Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Framúrskarandi vinkona „L´amica geniale“

0
Lengd 7 Nætur
Frá kr. 10 september 2020 279.995 kr.
Sjá allar brottfarir

10. - 17. september 2020

Einstök ferð á slóðir þáttaraðarinnar framúrskarandi vinkona „L'amica geniale“

Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir

Fararstjóri:
Vilborg Halldórsdóttir

Napólí-sögur Elenu Ferrante fara sannkallaða sigurför um heiminn um þessar mundir. Framúrskarandi vinkona „L'amica geniale“ segir frá Elenu og Lilu og uppvaxtarárum þeirra í alþýðuhverfi í Napolí. Sagan hefst stuttu eftir síðari heimsstyrjöldina á sjötta áratugnum þegar heimurinn er að taka miklum breytingum. Í þessari ferð er farið á þessar slóðir, hvar sjá má aðstæður eins og þær voru á þessum árum.

Verð er miðað lágmarksþáttöku 20 manns. 

Brottför frá
 • Keflavík (KEF)
Hápunktar ferðarinnar
 • Íslenskur fararstjóri
 • Gisting í 7 nætur á þriggja stjörnu hóteli
 • Morgun og kvöldverður
 • Eyjan Ischia
 • Myndaáskorun
 • Lifa og njóta
Og margt fleira...

Ferðatilhögun

Dagur 1
Ferðast til Napólí
Ferðast til Napólí

10. september -  fimmtudagur

Flogið til Napolí með millilendingu í Frankfurt áætluð lending í Napolí er um kl. 22:55. Farið á Hotel de Charme 3* sem er í miðbæ Napoli. 
http://www.chiaiahotel.com/napoli/en.

Dagur 2
„Þar sem allt byrjaði“
„Þar sem allt byrjaði“

11. september -  föstudagur 

Eftir morgunverð verður haldið í úthverfi  Napolí „Rione Luzzatti“ þar sem Lila og Lenú ólust upp. Gengið um hverfið þeirra, við sjáum kirkjuna og bókasafnið þar sem stelpurnar fengu lánaðar bækurnar, sem kveiktu áhuga þeirra til mennta. Ef til vill er almenningsskólinn sá sami og Lenú og Lila gengu í. Gengið yfir Gianturco, komið að göngunum þar sem stelpurnar heilluðust af birtunni við enda gangnanna og leiðinni sem lá til sjávar.

Haldið til baka á hótelið, hádegisverður á eigin vegum. 

Síðdegis er valfrjáls ferð í gamla spænska hverfið í Napolí, með sínum þröngu hliðargötum og þvotti hangandi yfir götum. Litríkt mannlífið er engu líkt, eins og að vera inní gamalli bíómynd. 

Seinnipartinn er upplagt að fara á ströndina hjá Bagno Elena í Posilippo hjá kastalanum Palazzo Don Anna. 

Tekur um 10 mín með strætó frá hótelinu eða 5 mín í leigubíl.
Kvöldverður á veitingastað nálægt hótelinu.

Dagur 3
Lifandi Napolí (hjartsláttur borgarinnar)
Lifandi Napolí (hjartsláttur borgarinnar)

12. september - laugardagur 

Þennan dag göngum við um gamla bæinn, sjáum fornar sögufrægar byggingar og fræðumst um sögu þeirra. Þær eru flestar byggðar úr gulum sandsteini (tufo) sem gefur borginni sína sérstæðu áferð.

Gengið verður eftir hinni ævintýralegu götu Spacca Napólí. Skoðuð verður hin fræga höggmynd Cristo Velato í San Severo kapellunni. Við San Domenico torgið er hið sögufræga bakarí Scaturchio” og þar fáum við okkur expresso og “sfogliatella”.

Hádegisverður á eigin vegum.

Dagur 4
Kíkt á „hina Napólí“
Kíkt á „hina Napólí“

13. september - sunnudagur 

Eftir morgunverð verður haldið í eitt af „betri hverfum“ Napolí þar sem dýru og fínu verslanirnar eru, þar er einnig stórkostlegt útsýni. Chiaia Via Caracciolo þar sem faðir Elenu (Lenú) sýnir henni Vesúvíus, Castel dell´Ovo sem stendur við ströndiina, Palazzo Cellammare og Piazza dei Martiri, þar sem skóbúð Lílu var staðsett. Borgin teygir anga sína frá hæðum og út með sjónum þar sem saltir vindar leika um hana. Líka í september!

Hádegisverður á eigin vegum. 

Síðan verður haldið áfram til Castel Nuovo, Piazza del Plebiscito og Teatro San Carlo. Áður en haldið er til baka á hótelið verður stutt stopp á hinu fræga Gran Caffé Gambrinus fyrir einn snöggan expressó.

Kvöldverður á veitingastað nálægt hótelinu.

Dagur 5
Eyjan Ischia
Eyjan Ischia

14. september - mánudagur

Í dag verður siglt út til Ischia sem er eldfjallaeyja í Napólíflóanum við hlið Caprí, en á Ischia dvöldu Lila og Lenú m.a. við S. Angelo höfðann á suðurströnd eyjarinnar.

Siglingin tekur c.a 40 min. Farið verður um eyjuna, stoppað við Ischia Ponte og við Aragonese kastalann (aðgangseyrir ekki innifalinn).

Hádegisverður á eigin vegum og hægt að skella sér í sjóinn um eftirmiðdaginn.

Kvöldverður í Ischia Porto og siglt aftur til Napólí um kvöldið.

Dagur 6
Óvæntur dagur - spennandi dagur
Óvæntur dagur - spennandi dagur

15. september - þriðjudagur

Myndaáskorun“  Það eina sem vitað er um þennan dag er að þátttakendur þurfa snjallsíma eða myndavél.

Ferðin byrjar á Piazza Garibaldi. Þar mun hópurinn fá bréf með reglum leiksins. Þátttakendum verður skipt í lið og eiga að mynda ákveðna staði, senda síðan myndirnar á leiðsögumanninn sem setur þær á Facebook og Instagram og mest „líkaða“ myndin vinnur. Fyrir kvöldverð mun hópurinn hittast þá verður smá athöfn þar sem verðlaunin verða veitt. 

Frjáls dagur að öðru leiti upplagt að fara á ströndina og njóta góða veðursins.

Kvöldverður á veitingastað nálægt hótelinu.

Dagur 7
Frjáls dagur
Frjáls dagur

16. september - miðvikudagur 

Síðasti dagurinn í Napólí frjáls dagur - um að gera að lifa og njóta!

VEDI NAPOLI E POI MUORÍ

Lífsnautnin verður ekki fullkomnuð fyrr en Napólí hefur verið heimsótt!

Tilvalið að nota daginn og skella sér til Pompei. Hægt að taka lest frá Napolí ferðin tekur um 40 mín.

Dagur 8
Heimferð
Heimferð

16. september - fimmtudagur 

Farið frá Napolí klukkan 17:30 áætluð lending í Keflavík rétt eftir miðnætti 00:15.

Bóka

 • Farþegar

Innifalið í ferðinni

 • Flug
 • Flugvallaskattar og innrituð taska
 • Gisting á 3* hóteli í 7 nætur
 • Morgun- og kvöldverður
 • Íslensk fararstjórn
 • Staðarleiðsögumaður
 • Skoðunarferðir samkvæmt leiðarlýsingu
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis

Ekki innifalið

 • Ferðamannaskattur
 • Hádegisverðir
 • Annað sem ekki er talið upp í leiðarlýsingu

Umsagnir

Farþegi 1:
Ferðin var frábærlega skipulögð og fræðandi og Vilborg fær hæstu einkunn sem fararstjóri. Ég mæli svo sannarlega með þessari ferð. Vinkonur mínar 3 sem fóru líka voru hæstánægðar!

Farþegi 2:
Ferðin fór langt framúr væntingum mínum. Við fengum miklu meiri og betri leiðsögn en ég átti von á,bæði um söguslóðir sjónvarpsþáttanna og um menningu Napólí. Hótelið var vel staðsett og það var gaman að upplifa nýjan veitingastað á hverju kvöldi. Ischia er stórkostleg eyja og Pompei ferðin jók á frábæra upplifun mína.

Farþegi 3:
Þetta var í alla staði framúrskarandi ferð. Frábærir fararstjórar bæði Vilborg og Lucia. Við elskum allar Napoli eftir þetta.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti