Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Fjallaperlan Bled

Komdu með okkur til fjallaperlunnar Bled 17. október í 4 nætur.

Slóvenía er löngum þekkt fyrir náttúrufegurð sína: alpa, skóga, ár og vötn, hella og glæsilega kastala. Bærinn Bled er ein af þessum náttúruperlum Slóveníu. Í bænum búa rúmlega 6.000 manns en bærinn stendur við vatn á sérlega fallegu, skógi vöxnu svæði, umkringdur fjöllum sem prýða útsýnið.

Kastalinn Bled skemmir ekki útsýnið en hann stendur tignarlegur fyrir ofan vatnið. Út á miðju vatninu er svo lítil eyja en vinsælt er að fara út í eyjuna á „pletna bátum“ sem eru einkennandi fyrir staðinn og skoða kirkjuna sem þar stendur.

Þessi fjögurra nátta ferð til bæjarins Bled er tilvalin fyrir þá sem vilja breyta til og taka sér stutt frí frá amstri dagsins, slaka á umkringd fallegri náttúru, getað rölt um lítinn bæ, kíkt í smáverslanir eða setið á rómantískum kaffihúsum og haft það náðugt.

Innifalið: Flug og skattar. Rúta til og frá flugvelli í Ljubliana til Bled með enskumælandi aðstoðarmanni. Gisting á 4* hótelinu Kompas í Bled m/morgunverði (www.kompashotel.com). Kvöldverður á hótelinu innifalinn fyrsta kvöldið. Ferðamannaskattur innifalinn. Ferðin er miðuð við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Kynnisferðin „Kranjska Gora og Tamar dalurinn“ sem kostar 9.500 kr. á mann (miðað er við lágmarksþátttöku 15 manns). Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Ferðast til Bled

17. október / miðvikudagur

Flogið er til Ljubliana í beinu flugi (4 klst 20 mín). Brottfarartími í Keflavík er kl. 09:20 en komutími til Ljubliana er kl. 15:40. Frá flugvellinum í Ljubliana ökum við til Bled en aksturinn tekur rúmlega 30 mín.

Dagur 2 – Dvalið í Bled

18. október / fimmtudagur

Frjáls dagur í Bled þar sem tilvalið er að njóta alls þess sem nærumhverfi Bled býður uppá. Það er tilvalið að fara út í eyjuna Bled þar sem kirkjan er, fara í kastalann og njóta útsýnisins þaðan en einnig er hægt að kaupa léttvín í kastalanum sem munkar framleiða.

Dagur 3 – Bled / Kynnisferð

19. október / föstudagur

Frjáls dagur í Bled þar sem farþegum stendur til boða að bóka kynnisferðina „Kranjska Gora og Tamar dalurinn“ með enskumælandi fararstjóra.

Kynnisferðin Kranjska Gora og Tamar dalurinn.

Ekið er um morguninn til Kranjska Gora sem er lítill bær sem stendur við slóvensku Alpana sem kallast Júlíönsku Alparnir. Bærinn er þekktur skíðaáfangastaður og gerir fjalladýrðin umhverfið einstaklega fallegt. Á leið okkar til Kranjska Gora stoppum við fyrst við hverasvæðið „Zelenci“ við ána Sava en síðan er ekið til Tamar dalsins þar sem stærsta skíðastökksbraut í heiminum er staðsett (250 m. há). Við fáum okkur þriggja rétta hádegisverð í Kranjska Gora og tökum okkur tíma til að skoða okkur um áður en haldið er af stað til vatnsins Jasna þar sem okkur gefst einnig tækifæri á að ganga um og njóta náttúrunnar. Ekið til Bled seinnipart dags.

Dagur 4 – Dvalið í Bled

20. október / laugardagur

Frjáls dagur í Bled. Það er tilvalið að fara hringinn í kringum vatnið en það er góður göngustígur allan hringinn, þá er einnig hægt að leigja sér hjól. Við bendum á að það er stórfenglegt útsýni frá Osojnica hæðinni sem er fyrir ofan tjaldsvæðið við vatnið en það tekur aðeins 20 mínútur að ganga upp hæðina. Þá er hérna einnig bobsleðabraut en farið er með skíðalyftu upp hæðina og svo er skemmtileg bunan niður í brautinni. 

Dagur 5 – Flogið til Íslands

21. október / sunnudagur

Við förum af hótelinu upp úr hádegi og ökum áleiðis til flugvallar Ljubliana. Flugtak er kl. 15:35, lending í Keflavík 18:10.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti