Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
  • Siggi Hall er löngu landsþekktur fyrir matreiðslu- og sjónvarpsþætti sína undanfarin 25 ár.

  • Siggi Hall er löngu landsþekktur fyrir matreiðslu- og sjónvarpsþætti sína undanfarin 25 ár.

Siggi Hall er löngu landsþekktur fyrir matreiðslu- og sjónvarpsþætti sína undanfarin 25 ár.

Lúxusferð til Marokkó með Sigga Hall

25. október – 3. nóvember

Siggi Hall er löngu landsþekktur fyrir matreiðslu- og sjónvarpsþætti sína undanfarin 25 ár.  

Hann stjórnaði vinsælum sjónvarpsþáttum “Að hætti Sigga Hall”  í fjölda ára, þar sem hann heimsótti áhugaverða staði, hitti fólk og bragðaði á matnum. 

Hann hefur einnig verið fararstjóri í sælkeraferðum til Frakklands, USA og einnig fleiri vetur í skíðaferðum til Ítalíu.

“Ég gerði sjónvarpsþætti frá Marrakesh á sínum tíma og var það afar spennandi og áhugavert ferðalag. Það verður þess vegna frábært og gleði að fara þangað aftur með gestum og sýna þeim og upplifa matarmenninguna með þeim – bragða á réttum með framandi kryddi og lifa sig inn í annan heim”.

Matreiðsla Marókkó er í tísku í dag og Marókkóbúar ofurvingjarnlegir. Marrakesh er spennandi borg – allt í fínum lúxus með skemmtunina í fyrsta sæti. 

Njótum og lifum í Marókkó. 

Lúxus 9 nátta sérferð þar sem dvalið verður á 5* hótelum. Í ferðinni verða skoðaðir Saffran akrar, farið verður í Atlas fjöllin einnig verður  farið í vínsmökkun  og að sjálfsögðu munum við  upplifa matarmenningu heimamanna. Dvalið verður í 5 nætur í Marrakech og 4 nætur í Agadir.

Í Marrakech er að finna hið fræga torg borgarinnar Djemaa El Fna en þar er einstök stemning. Á torginu má til dæmis sjá glæsilega dansara, ótrúlegt fimleikafólk leika listir sínar, aldna sögumenn, apa sem leika lausum hala og spilandi snákatemjara. Þar er margt að skoða, t.d. Koutoubia moskuna frá miðöldum, Bahia höllina og gamla borgarhlutann ásamt markaðnum sem er einskonar völundarhús sölubása. Að kvöldi dags breytist ásjón torgsins Djemaa El Fna en þá verður torgið að einum stærsta veitingastað í Marrakech – og framandi kryddlyktin fyllir loftið og gefur fyrirheit um góða máltíð.

Agadir er stærsti sólstrandarstaður Marokkó en Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Borgin stendur við hinn fallega Agadir flóa, sem jafnan er talinn einn af þeim fallegri í heiminum en með fram flóanum liggur gullin strandlengjan eins langt og augað eygir. Á þessum fallega stað skín sólin um 300 daga á ári en svæðið er umlukið fjöllum á einn veg og loftslagið því afskaplega milt og þægilegt. Notalegan andvara leggur svo frá hafi hinu megin frá, svo dagarnir verða aldrei of heitir.

Strandlengjan í Agadir er um 9 km, en við ströndina er nýleg 6 km löng strandgata sem iðar af mannlífi, en hér er fólk að spóka sig frá morgni til kvölds, á göngu, úti að skokka eða bara sitja og horfa á mannlífið. Á aðra höndina eru veitingastaðir, hótel og barir en á hina liggur breið og falleg ströndin. Snekkjubátahöfnin í Agadir er við annan enda göngugötunnar, en hún er hönnuð í stíl við hinar andalúsísku „marina“ sem svo margir þekkja frá Spáni, með um 300 bátalægi fyrir skútur og snekkjur alls staðar að úr heiminum, umlukin lúxusíbúðum og verslunum. Höfnin í Agadir kemur svo í framhaldinu og þar er afskaplega margt um manninn eins og gefur að skilja, en hér má sjá fiskibáta af öllum stærðum og gerðum, allt upp í stóra togara, hér eru fiskimarkaðir, slippur og menn og konur að karpa um verð og gæði aflans. Einnig má svo sjá fiskimenn elda á staðnum og gæða sér á gómsætum aflanum.

Flogið er til Agadir í Marokkó og ekið frá flugvellinum til Marrakech og dvalið þar í 5 nætur. Síðan er ekið til Agadir þar sem dvalið verður í 4 nætur.

Innifalið:

  • Flug og skattar með Primera Air til/frá Agadir. Innrituð 23 kg taska.
  • Gisting á 5* hótelum í 9 nætur m/morgunverði, 3 hádegisverðir og einn kvöldverður.
  • Akstur og kynnisferðir samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn og staðarleiðsögumenn þar sem við á.

Ekki innifalið:

  • Aðrar kynnisferðir en þær sem tilgreindar eru í ferðalýsingu.
  • Þjórfé til bílstjóra og innfæddra leiðsögumanna.

Íslensk fararstjórn, miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ferðatilhögun

25. október - Flogið til Marokkó

Flogið í beinu flugi með Primera Air til Agadir.

Brottför kl: 08:00 áætluð lending í Agadir kl.13:25 að staðartíma. Sami tími er í Marokkó og á Íslandi. Ekið frá flugvellinum til Marrakech sem er u.þ.b. 250 km.

Gist verður í Marrakech í 5 nætur á Hivernage sem er 5* hótel.

http://www.hivernage-hotel.com/index.php

Kvöldverður á eiginvegum.

26. október - Marrakech

Eftir morgunverð verður skoðunarferð um borgina meðal annars verður farið að sjá hið fræga torg borgarinnar Djemaa El Fna en þar er einstök stemning. Á torginu má til dæmis sjá glæsilega dansara, ótrúlegt fimleikafólk leika listir sínar, aldna sögumenn, apa sem leika lausum hala og spilandi snákatemjara.

Haldið verður áfram að skoða þessa skemmtilegu borg, skoðum Koutoubia moskuna frá miðöldum, Bahia höllina og gamla borgarhlutann ásamt markaðnum sem er einskonar völundarhús sölubása.

Kvöldverður og sýning í gömlu höllinni „Dar Marjana“

27. október - Ourika Safraniere

Eftir morgunverð verður ekið um 35 km. frá Marrakech í áttina að Ourka dalnum á hið einstaka saffran ræktunarsvæðið  BoutouilTakateret. Þar er hægt fræðast um þetta einstaka krydd sem saffran er, kynnast einkennum þess aðferðin við að týna það og þurrka.

Einnig er hægt að sjá leyndarmál ilmkjarnaolíunar og hvernig þær eru unnar. Frá lok október fram í miðjan nóvember er hægt að sjá hvernig saffran unnið.

Hádegisverður á Ourika Safraniere.

Kvöldverður að eigin vegum.

28. október - Frjáls dagur

Frjáls dagur, Siggi Hall mun fara gönguferð um bæinn og skoða það helsta sem tengist matarmenningu Marokkóbúa

Farið saman út að borða um kvöldið ekki innifalið í verði.

29. október - Frjáls dagur

Síðasti dagurinn í Marrakech áður en haldið er til Agadir um að gera að lifa og njóta.

30. október - Essaouira, Agadir

Eftir morgunverður verður haldið af stað til Agadir. með viðkomu á nokkrum stöðum á leiðinni þangað.

Stoppað verður á vínekru du Val d´Argan. þar er framleitt rauðvín, hvítvín og rósavín. Eftir vínsmökkunina verður haldi á vesturströndina til Essaouira sem oft er nefnd „hvíta perla“ Atlantshafsins. Fallegur fiskimannabær sem býr yfir einstökum sjarma, skemmtilegt götulíf og fjölda veitingastaða.

Að lokum verður haldið til Agadir á leið okkar verður stoppað við Argan olíu framleiðslu gefst þá  tækifæri til að byrgja sig upp af þessari einstöku olíu.

Gist verður í 4 nætur á Royal Atlas sem er 5* hótel í Agadir, morgunverður innifalinn.

http://atlas5stars.com/fr/hotels-maroc/agadir/royal-atlas-agadir

Hádegisverður á Domanie Val d‘argan.

31. október - Villate Limoune

Eftir morgunverð heimsækjum við Villate Limoune búgarðinn við landamæri Atlas fjallanna miðja vegur á milli Taroudant sem oft er kallað „litla Marrakech“ og Agadir.

VillateLimoune búgarðurinn er með um 400 hektara ræktunarsvæði meðal annars appelsínu, og pálmatré og margskonar aðra ræktun.

Hádegisverður á Villate  Limoune.

1. & 2. nóvember - Agadir

Tveir frjálsir dagar í Agadir.

Agadir er þekktur sólstrandarstaður sem skartar fallegri, gullinni strandlengju. Borgin Agadir er sjöunda stærsta borg Marokkó en þetta er nútímaleg borg með breiðgötum, blómstrandi görðum, góðum hótelum, fallegri snekkjubátahöfn sem og líflegri höfn þar sem heimamenn bjóða fiskinn sinn til sölu.

Hvað ferðamenn varðar að þá er strandlengjan megin aðdráttarafl Agadir, en borgin hefur upp á margt annað að bjóða og saga hennar er einkar áhugaverð. Gaman er að kíkja við á höfnina í Agadir og virða fyrir sér iðandi mannlífið þar sem afli dagsins gengur kaupum og sölum.

3. nóvermber - Brottför

Heimferð. Brottför frá Agadir til Íslands.

Flugtak kl. 14:55 og lending í Keflavík kl. 20:30 að staðartíma.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti