Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Malaga

Upplifðu Malaga
10. september í 7 nætur

Malaga – Granada – Ronda – Marbella 

Kynntu þér ferðina hér en ferðin er bókanleg á eldri bókunarsíðunni okkar bokun.heimsferdir.is 

Margir hverjir hafa dvalið í einhverjum af strandbæjum Málagahéraðs en færri þekkja vel höfuðborg þess, Malaga. Malaga hefur mikið breyst á síðustu áratugum, borgin varð vinsæll sólaráfangastaður á sjöundaáratugnum en á síðastu árum hefur mikið verið lagt upp úr að gera borgina bæði fallegri og áhugaverðari fyrir þá sem leita ekki aðeins af afslöppun á ströndunum. Margar nýstárlegar byggingar hafa verið byggðar sem gefa borginni nýjan og glæsilegan brag í bland við eldri byggingar borgarinnar.

Malaga liggur við strendur miðjarðarhafsins og er því besta veður þar allan ársins hring en ársmeðalhiti er á milli 16-30 gráður. Tæplega 600.000 manns búa í Malaga og hefur hún því upp á allt mögulegt að bjóða. Í miðbæ Malaga má finna margar fallegar byggingar og söfn, fullt af listasöfnum eins og safn um listmálarann Pablo Picasso eða listasafn Pompidou en einnig söfn tengd öðrum efnum eins og t.d. flott flugvélasafn þar sem maður getur fræðst um allt sem tengist þessum farartækjum, bílasafn eða vínsafn svo eitthvað sé nefnt. Í höfninni hvíla listisnekkjurnar og allt grúir af fiskum. Í Malaga er hægt að njóta sólbaða á ströndinni en auðvitað er líka hægt að láta sólina verma sig meðan maður situr á einu af mörgum kaffihúsum eða veitingastöðum borgarinnar. Allar helstu verslanakeðjur heims eru þarna að finna en einnig margar minni verslanir með fjölbreyttum vörum.

Allt í kring um Malaga eru skemmtilegir strandar- og fjallabæir en við munum heimsækja einn þann þekktasta, Marbella, strandarbær sem er í miklu uppáhaldi hjá ferðamönnum. Einnig munum við fara í heilsdagsferð til háskólaborgarinnar Granada. Granada liggur í hlíðum Sierra Nevada fjallanna sem er vinsælt skíðasvæði en borgin er samt aðeins í klukkutíma fjarlægð frá sólarströndum Miðjarðarhafs. Fyrir ofan borgina stendur hin fræga Alhambra höll og Generalife garðarnir sem við munum einnig skoða. Höllin og garðarnir voru byggð af márum á stjórnartíma þeirra á Spáni og eru á heimsminjaskrá Unesco.

Netverð á mann
Frá kr. 179.995 m.v. 2 í herbergi.
Frá kr. 212.995 m.v. 2 í herbergi.

Innifalið: Flug, skattar og gisting á 4* hóteli með morgunverðarhlaðborði. Akstur til og frá flugvelli. Kynnisferð um Malaga. Rúta og fararstjórn til Granada með aðgangseyri að Alhambra og Generalife. Rúta og fararstjórn í kynnisferð til Ronda og Marbella. Aðgangseyrir í vínframleiðslufyrirtæki í Ronda. Kynnisferð í sjávarsafn með bátsferð og vín og tapas smökkun. 

Verð er miðað lágmarksþátttöku 20 manns en hámarksfjöldi er 30 manns.

Ferðatilhögun
Dagur 1 – Flogið til Malaga

10. sept / sunnudagur
Flug með Primera Air til Malaga á Spáni. Flugtak kl. 06:00, lending kl. 12:40 að staðartíma. Frá flugvelli Malaga til hótelsins er um 20 mínútna akstur. Gist er á Hótel MS Maestranza.

Dagur 2 – Kynnumst Malaga

11. sept / mánudagur
Stutt kynnisferð um borgina með íslenskum fararstjóra. Síðan er upplagt að byrja á að skoða borgina upp á eigin spýtur enda margt hægt að sjá og gera. Göngutúr um gamla bæinn og höfnina og dýfa fótunum í miðjarðarhafið er án efa góð byrjun!

Dagur 3 – Granada og Alhambra

12. sept / þriðjudagur
Eftir morgunmat höldum við með rútu til borgarinnar Granada sem er í 1,5 klst. fjarlægð. Í Granada búa um 240.000 manns og þangað koma þúsundir erlendra nema í skiptinám á ári hverju. Höllin Alhambra gnæfir upp í hæðum yfir borginni, höllin sem er á heimsminjaskrá Unesco, var byggð af márum en þeir bjuggu á Spáni í yfir 700 ár og undir það síðasta vörðust þeir í Granada þar til þeir voru reknir úr landi árið 1492.

Dagur 4 – Frjáls dagur

13. sept / miðvikudagur
Tilvalið að skoða eitthvert af þeim mörgu söfnum sem eru að finna í Malaga en þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi; Pompidou safnið, Picasso safnið, frábært flugvélasafn og einnig bílasafn, glermunasafn, o.s.frv. Hægt er að skoða minjar rómversks leikhúss sem enn er að finna í borginni. Einnig er hægt að fara í gullfallegan grasagarð „La Concepción“ eða í afslöppun í „Hammam Al Andalus“ þar sem hægt er að fara í arabísk böð og fá afslöppunarnudd.

Dagur 5 – Malaga, Ronda & Marbella

14. sept / fimmtudagur
Farið er í dagsferð til Ronda en hann er einn þekktasti fjallabær Malaga, frægur fyrir að standa við 100 metra djúpa gjá en einnig fyrir nautaatshring sinn sem er talinn einn elsti nautaatshringur Spánar. Í Ronda búa um 36.000 manns og hefur bærinn upp á margt að bjóða, bæði sögu og byggingar en einnig góða matsölustaði, enda svæðið þekkt fyrir góðan mat og drykki. Við ætlum að skoða bæinn og fara svo í vínkynningu til eins stærsta vínframleiðanda þessa svæðis, „Bodegas La Sangre de Ronda“. Frjáls tími til að fá sér hádegismat á einhverjum af tapasbörum bæjarins. Á bakaleiðinni ætlum við að koma við í strandarbænum Marbella og fá okkur hressingu og rölta um bæinn áður en haldið er til baka til Malaga.

Dagur 6 – Listir og sigling

15. sept / föstudagur
Við ætlum að hittast á sjávarsafninu „Museo Alborania“ sem er að finna í höfninni, rétt hjá hótelinu. Við byrjum á því að skoða safnið þar sem við kynnumst bæði tegundum sjávardýra sem lifa í sjónum í kringum Malaga og háttum malagabúa til fiskveiða. Við siglum um Malagaflóann og smökkum vín og tapasrétti héraðsins um borð á meðan við hlustum á flamencomúsik.

Dagur 7 – Frjáls dagur

16. sept / laugardagur
Síðasti dagurinn til að njóta borgarinnar. Þeir sem eru ekki búnir að fara niður á strönd og dýfa tánum í Miðjarðarhafið og fá sér tapas og San Miguel bjór, eru komnir á síðasta snúning! Einnig er hægt að skreppa til nærliggjandi bæja því af nóg er að velja: Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos, Marbella, Mijas, Torrox, Nerja, o.s.fr. Það eru góðar strætó og rútusamgöngur bæði inn í Málaga sem og í nærliggjandi bæi. Í höfn Malaga er einnig boðið upp á bátsferðir í tvíbytnur fyrir þá sem vilja fá sér sjósprett í hafinu og mögulega sjá höfrunga.

Dagur 8 – Flogið til Íslands

17. sept / sunnudagur
Eftir morgunmat kveðjum við hótelið og borgina og keyrum upp á flugvöll. Heimflugið er kl.13:40 að staðartíma en komutími til Keflavíkur klukkan 16:25.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti