarleyfisstaður auðugra snekkjueigenda. Ströndin þar er mótuð af ævintýralegum veðruðum klettamyndunum úr grá-bleiku og sæbörnu graníti, ljósbleikum sandi og safírbláum sjónum.  Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sardiníu, hvort sem fólk leitar að gullfallegum ströndum, einmannalegri víðáttu, gömlum miðaldabæjum, fornminjum, golfvöllum eða einstakri gestrisni íbúanna.

Dvalið verður á norðaustur strönd Sardiníu við Costa Smeralda strandlengjuna. Yfir sumartímann margfaldast íbúatala vegna ferðamannastraumsins. Svæðið er einkum þekkt fyrir frábærar sandstrendur  af öllum stærðum og gerðum og er þetta svæði eftirlæti þeirra sem njóta sín best á brimbrettum. Einnig er þar smábátahöfn og mikið af seglskútum og bátum. Strandlengjan er vogskorin með litlum fallegum víkum með hvítum sandi og safírbláum sjó. Frábær staður til að fá sér sundsprett eða einfaldlega fá sér góðan göngutúr á ströndinni og njóta útsýnisins til allra átta Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar um skerjagarðinn úti fyrir ströndinni og til Magdalenu eyjunnar. Einnig er hægt að skreppa í dagssiglingu til hinnar frönsku Korsíku sem er skammt undan.

Boðið verður upp á spennandi  kynnisferðir þar sem við kynnumst náttúru eyjarinnar og lífsháttum og matarmenningu eyjarskeggja. (Kynnisferðir koma fljótlega)

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 7