Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Albert & Bergþór í Róm

4

Heimsborgin Róm - Sælkeraferð með Albert Eiríkssyni og Bergþóri Pálssyni.

1. nóvember í 4 nætur.

Verð frá 139.995 kr á mann miðað við 2 saman í herbergi

Gleðigjafarnir Albert og Bergþór eru mættir aftur til leiks og munu með sinni algerri snilld og gleði krydda borgarferðina okkar til Rómar haustið 2019.

“Sælkeraferð” alla leið því Albert og Bergþór munu fara með gesti sína meðal annars út að borða á góðu veitingahúsi og eiga með þeim sælkeradag þar sem spennandi matarmarkaðir verða heimsóttir og kaffi eða tehús. Einnig munu þeir koma með spennandi uppástungur fyrir alla þá sem bóka sig og komast þeir í svokallaðan “Sælkeraklúbb Heimsferða” því viku fyrir brottför fá farþegar sendar upplýsingar um hvað er spennandi að gera í Róm. Mælt verður með ýmsu sem mataráhugafólk vill heyra um eins og öðruvísi veitingastaði, góð kaffihús, súkkulaðibúðir og matarmarkaði ásamt viðburðum í borginni á ferðadögum. Þessar upplýsingar ættu að hjálpa fólki að upplifa borgina frá öðru sjónarhorni og auðvelda val á veitingahúsum og hvert skal halda á meðan ferðin stendur. 

Lágmarksfjöldi farþega í ferðinni er 20 manns – Athugið að gestir greiða sjálfir fyrir mat og drykki á sælkerakvöldi og sælkeradegi.

Gist er á hótelinu Londra E Cargill sem er mjög huggulegt hótel með frábæra staðsetningu í Róm.

Hótelið er í göngufjarlægð frá spænsku tröppunum og ekki langt frá merkum stöðum, s.s. Colosseum og Forum Romanum.

Á hótelinu er veitingastaður og bar. Herbergin eru vel útbúin og rúmgóð, öll með loftkælingu, síma, flatskjá, litlum kæli, öryggishólfi og hárþurrku á baði. Þráðlaust internetaðgengi (Wi-Fi) er á hótelinu.

Hápunktar ferðarinnar
  • Matarmarkaðir heimsóttir
  • Sælkerakvöld á ekta ítölskum veitingastað
Og margt fleira...

Innifalið í ferðinni

  • Flug og Gisting
  • Sælkeradagur (gestir greiða sjálfir fyrir mat og drykki)
  • Sælkerakvöld (gestir greiða sjálfir fyrir mat og drykki)

Ekki innifalið

  • Akstur til og frá flugvelli

Dagur 1
Flogið frá Keflavík til Rómar
Dagur 2
Sælkerakvöld með Albert og Bergþóri

Mæting í gestamóttöku kl 19:00

Dagur 3
Sælkeradagur

Mæting í gestamóttöku kl 10:00

Dagur 4
Frjáls dagur
Dagur 5
Heimferð frá Róm til Keflavíkur

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti